Lilja segir yfirlýsingar Miðflokksmanna óafsakanlegar Atli Ísleifsson skrifar 29. nóvember 2018 20:53 Lilja Dögg Alfreðsdóttir starfaði með þeim Gunnari Braga og Sigmundi Davíð þegar þeir voru í Framsóknarflokknum. vísir/vilhelm Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir að yfirlýsingar þingmanna Miðflokksins séu óafsakanlegar. Hún segir að trúnaðarbrestur hafi átt sér stað milli þeirra, þings og þjóðar. Þetta kemur fram í færslu sem Lilja birti á Facebook-síðu sinni í kvöld þar sem hún vísar í upptökur af umræðum fjögurra þingmanna Miðflokksins á hótelbar fyrr í mánuðinum. „Það orðfæri og sleggjudómar sem orðið hafa tilefni fréttaskrifa í dag lýsa vanmætti, ótta og úreltum viðhorfum,“ segir Lilja í færslu sinni. Á upptökunum mátti heyra Gunnar Braga Sveinsson, þingflokksformann Miðflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, kallaði Lilju „helvítis tík“. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Miðflokksins, sagði henni ekki vera treystandi. Þá mátti heyra Bergþór Ólason enga konu hafa teymt sig eins lengi á asnaeyrum sem hann hafi „ekki fengið að ríða“.Hefði hringt í sumar Þeir Gunnar Bragi og Sigmundur Davíð störfuðu báðir með Lilju í Framsóknarflokknum á sínum tíma. Eftir birtingu Panamaskjalanna og afsögn Sigmundar Davíðs var Lilja gerð að utanríkisráðherra í stjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. „Ef að Lilja hefði einhvern áhuga á að tengjast við okkur þá hefði hún hringt í sumar,“ segir Gunnar Bragi á upptökunni. „Auðvitað“ og „alveg augljóst“ svara Sigmundur Davíð og Bergþór. Í upptökunum mátti einnig heyra Gunnar Braga hrópa: „Henni er bara fokking sama um hvað við erum að gera. Hjólum í helvítis tíkina! Það er bara málið. Af hverju erum við að hlífa henni? Ég er að verða brjálaður! Af hverju erum við að hlífa henni?“ Stundin segir Sigmund Davíð í framhaldinu segjast sammála. „Ég get algjörlega sjálfum mér um kennt,“ segir Sigmundur og vísar þar væntanlega til þess þegar Lilja var skipuð utanríkisráðherra að hugmynd hans árið 2016 eftir að Panamaskjölin komu fram og Sigmundur þurfti að segja af sér embætti forsætisráðherra. „Ég er búinn að láta þessa konu yrða á mig aftur og aftur,“ segir Sigmundur Davíð. Lilja er stödd er í Osló þar sem hún sækir hátíðarsamkomu í Óslóarháskóla sem haldin er í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslands. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir að yfirlýsingar þingmanna Miðflokksins séu óafsakanlegar. Hún segir að trúnaðarbrestur hafi átt sér stað milli þeirra, þings og þjóðar. Þetta kemur fram í færslu sem Lilja birti á Facebook-síðu sinni í kvöld þar sem hún vísar í upptökur af umræðum fjögurra þingmanna Miðflokksins á hótelbar fyrr í mánuðinum. „Það orðfæri og sleggjudómar sem orðið hafa tilefni fréttaskrifa í dag lýsa vanmætti, ótta og úreltum viðhorfum,“ segir Lilja í færslu sinni. Á upptökunum mátti heyra Gunnar Braga Sveinsson, þingflokksformann Miðflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, kallaði Lilju „helvítis tík“. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Miðflokksins, sagði henni ekki vera treystandi. Þá mátti heyra Bergþór Ólason enga konu hafa teymt sig eins lengi á asnaeyrum sem hann hafi „ekki fengið að ríða“.Hefði hringt í sumar Þeir Gunnar Bragi og Sigmundur Davíð störfuðu báðir með Lilju í Framsóknarflokknum á sínum tíma. Eftir birtingu Panamaskjalanna og afsögn Sigmundar Davíðs var Lilja gerð að utanríkisráðherra í stjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. „Ef að Lilja hefði einhvern áhuga á að tengjast við okkur þá hefði hún hringt í sumar,“ segir Gunnar Bragi á upptökunni. „Auðvitað“ og „alveg augljóst“ svara Sigmundur Davíð og Bergþór. Í upptökunum mátti einnig heyra Gunnar Braga hrópa: „Henni er bara fokking sama um hvað við erum að gera. Hjólum í helvítis tíkina! Það er bara málið. Af hverju erum við að hlífa henni? Ég er að verða brjálaður! Af hverju erum við að hlífa henni?“ Stundin segir Sigmund Davíð í framhaldinu segjast sammála. „Ég get algjörlega sjálfum mér um kennt,“ segir Sigmundur og vísar þar væntanlega til þess þegar Lilja var skipuð utanríkisráðherra að hugmynd hans árið 2016 eftir að Panamaskjölin komu fram og Sigmundur þurfti að segja af sér embætti forsætisráðherra. „Ég er búinn að láta þessa konu yrða á mig aftur og aftur,“ segir Sigmundur Davíð. Lilja er stödd er í Osló þar sem hún sækir hátíðarsamkomu í Óslóarháskóla sem haldin er í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslands.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira