Svaraði því ekki hvort að einkaaðilar fái að gera liðskiptiaðgerðir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. nóvember 2018 15:53 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, sat fyrir svörum á þingi í dag. vísir/vilhelm Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, svaraði því ekki hvort að einkaaðilar fái að koma að liðskiptiaðgerðum hér á landi í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, spurði ráðherrann út í biðlista eftir aðgerðum á heilbrigðisstofnunum og vitnaði í tölur sem hann hafði fengið frá landlækni þess efnis. Þannig væru 2300 manns að bíða eftir ýmsum aðgerðum og þar af væru 1200 sem hefðu beðið lengur en í þrjá mánuði. Þá hefðu alls 700 manns beðið lengur en þrjá mánuði eftir því að komast í liðskiptiaðgerð.Sjá einnig:Alls bíða 658 eftir aðgerð meðan aðrir fara út á kostnað ríkisins Þorsteinn spurði ráðherrann meðal annars hvaða tillögur hún hefði til að stytta biðlistana við aðra umræðu fjárlaga. Svaraði Svandís því til að um áramót lyki sérstöku átaksverkefni sem var sérstaklega ætlað að styta biðlista. Það væri hins vegar svo að í fjárlögum næsta árs væri sú upphæð, alls 900 milljónir króna, fest sérstaklega í ramma fjárlaga. Þorsteinn hafði bent á að hægt væri að gera liðskiptiaðgerðir á einkastofum svo stytta mætti biðlistana og lina þannig þjáningar fólks. Í seinni fyrirspurn sinni spurði þingmaðurinn ráðherra hvort til stæði að hleypa einkaaðilum að borðinu í liðskiptiaðgerðum. Ráðherrann kom í pontu en svaraði ekki spurningu þingmannsins um einkaaðila og liðskiptiaðgerðir. „Það er talið, miðað við samanburðarlöndin sem við erum að jafnaði að bera okkur saman við, að varðandi augnsteinaaðgerðir og aðrar þær aðgerðir sem háttvirtur þingmaður nefnir, utan liðskiptiaðgerðir, að þá séum við búin að ná ásættanlegum árangri samanborið við löndin í kringum okkur,“ sagði Svandís. Þorsteinn hafði meðal annars sagt í ræðu sinni að þúsund manns væru á biðlista eftir augnsteinaaðgerð og að þúsund manns biðu eftir að komast á Reykjalund. Alþingi Tengdar fréttir Telur greiðslu á aðgerðum erlendis illa meðferð skattfjár Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir að það sé ekki góð nýting á fjármunum að senda sjúklinga til útlanda í aðgerðir á kostnað skattgreiðenda þótt þeir eigi rétt á því samkvæmt Evróputilskipun um bið eftir aðgerðum. 11. maí 2017 18:30 Fer með sjúklingana til Svíþjóðar vegna skorts á samningi en ríkið borgar Hópur Íslendinga fór í dag á vegum Klíníkurinnar í liðskiptiaðgerðir á einkasjúkrahúsi í Svíþjóð. Allur kostnaður vegna aðgerðanna verður greiddur af Sjúkratryggingum Íslands en stofnunin var ekki tilbúin að greiða fyrir nákvæmlega sömu aðgerð hér á landi hjá Klíníkinni í Ármúla. Dæmi um hvað kerfið er öfugsnúið, að sögn læknis sem framkvæmdi aðgerðirnar. 9. maí 2017 18:04 Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Innlent Fleiri fréttir Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, svaraði því ekki hvort að einkaaðilar fái að koma að liðskiptiaðgerðum hér á landi í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, spurði ráðherrann út í biðlista eftir aðgerðum á heilbrigðisstofnunum og vitnaði í tölur sem hann hafði fengið frá landlækni þess efnis. Þannig væru 2300 manns að bíða eftir ýmsum aðgerðum og þar af væru 1200 sem hefðu beðið lengur en í þrjá mánuði. Þá hefðu alls 700 manns beðið lengur en þrjá mánuði eftir því að komast í liðskiptiaðgerð.Sjá einnig:Alls bíða 658 eftir aðgerð meðan aðrir fara út á kostnað ríkisins Þorsteinn spurði ráðherrann meðal annars hvaða tillögur hún hefði til að stytta biðlistana við aðra umræðu fjárlaga. Svaraði Svandís því til að um áramót lyki sérstöku átaksverkefni sem var sérstaklega ætlað að styta biðlista. Það væri hins vegar svo að í fjárlögum næsta árs væri sú upphæð, alls 900 milljónir króna, fest sérstaklega í ramma fjárlaga. Þorsteinn hafði bent á að hægt væri að gera liðskiptiaðgerðir á einkastofum svo stytta mætti biðlistana og lina þannig þjáningar fólks. Í seinni fyrirspurn sinni spurði þingmaðurinn ráðherra hvort til stæði að hleypa einkaaðilum að borðinu í liðskiptiaðgerðum. Ráðherrann kom í pontu en svaraði ekki spurningu þingmannsins um einkaaðila og liðskiptiaðgerðir. „Það er talið, miðað við samanburðarlöndin sem við erum að jafnaði að bera okkur saman við, að varðandi augnsteinaaðgerðir og aðrar þær aðgerðir sem háttvirtur þingmaður nefnir, utan liðskiptiaðgerðir, að þá séum við búin að ná ásættanlegum árangri samanborið við löndin í kringum okkur,“ sagði Svandís. Þorsteinn hafði meðal annars sagt í ræðu sinni að þúsund manns væru á biðlista eftir augnsteinaaðgerð og að þúsund manns biðu eftir að komast á Reykjalund.
Alþingi Tengdar fréttir Telur greiðslu á aðgerðum erlendis illa meðferð skattfjár Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir að það sé ekki góð nýting á fjármunum að senda sjúklinga til útlanda í aðgerðir á kostnað skattgreiðenda þótt þeir eigi rétt á því samkvæmt Evróputilskipun um bið eftir aðgerðum. 11. maí 2017 18:30 Fer með sjúklingana til Svíþjóðar vegna skorts á samningi en ríkið borgar Hópur Íslendinga fór í dag á vegum Klíníkurinnar í liðskiptiaðgerðir á einkasjúkrahúsi í Svíþjóð. Allur kostnaður vegna aðgerðanna verður greiddur af Sjúkratryggingum Íslands en stofnunin var ekki tilbúin að greiða fyrir nákvæmlega sömu aðgerð hér á landi hjá Klíníkinni í Ármúla. Dæmi um hvað kerfið er öfugsnúið, að sögn læknis sem framkvæmdi aðgerðirnar. 9. maí 2017 18:04 Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Innlent Fleiri fréttir Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Sjá meira
Telur greiðslu á aðgerðum erlendis illa meðferð skattfjár Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir að það sé ekki góð nýting á fjármunum að senda sjúklinga til útlanda í aðgerðir á kostnað skattgreiðenda þótt þeir eigi rétt á því samkvæmt Evróputilskipun um bið eftir aðgerðum. 11. maí 2017 18:30
Fer með sjúklingana til Svíþjóðar vegna skorts á samningi en ríkið borgar Hópur Íslendinga fór í dag á vegum Klíníkurinnar í liðskiptiaðgerðir á einkasjúkrahúsi í Svíþjóð. Allur kostnaður vegna aðgerðanna verður greiddur af Sjúkratryggingum Íslands en stofnunin var ekki tilbúin að greiða fyrir nákvæmlega sömu aðgerð hér á landi hjá Klíníkinni í Ármúla. Dæmi um hvað kerfið er öfugsnúið, að sögn læknis sem framkvæmdi aðgerðirnar. 9. maí 2017 18:04