„Maður veit eiginlega ekki hvar mörkin liggja hérna“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. nóvember 2018 15:18 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata. vísir/hanna Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir að þeir þingmenn sem heyrast tala með niðrandi hætti um kollega sína á þingi á upptökum af Klaustur Bar fyrr í mánuðinum ættu virkilega að skoða hug sinn gagnvart því að segja af sér þingmennsku. Hún veltir því hins vegar fyrir sér hvar mörkin liggja inni á þingi varðandi það að sitjast sem fastast í sínum stól. „Mér finnst að þeir eigi virkilega að skoða sinn hug gagnvart því en ég sé dómsmálaráðherra sem skipar ólöglega í dómarastöður og dettur ekki í hug að segja af sér. Ég veit ekki hvenær það er komið að þeim tímapunkti að fólk ákveður að víkja af sínum stóli hér ef við eigum að bera hlutina saman, maður veit eiginlega ekki hvar mörkin liggja hérna,“ sagði Þórhildur Sunna í samtali við Sighvat Jónsson, fréttamann, á Alþingi fyrr í dag. Sighvatur ræddi einnig við Ingu Sæland, formann Flokks fólksins, en samflokksmenn hennar, þeir Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, eru á meðal þingmannanna sex sem heyrast á upptökunni. Karl Gauti heyrist meðal annars segja að Inga geti ekki stjórnað. Spurð út í þau ummæli sagði Inga Karl Gauta eitthvað hafa misskilið hvað hún væri klár stjórnandi. Hún tók fram að hann hefði beðist afsökunar á ummælum sínum og hún trúi því. „Ég veit ekki betur en að við séum fínasta fjölskylda í Flokki fólksins.“En er nóg að biðjast afsökunar? „Nei, það er engan veginn, ekki þannig lagað séð. Þó að ég sé seinþreytt til vandræða og mun náttúrulega taka mark á því þegar ég er beðin afsökunar ef ég held og trúi að það sé gert af heilum hug. En við eigum siðanefnd hérna og það er kannski nákvæmlega svona mál sem eru í rauninni grafalvarlega og kasta mikilli rýrð á okkur og trúverðugleika löggjafans,“ sagði Inga og bætti því við að málið kallaði ef til vill á það að kalla saman siðanefnd Alþingis. Aðspurð hvort hún teldi að þingmennirnir ættu að segja af sér sagðist Inga ekki ætla að dæma um það. „Það lýsir þá þeirra siðferði, hvað þeim finnst um slíkt. Ég er ekki einu sinni búin að kynna mér allt það sem fer þarna fram og mér skilst að þetta eigi eftir að koma hér meira fram í ljós í dag og kannski á morgun. [...] Ég er svona að átta mig á þessu og stjórnin okkar kemur saman í dag og Flokkur fólksins og grasrótin, við tökum sameiginlega á svona uppákomu.“ Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, sagði í samtali við Fréttablaðið í dag að hann teldi að þingmennirnir ættu að segja af sér. Auk þeirra Karls Gauta og Ólafs er um að ræða þau Sigmund Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Braga Sveinsson, Bergþór Ólason og Önnu Kolbrúnu Árnadóttur. Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingar, er einn þeirra sem þingmennirnir ræða um með niðrandi hætti. Í samtali við Stundina sagðist hún ekki sjá fyrir sér hvernig þessir menn sitji áfram á Alþingi. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Reiknar með að sleppa áfenginu í veislunni á Bessastöðum í kvöld Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, segist ekki vera viss um að nokkur þeirra þingmanna sem náðust á upptöku tala tæpitungulaust um kollega sína á Alþingi eigi við áfengisvandamál að stríða. 29. nóvember 2018 14:01 Segir einkennilegt að þingmennirnir íhugi ekki afsögn Henry Alexander Henrysson, aðjúnkt í heimspeki við Háskóla Íslands, segir að samtal þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins, sem fór fram á barnum Klaustur fyrr í mánuðinum, varpi ljósi á það að kjörnir fulltrúar virðist ekki alveg skilja hvaða skyldur fylgi því hlutverki. 29. nóvember 2018 14:00 Þingmenn Miðflokksins ætla að læra af þessu Sendu frá sér stutta afsökunarbeiðni á Facebook. 29. nóvember 2018 13:21 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Fleiri fréttir Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir að þeir þingmenn sem heyrast tala með niðrandi hætti um kollega sína á þingi á upptökum af Klaustur Bar fyrr í mánuðinum ættu virkilega að skoða hug sinn gagnvart því að segja af sér þingmennsku. Hún veltir því hins vegar fyrir sér hvar mörkin liggja inni á þingi varðandi það að sitjast sem fastast í sínum stól. „Mér finnst að þeir eigi virkilega að skoða sinn hug gagnvart því en ég sé dómsmálaráðherra sem skipar ólöglega í dómarastöður og dettur ekki í hug að segja af sér. Ég veit ekki hvenær það er komið að þeim tímapunkti að fólk ákveður að víkja af sínum stóli hér ef við eigum að bera hlutina saman, maður veit eiginlega ekki hvar mörkin liggja hérna,“ sagði Þórhildur Sunna í samtali við Sighvat Jónsson, fréttamann, á Alþingi fyrr í dag. Sighvatur ræddi einnig við Ingu Sæland, formann Flokks fólksins, en samflokksmenn hennar, þeir Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, eru á meðal þingmannanna sex sem heyrast á upptökunni. Karl Gauti heyrist meðal annars segja að Inga geti ekki stjórnað. Spurð út í þau ummæli sagði Inga Karl Gauta eitthvað hafa misskilið hvað hún væri klár stjórnandi. Hún tók fram að hann hefði beðist afsökunar á ummælum sínum og hún trúi því. „Ég veit ekki betur en að við séum fínasta fjölskylda í Flokki fólksins.“En er nóg að biðjast afsökunar? „Nei, það er engan veginn, ekki þannig lagað séð. Þó að ég sé seinþreytt til vandræða og mun náttúrulega taka mark á því þegar ég er beðin afsökunar ef ég held og trúi að það sé gert af heilum hug. En við eigum siðanefnd hérna og það er kannski nákvæmlega svona mál sem eru í rauninni grafalvarlega og kasta mikilli rýrð á okkur og trúverðugleika löggjafans,“ sagði Inga og bætti því við að málið kallaði ef til vill á það að kalla saman siðanefnd Alþingis. Aðspurð hvort hún teldi að þingmennirnir ættu að segja af sér sagðist Inga ekki ætla að dæma um það. „Það lýsir þá þeirra siðferði, hvað þeim finnst um slíkt. Ég er ekki einu sinni búin að kynna mér allt það sem fer þarna fram og mér skilst að þetta eigi eftir að koma hér meira fram í ljós í dag og kannski á morgun. [...] Ég er svona að átta mig á þessu og stjórnin okkar kemur saman í dag og Flokkur fólksins og grasrótin, við tökum sameiginlega á svona uppákomu.“ Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, sagði í samtali við Fréttablaðið í dag að hann teldi að þingmennirnir ættu að segja af sér. Auk þeirra Karls Gauta og Ólafs er um að ræða þau Sigmund Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Braga Sveinsson, Bergþór Ólason og Önnu Kolbrúnu Árnadóttur. Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingar, er einn þeirra sem þingmennirnir ræða um með niðrandi hætti. Í samtali við Stundina sagðist hún ekki sjá fyrir sér hvernig þessir menn sitji áfram á Alþingi.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Reiknar með að sleppa áfenginu í veislunni á Bessastöðum í kvöld Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, segist ekki vera viss um að nokkur þeirra þingmanna sem náðust á upptöku tala tæpitungulaust um kollega sína á Alþingi eigi við áfengisvandamál að stríða. 29. nóvember 2018 14:01 Segir einkennilegt að þingmennirnir íhugi ekki afsögn Henry Alexander Henrysson, aðjúnkt í heimspeki við Háskóla Íslands, segir að samtal þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins, sem fór fram á barnum Klaustur fyrr í mánuðinum, varpi ljósi á það að kjörnir fulltrúar virðist ekki alveg skilja hvaða skyldur fylgi því hlutverki. 29. nóvember 2018 14:00 Þingmenn Miðflokksins ætla að læra af þessu Sendu frá sér stutta afsökunarbeiðni á Facebook. 29. nóvember 2018 13:21 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Fleiri fréttir Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira
Reiknar með að sleppa áfenginu í veislunni á Bessastöðum í kvöld Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, segist ekki vera viss um að nokkur þeirra þingmanna sem náðust á upptöku tala tæpitungulaust um kollega sína á Alþingi eigi við áfengisvandamál að stríða. 29. nóvember 2018 14:01
Segir einkennilegt að þingmennirnir íhugi ekki afsögn Henry Alexander Henrysson, aðjúnkt í heimspeki við Háskóla Íslands, segir að samtal þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins, sem fór fram á barnum Klaustur fyrr í mánuðinum, varpi ljósi á það að kjörnir fulltrúar virðist ekki alveg skilja hvaða skyldur fylgi því hlutverki. 29. nóvember 2018 14:00
Þingmenn Miðflokksins ætla að læra af þessu Sendu frá sér stutta afsökunarbeiðni á Facebook. 29. nóvember 2018 13:21