Lilja segir yfirlýsingar Miðflokksmanna óafsakanlegar Atli Ísleifsson skrifar 29. nóvember 2018 20:53 Lilja Dögg Alfreðsdóttir starfaði með þeim Gunnari Braga og Sigmundi Davíð þegar þeir voru í Framsóknarflokknum. vísir/vilhelm Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir að yfirlýsingar þingmanna Miðflokksins séu óafsakanlegar. Hún segir að trúnaðarbrestur hafi átt sér stað milli þeirra, þings og þjóðar. Þetta kemur fram í færslu sem Lilja birti á Facebook-síðu sinni í kvöld þar sem hún vísar í upptökur af umræðum fjögurra þingmanna Miðflokksins á hótelbar fyrr í mánuðinum. „Það orðfæri og sleggjudómar sem orðið hafa tilefni fréttaskrifa í dag lýsa vanmætti, ótta og úreltum viðhorfum,“ segir Lilja í færslu sinni. Á upptökunum mátti heyra Gunnar Braga Sveinsson, þingflokksformann Miðflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, kallaði Lilju „helvítis tík“. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Miðflokksins, sagði henni ekki vera treystandi. Þá mátti heyra Bergþór Ólason enga konu hafa teymt sig eins lengi á asnaeyrum sem hann hafi „ekki fengið að ríða“.Hefði hringt í sumar Þeir Gunnar Bragi og Sigmundur Davíð störfuðu báðir með Lilju í Framsóknarflokknum á sínum tíma. Eftir birtingu Panamaskjalanna og afsögn Sigmundar Davíðs var Lilja gerð að utanríkisráðherra í stjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. „Ef að Lilja hefði einhvern áhuga á að tengjast við okkur þá hefði hún hringt í sumar,“ segir Gunnar Bragi á upptökunni. „Auðvitað“ og „alveg augljóst“ svara Sigmundur Davíð og Bergþór. Í upptökunum mátti einnig heyra Gunnar Braga hrópa: „Henni er bara fokking sama um hvað við erum að gera. Hjólum í helvítis tíkina! Það er bara málið. Af hverju erum við að hlífa henni? Ég er að verða brjálaður! Af hverju erum við að hlífa henni?“ Stundin segir Sigmund Davíð í framhaldinu segjast sammála. „Ég get algjörlega sjálfum mér um kennt,“ segir Sigmundur og vísar þar væntanlega til þess þegar Lilja var skipuð utanríkisráðherra að hugmynd hans árið 2016 eftir að Panamaskjölin komu fram og Sigmundur þurfti að segja af sér embætti forsætisráðherra. „Ég er búinn að láta þessa konu yrða á mig aftur og aftur,“ segir Sigmundur Davíð. Lilja er stödd er í Osló þar sem hún sækir hátíðarsamkomu í Óslóarháskóla sem haldin er í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslands. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fleiri fréttir POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Sjá meira
Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir að yfirlýsingar þingmanna Miðflokksins séu óafsakanlegar. Hún segir að trúnaðarbrestur hafi átt sér stað milli þeirra, þings og þjóðar. Þetta kemur fram í færslu sem Lilja birti á Facebook-síðu sinni í kvöld þar sem hún vísar í upptökur af umræðum fjögurra þingmanna Miðflokksins á hótelbar fyrr í mánuðinum. „Það orðfæri og sleggjudómar sem orðið hafa tilefni fréttaskrifa í dag lýsa vanmætti, ótta og úreltum viðhorfum,“ segir Lilja í færslu sinni. Á upptökunum mátti heyra Gunnar Braga Sveinsson, þingflokksformann Miðflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, kallaði Lilju „helvítis tík“. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Miðflokksins, sagði henni ekki vera treystandi. Þá mátti heyra Bergþór Ólason enga konu hafa teymt sig eins lengi á asnaeyrum sem hann hafi „ekki fengið að ríða“.Hefði hringt í sumar Þeir Gunnar Bragi og Sigmundur Davíð störfuðu báðir með Lilju í Framsóknarflokknum á sínum tíma. Eftir birtingu Panamaskjalanna og afsögn Sigmundar Davíðs var Lilja gerð að utanríkisráðherra í stjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. „Ef að Lilja hefði einhvern áhuga á að tengjast við okkur þá hefði hún hringt í sumar,“ segir Gunnar Bragi á upptökunni. „Auðvitað“ og „alveg augljóst“ svara Sigmundur Davíð og Bergþór. Í upptökunum mátti einnig heyra Gunnar Braga hrópa: „Henni er bara fokking sama um hvað við erum að gera. Hjólum í helvítis tíkina! Það er bara málið. Af hverju erum við að hlífa henni? Ég er að verða brjálaður! Af hverju erum við að hlífa henni?“ Stundin segir Sigmund Davíð í framhaldinu segjast sammála. „Ég get algjörlega sjálfum mér um kennt,“ segir Sigmundur og vísar þar væntanlega til þess þegar Lilja var skipuð utanríkisráðherra að hugmynd hans árið 2016 eftir að Panamaskjölin komu fram og Sigmundur þurfti að segja af sér embætti forsætisráðherra. „Ég er búinn að láta þessa konu yrða á mig aftur og aftur,“ segir Sigmundur Davíð. Lilja er stödd er í Osló þar sem hún sækir hátíðarsamkomu í Óslóarháskóla sem haldin er í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslands.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fleiri fréttir POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Sjá meira