Vandi sem grefur undan öryggi fólks á vinnumarkaði Elísabet Inga Sigurðardóttir og Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifa 10. nóvember 2018 12:30 Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri stéttarfélagsins Eflingar Vísir/Stöð 2 Efling stendur fyrir fundi um erfiðleika sem verktakar og lausavinnufólk mætir í tengihagkerfinu. Framkvæmdastjóri Eflingar segir að óstöðugleiki slíks hóps sé vaxandi vandi sem nauðsynlegt er að taka á, með tilliti til samninga lausavinnufólks. Miklar breytingar hafa orðið á atvinnuháttum víða, sérstaklega hvað varðar stöðugleika vinnu en margt fólk býr við tímabundnar lausráðningar. Slíkt vinnuafl fellur oft utan stéttarfélaga þar sem ekki er um launþega að ræða í hefðbundnum skilningi. „Ég held að þetta sé áskorun sem verkalýðsfélög þurfa að fara að huga meira að því þetta hefur færst gríðarlega í vöxt á síðustu árum og áratugum, svokölluð íhlaupavinna af þessu tagi. Við sjáum þetta í ýmsum geirum t.d. í byggingariðnaðinum þar sem að menn eru verktakar hver hjá öðrum og er þá jafnvel um að ræða svokallaða „gerviverktöku.“ Þetta er fyrirkomulag sem getur komið niður á réttindum og lífsgæðum verkafólks þannig að við viljum vera vakandi fyrir þessu og læra af því sem vel hefur verið gert í þessum málum erlendis,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. Hann segir að um vaxandi vanda sé að ræða sem komi atvinnurekendum vel en starfsfólki illa. „Þetta getur hentað atvinnurekendum betur, að borga launafólki verktakalaun án þess að greiða þeim að fullu launatengdan kostnað sem fellur á launamanninn. Þetta er oft gert á þeim forsendum að slíkt fyrirkomulag sé sveigjanlegt, heppilegt og hentugt en á endanum er þetta eitthvað sem grefur undan stöðugleika og öryggi fólks á vinnumarkaði því miður,“ segir Viðar. Fundurinn hefst klukkan 14.30 í Gerðubergi og er hann opinn öllum. Kjaramál Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Sjá meira
Efling stendur fyrir fundi um erfiðleika sem verktakar og lausavinnufólk mætir í tengihagkerfinu. Framkvæmdastjóri Eflingar segir að óstöðugleiki slíks hóps sé vaxandi vandi sem nauðsynlegt er að taka á, með tilliti til samninga lausavinnufólks. Miklar breytingar hafa orðið á atvinnuháttum víða, sérstaklega hvað varðar stöðugleika vinnu en margt fólk býr við tímabundnar lausráðningar. Slíkt vinnuafl fellur oft utan stéttarfélaga þar sem ekki er um launþega að ræða í hefðbundnum skilningi. „Ég held að þetta sé áskorun sem verkalýðsfélög þurfa að fara að huga meira að því þetta hefur færst gríðarlega í vöxt á síðustu árum og áratugum, svokölluð íhlaupavinna af þessu tagi. Við sjáum þetta í ýmsum geirum t.d. í byggingariðnaðinum þar sem að menn eru verktakar hver hjá öðrum og er þá jafnvel um að ræða svokallaða „gerviverktöku.“ Þetta er fyrirkomulag sem getur komið niður á réttindum og lífsgæðum verkafólks þannig að við viljum vera vakandi fyrir þessu og læra af því sem vel hefur verið gert í þessum málum erlendis,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. Hann segir að um vaxandi vanda sé að ræða sem komi atvinnurekendum vel en starfsfólki illa. „Þetta getur hentað atvinnurekendum betur, að borga launafólki verktakalaun án þess að greiða þeim að fullu launatengdan kostnað sem fellur á launamanninn. Þetta er oft gert á þeim forsendum að slíkt fyrirkomulag sé sveigjanlegt, heppilegt og hentugt en á endanum er þetta eitthvað sem grefur undan stöðugleika og öryggi fólks á vinnumarkaði því miður,“ segir Viðar. Fundurinn hefst klukkan 14.30 í Gerðubergi og er hann opinn öllum.
Kjaramál Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Sjá meira