„Í jafnmiklu áfalli og aðrir að sjá þetta skelfilega orðbragð“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. nóvember 2018 11:42 Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir að málið verði rætt á vettvangi þingsins. vísir/vilhelm Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir að upptökur af samtölum þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur Bar fyrr í mánuðinum sem fjölmiðlar hafa fjallað um síðastliðinn hálfa sólarhring verði ræddar á vettvangi þingsins. Kveðst Steingrímur eiga von á því að ræða málið á fundum með formönnum þingflokka sem og í forsætisnefnd Alþingis. „Þannig að ég geri nú ráð fyrir því að þetta verði á dagskrá reglubundinna funda okkar á mánudaginn. Það er allavega ekki búið að ákveða neitt annað ennþá,“ segir Steingrímur. Hann segist ekki vilja tjá sig að öðru leyti um málið, annað en hið augljósa: „Ég er í jafnmiklu áfalli og aðrir yfir því að sjá þetta skelfilega orðbragð, sem er auðvitað óafsakanlegt og óverjandi, og það er sérstaklega dapurlegt hvernig fjallað er þarna um konur. Að öðru leyti bið ég fólk um að hafa skilning á því að ég vil sem minnst segja fyrr en við erum búin að fara betur yfir það hvernig viðbrögð verða.“ Þær þingkonur sem rætt er um á upptökunni hittust á fundi á Alþingi núna upp úr klukkan 11:30. Þær þingkonur sem voru sérstaklega á milli tanna þingmannanna Gunnars Braga Sveinssonar, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Bergþórs Ólasonar, Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, Ólafs Ísleifssonar og Karls Gauta Hjaltasonar voru þær Inga Sæland, Oddný G. Harðardóttir, Silja Dögg Gunnarsdóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir. Þá er ung Sjálfstæðiskona nefnd á upptökunni og hún sögð sæt stelpa sem farið væri að falla á en samkvæmt heimildum Vísis er það Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir að upptökur af samtölum þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur Bar fyrr í mánuðinum sem fjölmiðlar hafa fjallað um síðastliðinn hálfa sólarhring verði ræddar á vettvangi þingsins. Kveðst Steingrímur eiga von á því að ræða málið á fundum með formönnum þingflokka sem og í forsætisnefnd Alþingis. „Þannig að ég geri nú ráð fyrir því að þetta verði á dagskrá reglubundinna funda okkar á mánudaginn. Það er allavega ekki búið að ákveða neitt annað ennþá,“ segir Steingrímur. Hann segist ekki vilja tjá sig að öðru leyti um málið, annað en hið augljósa: „Ég er í jafnmiklu áfalli og aðrir yfir því að sjá þetta skelfilega orðbragð, sem er auðvitað óafsakanlegt og óverjandi, og það er sérstaklega dapurlegt hvernig fjallað er þarna um konur. Að öðru leyti bið ég fólk um að hafa skilning á því að ég vil sem minnst segja fyrr en við erum búin að fara betur yfir það hvernig viðbrögð verða.“ Þær þingkonur sem rætt er um á upptökunni hittust á fundi á Alþingi núna upp úr klukkan 11:30. Þær þingkonur sem voru sérstaklega á milli tanna þingmannanna Gunnars Braga Sveinssonar, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Bergþórs Ólasonar, Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, Ólafs Ísleifssonar og Karls Gauta Hjaltasonar voru þær Inga Sæland, Oddný G. Harðardóttir, Silja Dögg Gunnarsdóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir. Þá er ung Sjálfstæðiskona nefnd á upptökunni og hún sögð sæt stelpa sem farið væri að falla á en samkvæmt heimildum Vísis er það Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira