Ræddu um að drepa aðra óvini ári áður en Khashoggi var myrtur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. nóvember 2018 13:30 Krónprinsinn í Sádi-Arabíu kveðst ekkert vita um morðið á Khashoggi. vísir/epa Menn sem starfa í leyniþjónustu Sádi-Arabíu og eru nánir krónprinsinum Mohammed bin Salman ræddu um það á síðasta ári hvernig þeir gætu komið því í kring að myrða íranska óvini sádi-arabíska ríkisins. Spurðu þeir nokkra kaupsýslumenn hvort ekki væri hægt að nota einkafyrirtæki sem starfa í leyniþjónustu til verksins að því er fram kemur í frétt New York Times sem rætt hefur við þrjá einstaklinga sem þekkja til málsins. Sádarnir spurðust fyrir um á þeim tíma þegar prinsinn bin Salman, sem þá var varnarmálaráðherra, var að auka völd sín og skipa ráðgjöfum sínum að efla aðgerðir hers og leyniþjónustu utan Sádi-Arabíu. Þessar umræður við kaupsýslumennina um morð á óvinum ríkisins, sem áttu sér stað ári áður en blaðamaðurinn Jamal Khashoggi var myrtur á ræðisskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl, gefa til kynna að háttsettir embættismenn innan sádi-arabíska stjórnkerfisins hafa verið að íhuga morð allt frá því að bin Salman komst til valda.Ræddu að myrða yfirmann Quds-sérsveita Írana Yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa sagt að morðið á Khashoggi hafi verið mistök. Það hafi verið fyrirskipað af embættismanni sem í kjölfarið hafi verið rekinn. Þessi sami embættismaður, herforinginn Ahmed al-Assiri, var viðstaddur fund í mars 2017 í borginni Riyadh þar sem kaupsýslumennirnir kynntu áætlun að andvirði tveggja billjóna Bandaríkjadala um hvernig hægt væri að nota leyniþjónustumenn á vegum einkafyrirtækja til þess að koma á höggi á íranskt efnahagslíf. Í kjölfarið var rætt um það á öðrum fundum hvort hægt væri að myrða Qassim Suleimani, yfirmanns Quds-sérsveitanna, en hann er talinn svarinn óvinur Sádi-Arabíu.Sjá einnig:Dularfulla morðið á Jamal Khashoggi Áður en Assiri var rekinn fyrir að hafa skipulagt morðið á Khashoggi, að því er sádi-arabísk yfirvöld vilja meina, var hann einn nánasti samstarfsmaður krónprinsins bin Salman. Náin tengsl hans við krónprinsins þykja ýta undir tilgátur vestrænna leyniþjónusta sem telja að bin Salman hljóti að hafa vitað af því að drepa ætti Khashoggi. Yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa hins vegar þvertekið fyrir það að prinsinn hafi vitað eitthvað um morðið. Búist er við því að utanríkisráðherra Bretlands, Jeremy Hunt, muni krefjast þess að bin Salman sýni meiri samstarfsvilja við tyrknesk yfirvöld sem fara með rannsóknina á morði Khashoggi. Fundur þeirr Hunt og bin Salman verður fyrsti fundur krónprinsins með leiðtoga frá Vesturlöndum eftir morðið. Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Sádar segjast ætla að ákæra vegna morðsins á Khashoggi Konungur Sádi-Arabíu er sagður hafa skipað fyrir um rannsókn og ákærur vegna morðsins á blaðamanninum. 5. nóvember 2018 09:10 Tyrkir segja lík Khashoggi hafa verið „leyst upp“ Talsmaður Receps Tayyip Erdoğan Tyrklandsforseta segir að lík sádi-arabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi hafi verið "leyst upp“ eftir að Khashoggi var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl fyrir mánuði síðan og lík hans bútað niður. 2. nóvember 2018 17:38 Tyrkir hafa deilt upptökum sem tengjast morðinu á Khashoggi Tyrkir hafa deilt myndböndum sem tengjast morðinu á Jamal Khashoggi með Bandaríkjunum, Bretlandi, Sádi Arabíu og fleirum. Forseti Tyrklands Recep Tayyip Erdogan ítrekaði það sem hann hefur fullyrt að Sádi Arabar vita hvert hafi myrt Khashoggi. 10. nóvember 2018 15:57 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Menn sem starfa í leyniþjónustu Sádi-Arabíu og eru nánir krónprinsinum Mohammed bin Salman ræddu um það á síðasta ári hvernig þeir gætu komið því í kring að myrða íranska óvini sádi-arabíska ríkisins. Spurðu þeir nokkra kaupsýslumenn hvort ekki væri hægt að nota einkafyrirtæki sem starfa í leyniþjónustu til verksins að því er fram kemur í frétt New York Times sem rætt hefur við þrjá einstaklinga sem þekkja til málsins. Sádarnir spurðust fyrir um á þeim tíma þegar prinsinn bin Salman, sem þá var varnarmálaráðherra, var að auka völd sín og skipa ráðgjöfum sínum að efla aðgerðir hers og leyniþjónustu utan Sádi-Arabíu. Þessar umræður við kaupsýslumennina um morð á óvinum ríkisins, sem áttu sér stað ári áður en blaðamaðurinn Jamal Khashoggi var myrtur á ræðisskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl, gefa til kynna að háttsettir embættismenn innan sádi-arabíska stjórnkerfisins hafa verið að íhuga morð allt frá því að bin Salman komst til valda.Ræddu að myrða yfirmann Quds-sérsveita Írana Yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa sagt að morðið á Khashoggi hafi verið mistök. Það hafi verið fyrirskipað af embættismanni sem í kjölfarið hafi verið rekinn. Þessi sami embættismaður, herforinginn Ahmed al-Assiri, var viðstaddur fund í mars 2017 í borginni Riyadh þar sem kaupsýslumennirnir kynntu áætlun að andvirði tveggja billjóna Bandaríkjadala um hvernig hægt væri að nota leyniþjónustumenn á vegum einkafyrirtækja til þess að koma á höggi á íranskt efnahagslíf. Í kjölfarið var rætt um það á öðrum fundum hvort hægt væri að myrða Qassim Suleimani, yfirmanns Quds-sérsveitanna, en hann er talinn svarinn óvinur Sádi-Arabíu.Sjá einnig:Dularfulla morðið á Jamal Khashoggi Áður en Assiri var rekinn fyrir að hafa skipulagt morðið á Khashoggi, að því er sádi-arabísk yfirvöld vilja meina, var hann einn nánasti samstarfsmaður krónprinsins bin Salman. Náin tengsl hans við krónprinsins þykja ýta undir tilgátur vestrænna leyniþjónusta sem telja að bin Salman hljóti að hafa vitað af því að drepa ætti Khashoggi. Yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa hins vegar þvertekið fyrir það að prinsinn hafi vitað eitthvað um morðið. Búist er við því að utanríkisráðherra Bretlands, Jeremy Hunt, muni krefjast þess að bin Salman sýni meiri samstarfsvilja við tyrknesk yfirvöld sem fara með rannsóknina á morði Khashoggi. Fundur þeirr Hunt og bin Salman verður fyrsti fundur krónprinsins með leiðtoga frá Vesturlöndum eftir morðið.
Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Sádar segjast ætla að ákæra vegna morðsins á Khashoggi Konungur Sádi-Arabíu er sagður hafa skipað fyrir um rannsókn og ákærur vegna morðsins á blaðamanninum. 5. nóvember 2018 09:10 Tyrkir segja lík Khashoggi hafa verið „leyst upp“ Talsmaður Receps Tayyip Erdoğan Tyrklandsforseta segir að lík sádi-arabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi hafi verið "leyst upp“ eftir að Khashoggi var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl fyrir mánuði síðan og lík hans bútað niður. 2. nóvember 2018 17:38 Tyrkir hafa deilt upptökum sem tengjast morðinu á Khashoggi Tyrkir hafa deilt myndböndum sem tengjast morðinu á Jamal Khashoggi með Bandaríkjunum, Bretlandi, Sádi Arabíu og fleirum. Forseti Tyrklands Recep Tayyip Erdogan ítrekaði það sem hann hefur fullyrt að Sádi Arabar vita hvert hafi myrt Khashoggi. 10. nóvember 2018 15:57 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Sádar segjast ætla að ákæra vegna morðsins á Khashoggi Konungur Sádi-Arabíu er sagður hafa skipað fyrir um rannsókn og ákærur vegna morðsins á blaðamanninum. 5. nóvember 2018 09:10
Tyrkir segja lík Khashoggi hafa verið „leyst upp“ Talsmaður Receps Tayyip Erdoğan Tyrklandsforseta segir að lík sádi-arabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi hafi verið "leyst upp“ eftir að Khashoggi var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl fyrir mánuði síðan og lík hans bútað niður. 2. nóvember 2018 17:38
Tyrkir hafa deilt upptökum sem tengjast morðinu á Khashoggi Tyrkir hafa deilt myndböndum sem tengjast morðinu á Jamal Khashoggi með Bandaríkjunum, Bretlandi, Sádi Arabíu og fleirum. Forseti Tyrklands Recep Tayyip Erdogan ítrekaði það sem hann hefur fullyrt að Sádi Arabar vita hvert hafi myrt Khashoggi. 10. nóvember 2018 15:57