Þarf að margfalda aðgerðir í loftslagsmálum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. nóvember 2018 08:00 Þessi er ekki hrifinn af aðgerðarleysi í loftslagsmálum. Nordicphotos/Getty Nauðsynlegt er að fimmfalda aðgerðir í loftslagsmálum til þess að halda hnattrænni hlýnun innan 1,5 gráða og þrefalda til þess að halda henni innan tveggja gráða. Þetta kom fram í skýrslu sem Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP) sendi frá sér í gær. Aukinheldur kom fram að útblástur hafi aukist í fyrra eftir að hafa staðið í stað þrjú ár þar á undan. Parísarsamkomulagið gengur út á að hlýnun verði haldið innan tveggja gráða, sé miðað við hitastig eins og það var fyrir iðnvæðingu, og er ljóst að erfitt verkefni er fyrir höndum. UNEP fjallar um svokallað útblástursbil (e. emissions gap), sem er bilið á milli þess útblásturs gróðurhúsalofttegunda sem talið er að verði árið 2030 og þess sem nauðsynlegt er að útblástur verði til þess að takmarka hlýnun við 1,5 eða tvær gráður. Samkvæmt skýrslunni er enn vel mögulegt að ná tveggja gráða markmiðinu en sífellt ólíklegra verður að ná að brúa útblástursbilið svo hlýnun verði takmörkuð við 1,5 gráður. Upplýsingaskrifstofa SÞ fyrir Vestur-Evrópu fjallaði um skýrsluna í pistli á vefsvæði sínu í gær. Þar var vitnað í Joyce Msuya, varaforstjóra UNEP, sem sagði að metnaðarfullar aðgerðir væru ekki að skila sínu. „Ríkisstjórnir verða að grípa til skjótari og brýnni aðgerða. Við erum að hella olíu á eldinn þótt slökkviefni sé innan seilingar.“ „Það eru þrjár til fimm milljónir ára frá því að samþjöppun koltvísýrings í andrúmslofti jarðar var jafn mikil og nú og þá var hitinn 2-3°C meiri og yfirborð sjávar 10-20 metrum hærra en nú,“ var haft eftir Petteri Taalas, framkvæmdastjóra Veðurfræðistofnunar SÞ. Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Nauðsynlegt er að fimmfalda aðgerðir í loftslagsmálum til þess að halda hnattrænni hlýnun innan 1,5 gráða og þrefalda til þess að halda henni innan tveggja gráða. Þetta kom fram í skýrslu sem Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP) sendi frá sér í gær. Aukinheldur kom fram að útblástur hafi aukist í fyrra eftir að hafa staðið í stað þrjú ár þar á undan. Parísarsamkomulagið gengur út á að hlýnun verði haldið innan tveggja gráða, sé miðað við hitastig eins og það var fyrir iðnvæðingu, og er ljóst að erfitt verkefni er fyrir höndum. UNEP fjallar um svokallað útblástursbil (e. emissions gap), sem er bilið á milli þess útblásturs gróðurhúsalofttegunda sem talið er að verði árið 2030 og þess sem nauðsynlegt er að útblástur verði til þess að takmarka hlýnun við 1,5 eða tvær gráður. Samkvæmt skýrslunni er enn vel mögulegt að ná tveggja gráða markmiðinu en sífellt ólíklegra verður að ná að brúa útblástursbilið svo hlýnun verði takmörkuð við 1,5 gráður. Upplýsingaskrifstofa SÞ fyrir Vestur-Evrópu fjallaði um skýrsluna í pistli á vefsvæði sínu í gær. Þar var vitnað í Joyce Msuya, varaforstjóra UNEP, sem sagði að metnaðarfullar aðgerðir væru ekki að skila sínu. „Ríkisstjórnir verða að grípa til skjótari og brýnni aðgerða. Við erum að hella olíu á eldinn þótt slökkviefni sé innan seilingar.“ „Það eru þrjár til fimm milljónir ára frá því að samþjöppun koltvísýrings í andrúmslofti jarðar var jafn mikil og nú og þá var hitinn 2-3°C meiri og yfirborð sjávar 10-20 metrum hærra en nú,“ var haft eftir Petteri Taalas, framkvæmdastjóra Veðurfræðistofnunar SÞ.
Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira