Þarf að margfalda aðgerðir í loftslagsmálum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. nóvember 2018 08:00 Þessi er ekki hrifinn af aðgerðarleysi í loftslagsmálum. Nordicphotos/Getty Nauðsynlegt er að fimmfalda aðgerðir í loftslagsmálum til þess að halda hnattrænni hlýnun innan 1,5 gráða og þrefalda til þess að halda henni innan tveggja gráða. Þetta kom fram í skýrslu sem Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP) sendi frá sér í gær. Aukinheldur kom fram að útblástur hafi aukist í fyrra eftir að hafa staðið í stað þrjú ár þar á undan. Parísarsamkomulagið gengur út á að hlýnun verði haldið innan tveggja gráða, sé miðað við hitastig eins og það var fyrir iðnvæðingu, og er ljóst að erfitt verkefni er fyrir höndum. UNEP fjallar um svokallað útblástursbil (e. emissions gap), sem er bilið á milli þess útblásturs gróðurhúsalofttegunda sem talið er að verði árið 2030 og þess sem nauðsynlegt er að útblástur verði til þess að takmarka hlýnun við 1,5 eða tvær gráður. Samkvæmt skýrslunni er enn vel mögulegt að ná tveggja gráða markmiðinu en sífellt ólíklegra verður að ná að brúa útblástursbilið svo hlýnun verði takmörkuð við 1,5 gráður. Upplýsingaskrifstofa SÞ fyrir Vestur-Evrópu fjallaði um skýrsluna í pistli á vefsvæði sínu í gær. Þar var vitnað í Joyce Msuya, varaforstjóra UNEP, sem sagði að metnaðarfullar aðgerðir væru ekki að skila sínu. „Ríkisstjórnir verða að grípa til skjótari og brýnni aðgerða. Við erum að hella olíu á eldinn þótt slökkviefni sé innan seilingar.“ „Það eru þrjár til fimm milljónir ára frá því að samþjöppun koltvísýrings í andrúmslofti jarðar var jafn mikil og nú og þá var hitinn 2-3°C meiri og yfirborð sjávar 10-20 metrum hærra en nú,“ var haft eftir Petteri Taalas, framkvæmdastjóra Veðurfræðistofnunar SÞ. Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Nauðsynlegt er að fimmfalda aðgerðir í loftslagsmálum til þess að halda hnattrænni hlýnun innan 1,5 gráða og þrefalda til þess að halda henni innan tveggja gráða. Þetta kom fram í skýrslu sem Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP) sendi frá sér í gær. Aukinheldur kom fram að útblástur hafi aukist í fyrra eftir að hafa staðið í stað þrjú ár þar á undan. Parísarsamkomulagið gengur út á að hlýnun verði haldið innan tveggja gráða, sé miðað við hitastig eins og það var fyrir iðnvæðingu, og er ljóst að erfitt verkefni er fyrir höndum. UNEP fjallar um svokallað útblástursbil (e. emissions gap), sem er bilið á milli þess útblásturs gróðurhúsalofttegunda sem talið er að verði árið 2030 og þess sem nauðsynlegt er að útblástur verði til þess að takmarka hlýnun við 1,5 eða tvær gráður. Samkvæmt skýrslunni er enn vel mögulegt að ná tveggja gráða markmiðinu en sífellt ólíklegra verður að ná að brúa útblástursbilið svo hlýnun verði takmörkuð við 1,5 gráður. Upplýsingaskrifstofa SÞ fyrir Vestur-Evrópu fjallaði um skýrsluna í pistli á vefsvæði sínu í gær. Þar var vitnað í Joyce Msuya, varaforstjóra UNEP, sem sagði að metnaðarfullar aðgerðir væru ekki að skila sínu. „Ríkisstjórnir verða að grípa til skjótari og brýnni aðgerða. Við erum að hella olíu á eldinn þótt slökkviefni sé innan seilingar.“ „Það eru þrjár til fimm milljónir ára frá því að samþjöppun koltvísýrings í andrúmslofti jarðar var jafn mikil og nú og þá var hitinn 2-3°C meiri og yfirborð sjávar 10-20 metrum hærra en nú,“ var haft eftir Petteri Taalas, framkvæmdastjóra Veðurfræðistofnunar SÞ.
Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira