Reykjavíkurpistill árið 2030 Hjálmar Sveinsson skrifar 28. nóvember 2018 08:00 Reykjavík er nú efst á lífsgæðalista borga sem bandaríska ráðgjafafyrirtækið Mercer gefur út á hverju ári (Mercer´s Quality of Living Survey). Í fyrra var borgin efst á sambærilegum lífsgæðalista lífsstílstímaritsins Monocle. Þetta er mikil breyting frá því fyrir 10 til 15 árum þegar Reykjavík sást ekki á slíkum listum. Ljóst er að aukin áhersla á umhverfismál, vistvænar samgöngur, heilbrigði, öryggi og tækifæri til útivistar og hreyfingar skapar Reykjavík sterka stöðu á slíkum listum. Margt kemur til. Útivistarsvæði inni í borginni, meðfram strandlengjunni og í hinum svokallaða græna trefli þykja framúrskarandi. Nýjar útisundlaugar í borginni og ylstrandir við Köllunarklett og Gufunes eru taldar einstæðar á heimsvísu. Þær þykja gott dæmi um hvernig hægt er að bjóða rysjóttu veðurfari byrginn með hugvitsamlegri nýtingu jarðvarmans og skapa magnaða aðstöðu til heilnæmrar útivistar og hreyfingar allan ársins hring. Undanfarinn aldarfjórðung hefur mikið verið lagt í grænar fjárfestingar í Reykjavík. Byggt hefur verið upp metnaðarfullt hjólastígakerfi sem tengir ekki aðeins höfuðborgarsvæðið saman með þéttofnu neti góðra stíga heldur liggur það líka um ævintýraleg svæði sem liggja í 30 til 40 km radíus frá borginni. Uppbygging Borgarlínunnar hefur tekist vonum framar. Samstillt átak sveitarfélaga og ríkisvalds skipti þar miklu máli. Langir hraðvagnar keyra nú á 5 mínútna fresti eftir sérreinum á helstu stofnleiðum höfuðborgarsvæðisins á háannatímum. Borgarlínan hefur létt verulega á bílaumferðinni. Borgarlínuvagnarnir eru ýmist drifnir með metangasi eða rafmagni og allur bílaflotinn keyrir á vistvænni orku. Reykjavík er fyrsta borgin í heiminum til að ná því marki að losa sig alfarið við bensín og olíu sem orkugjafa samgangna. Það hefur vakið athygli. Reykvíkingar eru nú 150.000 en íbúar á höfuðborgarsvæðinu samanlagt 250.000. Leikskólar í borginni þykja góðir og þjónustugjöldum er stillt í hóf. Borgin hefur einnig vakið athygli fyrir öflugt menningarlíf, frjóa listasenu og þekkingarsköpun, einkum á sviði vistvænnar orku, lýðheilsufræða og jafnréttismála. Allt þetta hefur gert Reykjavík að eftirsóttri borg til að búa í og starfa í. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hjálmar Sveinsson Skoðun Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Reykjavík er nú efst á lífsgæðalista borga sem bandaríska ráðgjafafyrirtækið Mercer gefur út á hverju ári (Mercer´s Quality of Living Survey). Í fyrra var borgin efst á sambærilegum lífsgæðalista lífsstílstímaritsins Monocle. Þetta er mikil breyting frá því fyrir 10 til 15 árum þegar Reykjavík sást ekki á slíkum listum. Ljóst er að aukin áhersla á umhverfismál, vistvænar samgöngur, heilbrigði, öryggi og tækifæri til útivistar og hreyfingar skapar Reykjavík sterka stöðu á slíkum listum. Margt kemur til. Útivistarsvæði inni í borginni, meðfram strandlengjunni og í hinum svokallaða græna trefli þykja framúrskarandi. Nýjar útisundlaugar í borginni og ylstrandir við Köllunarklett og Gufunes eru taldar einstæðar á heimsvísu. Þær þykja gott dæmi um hvernig hægt er að bjóða rysjóttu veðurfari byrginn með hugvitsamlegri nýtingu jarðvarmans og skapa magnaða aðstöðu til heilnæmrar útivistar og hreyfingar allan ársins hring. Undanfarinn aldarfjórðung hefur mikið verið lagt í grænar fjárfestingar í Reykjavík. Byggt hefur verið upp metnaðarfullt hjólastígakerfi sem tengir ekki aðeins höfuðborgarsvæðið saman með þéttofnu neti góðra stíga heldur liggur það líka um ævintýraleg svæði sem liggja í 30 til 40 km radíus frá borginni. Uppbygging Borgarlínunnar hefur tekist vonum framar. Samstillt átak sveitarfélaga og ríkisvalds skipti þar miklu máli. Langir hraðvagnar keyra nú á 5 mínútna fresti eftir sérreinum á helstu stofnleiðum höfuðborgarsvæðisins á háannatímum. Borgarlínan hefur létt verulega á bílaumferðinni. Borgarlínuvagnarnir eru ýmist drifnir með metangasi eða rafmagni og allur bílaflotinn keyrir á vistvænni orku. Reykjavík er fyrsta borgin í heiminum til að ná því marki að losa sig alfarið við bensín og olíu sem orkugjafa samgangna. Það hefur vakið athygli. Reykvíkingar eru nú 150.000 en íbúar á höfuðborgarsvæðinu samanlagt 250.000. Leikskólar í borginni þykja góðir og þjónustugjöldum er stillt í hóf. Borgin hefur einnig vakið athygli fyrir öflugt menningarlíf, frjóa listasenu og þekkingarsköpun, einkum á sviði vistvænnar orku, lýðheilsufræða og jafnréttismála. Allt þetta hefur gert Reykjavík að eftirsóttri borg til að búa í og starfa í.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar