Áfram í haldi grunaður um umfangsmikið mansal Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 28. nóvember 2018 07:45 Málið er umfangsmikið og teygir ana sína víða og út fyrir landsteinana og ekki er vitað fyrir víst hver maðurinn er. Fréttablaðið/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhald yfir útlendingi sem grunaður er um aðild að mansali. Manninum er gert að sæta gæsluvarðhaldi til 7. desember næstkomandi. Ekki liggur fyrir hver maðurinn er í raun og veru. Málið má rekja til þess að breskur ríkisborgari með íslenska kennitölu hafi verið stöðvaður í flugstöð Leifs Eiríkssonar þann 4. október síðastliðinn. Lögreglumennirnir hafi þekkt nafn og vegabréf mannsins en nokkru áður hafði annar aðili framvísað sama vegabréfi á leið til Kanada. Sá maður hafi fengið dóm vegna þess brots í ágúst. Breski maðurinn hafi tjáð lögreglu að vinur hans, sem situr í haldi, myndi sækja hann. Á öryggismyndavélum mátti sjá hann ásamt öðrum aðila koma í flugstöðina klukkan 19:41 og yfirgefa hana klukkan 20:38.Nýtti sér nauðung erlendra ríkisborgara Lögreglu hefur áður borist ábendingar að hinn grunaði stæði að ýmiskonar brotastarfsemi hér á landi. Lögreglan telur að rökstuddur grunur sé fyrir að maðurinn sé viðriðinn mansal hér á landi, hafi skipulagt smygl á fólki til og frá landinu, fjársvik og peningaþvætti þar sem hann nýtti sér nauðung erlendra ríkisborgara í hagnaðarskyni með því að útvega þeim fölsuð skilríki og/eða skilríki annarra og afhenda þau til notkunar gegn gjaldi og útvegi þeim starf með ólögmætum hætti. Auk þess grunar lögregluna að maðurinn stundi umfangsmikil fjársvik, afli sér fjölda farsíma, meðal annars með stolnum beiðnabókum frá Reykjavíkurborg, og sendi þá til Bretlands. Húsleit var gerð þann 5. október þar sem maðurinn var handtekinn. Í húsinu voru tvær íbúðir sem maðurinn leigði og leigði út til annarra aðila. Við leitina fannst fjöldi farsíma og símkorta, ferða og persónuskilríki fjölmargra aðila, ýmsar kvittanir, meðal annars um kaup á dýrum farsímum, kvittanir vegna peningasendinga úr landi og önnur gögn. Þá hafi fundist við leit í bankahólfi pund, evrur, símtæki og spjaldtölva.Ekki vitað fyrir víst hver maðurinn er Í greinargerð lögreglu með gæsluvarðhaldsbeiðni segir að við rannsókn málsins leitt í ljós umfangsmikla miðlun fjármuna milli aðila hér á landi og erlendis, þar á meðal frá og til mannsins. Þá hafi erlendir aðilar unnið á hans kennitölu í mörg skipti á mörgum stöðum sem maðurinn og launagreiðslur verið lagðar inn á hans reikninga. Rannsóknin hafi leitt í ljós frekari brot gegn lögum um útlendinga og lögum um atvinnuréttindi útlendinga, og að kennitölur fleiri aðila sem hafi fengið kennitölur hér á landi, að því er virðist án þess að hafa dvalið hér, hafi verið misnotaðar. Rannsókn málsins er sögð afar umfangsmikil, grunur sé um að maðurinn stundi umfangsmikil og skipulögð brot yfir landamæri og að hann eigi sér samverkamenn. Lögreglan hefur fengið heimild til skoðunar á innihaldi símtækja mannsins. Maðurinn neitaði að aðstoða lögreglu við að opna símana og því hafi þeir verið sendir til útlanda í því skyni að opna þá. Unnið er að vinnslu úr innihaldi þeirra en gögnin eru vel á þriðja tug gígabæta. Ekki er ljóst hver maðurinn er í raun og veru og hver tilgangurinn er með dvöl hans hér á landi. Lögreglan hefur meðal annars aflað gagna sem sýna að hann hefur borið annað nafn en hann gefur upp og annan fæðingardag. Þá hafi hann tengsl við fjölda erlendra einstaklinga sem ýmis gögn bendi til að hafi komið hingað til lands fyrir tilstilli hans en í óljósum tilgangi. Lögreglumál Tengdar fréttir Gefur lítið upp um mansalsmál á Suðurnesjum Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, vill lítið sem ekkert tjá sig um umfangsmikið mansalsmál sem lögregluembættið hefur nú til rannsóknar. 22. október 2018 11:03 Grunaður um að hafa flutt tugi manna til landsins Maðurinn var handtekinn við komuna til landsins fyrir um hálfum mánuði síðan. 20. október 2018 19:20 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Fleiri fréttir Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhald yfir útlendingi sem grunaður er um aðild að mansali. Manninum er gert að sæta gæsluvarðhaldi til 7. desember næstkomandi. Ekki liggur fyrir hver maðurinn er í raun og veru. Málið má rekja til þess að breskur ríkisborgari með íslenska kennitölu hafi verið stöðvaður í flugstöð Leifs Eiríkssonar þann 4. október síðastliðinn. Lögreglumennirnir hafi þekkt nafn og vegabréf mannsins en nokkru áður hafði annar aðili framvísað sama vegabréfi á leið til Kanada. Sá maður hafi fengið dóm vegna þess brots í ágúst. Breski maðurinn hafi tjáð lögreglu að vinur hans, sem situr í haldi, myndi sækja hann. Á öryggismyndavélum mátti sjá hann ásamt öðrum aðila koma í flugstöðina klukkan 19:41 og yfirgefa hana klukkan 20:38.Nýtti sér nauðung erlendra ríkisborgara Lögreglu hefur áður borist ábendingar að hinn grunaði stæði að ýmiskonar brotastarfsemi hér á landi. Lögreglan telur að rökstuddur grunur sé fyrir að maðurinn sé viðriðinn mansal hér á landi, hafi skipulagt smygl á fólki til og frá landinu, fjársvik og peningaþvætti þar sem hann nýtti sér nauðung erlendra ríkisborgara í hagnaðarskyni með því að útvega þeim fölsuð skilríki og/eða skilríki annarra og afhenda þau til notkunar gegn gjaldi og útvegi þeim starf með ólögmætum hætti. Auk þess grunar lögregluna að maðurinn stundi umfangsmikil fjársvik, afli sér fjölda farsíma, meðal annars með stolnum beiðnabókum frá Reykjavíkurborg, og sendi þá til Bretlands. Húsleit var gerð þann 5. október þar sem maðurinn var handtekinn. Í húsinu voru tvær íbúðir sem maðurinn leigði og leigði út til annarra aðila. Við leitina fannst fjöldi farsíma og símkorta, ferða og persónuskilríki fjölmargra aðila, ýmsar kvittanir, meðal annars um kaup á dýrum farsímum, kvittanir vegna peningasendinga úr landi og önnur gögn. Þá hafi fundist við leit í bankahólfi pund, evrur, símtæki og spjaldtölva.Ekki vitað fyrir víst hver maðurinn er Í greinargerð lögreglu með gæsluvarðhaldsbeiðni segir að við rannsókn málsins leitt í ljós umfangsmikla miðlun fjármuna milli aðila hér á landi og erlendis, þar á meðal frá og til mannsins. Þá hafi erlendir aðilar unnið á hans kennitölu í mörg skipti á mörgum stöðum sem maðurinn og launagreiðslur verið lagðar inn á hans reikninga. Rannsóknin hafi leitt í ljós frekari brot gegn lögum um útlendinga og lögum um atvinnuréttindi útlendinga, og að kennitölur fleiri aðila sem hafi fengið kennitölur hér á landi, að því er virðist án þess að hafa dvalið hér, hafi verið misnotaðar. Rannsókn málsins er sögð afar umfangsmikil, grunur sé um að maðurinn stundi umfangsmikil og skipulögð brot yfir landamæri og að hann eigi sér samverkamenn. Lögreglan hefur fengið heimild til skoðunar á innihaldi símtækja mannsins. Maðurinn neitaði að aðstoða lögreglu við að opna símana og því hafi þeir verið sendir til útlanda í því skyni að opna þá. Unnið er að vinnslu úr innihaldi þeirra en gögnin eru vel á þriðja tug gígabæta. Ekki er ljóst hver maðurinn er í raun og veru og hver tilgangurinn er með dvöl hans hér á landi. Lögreglan hefur meðal annars aflað gagna sem sýna að hann hefur borið annað nafn en hann gefur upp og annan fæðingardag. Þá hafi hann tengsl við fjölda erlendra einstaklinga sem ýmis gögn bendi til að hafi komið hingað til lands fyrir tilstilli hans en í óljósum tilgangi.
Lögreglumál Tengdar fréttir Gefur lítið upp um mansalsmál á Suðurnesjum Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, vill lítið sem ekkert tjá sig um umfangsmikið mansalsmál sem lögregluembættið hefur nú til rannsóknar. 22. október 2018 11:03 Grunaður um að hafa flutt tugi manna til landsins Maðurinn var handtekinn við komuna til landsins fyrir um hálfum mánuði síðan. 20. október 2018 19:20 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Fleiri fréttir Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Sjá meira
Gefur lítið upp um mansalsmál á Suðurnesjum Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, vill lítið sem ekkert tjá sig um umfangsmikið mansalsmál sem lögregluembættið hefur nú til rannsóknar. 22. október 2018 11:03
Grunaður um að hafa flutt tugi manna til landsins Maðurinn var handtekinn við komuna til landsins fyrir um hálfum mánuði síðan. 20. október 2018 19:20