Íhuga stefnu vegna afgreiðslu kjararáðs Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. nóvember 2018 06:00 Kjararáð var lagt niður þegar júní rann sitt skeið. Fréttablaðið/stefán Ekki eru öll kurl komin til grafar vegna lokaákvörðunar kjararáðs. Forstöðumenn funduðu í liðinni viku og veltu upp möguleikum sínum. Félag forstöðumanna ríkisstofnana (FFR) hefur nú til skoðunar hvort höfða skuli dómsmál á hendur ríkinu vegna lokaákvörðunar kjararáðs. Nokkrir félagsmenn telja að erindum þeirra hafi ekki verið svarað og þeir hafi hlotið af tjón vegna afgreiðslu ráðsins. Kjararáð var lagt niður þegar júní rann sitt skeið. Lokaverk ráðsins var að ákvarða laun tæplega 50 forstöðumanna ríkisstofnana. Óánægju gætir meðal forstjóranna vegna stjórnsýsluhátta sem stjórnvaldið viðhafði við sína síðustu ákvörðun. „Það er auðvitað mikil óánægja meðal þeirra sem töldu sig bera skarðan hlut frá borði. Erindum, sem sum hver voru gömul, var ekki svarað eða þeim vísað frá,“ segir Gissur Pétursson, formaður FFR.Gissur Pétursson, formaður FFR.vísir/vilhelmFélagsfundur fór fram í liðinni viku þar sem viðskilnaðurinn við kjararáð var til umræðu. Meðal annars var rætt hvort leita skyldi til umboðsmanns Alþingis vegna málsins eða hvort rétt væri að fara með málið fyrir dóm. „Það er spurning hvort umboðsmaður Alþingis geti yfirhöfuð tekið á málinu þar sem kjararáð hefur verið lagt niður. Það eru ýmsir fletir á þessu sem eru óþægilega óskýrir. Í hópi okkar eru margir löglærðir menn sem vilja hafa hlutina klára og kvitta og geta illa sætt sig við að það sé gengið frá þessu máli svona eins og var gert,“ segir Gissur. Enn liggur ekki fyrir hve marga kjararáð virti ekki svars en Gissur segir að það sé „drjúgur hópur“ sem telji sig hafa orðið fyrir tjóni vegna þessarar málsmeðferðar. Sú leið hafi meðal annars verið rædd að einn forstöðumaður höfði dómsmál, með stuðningi FFR, til að fá úr því skorið. „Það eru forstöðumenn sem sjá ekki aðra leið færa en að fara með málið til dómstóla. Það er mikið vafamál hvort þessi málsmeðferð sé í takti við málsmeðferðarreglur stjórnsýslunnar og mögulega voru þær brotnar,“ segir Gissur. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira
Ekki eru öll kurl komin til grafar vegna lokaákvörðunar kjararáðs. Forstöðumenn funduðu í liðinni viku og veltu upp möguleikum sínum. Félag forstöðumanna ríkisstofnana (FFR) hefur nú til skoðunar hvort höfða skuli dómsmál á hendur ríkinu vegna lokaákvörðunar kjararáðs. Nokkrir félagsmenn telja að erindum þeirra hafi ekki verið svarað og þeir hafi hlotið af tjón vegna afgreiðslu ráðsins. Kjararáð var lagt niður þegar júní rann sitt skeið. Lokaverk ráðsins var að ákvarða laun tæplega 50 forstöðumanna ríkisstofnana. Óánægju gætir meðal forstjóranna vegna stjórnsýsluhátta sem stjórnvaldið viðhafði við sína síðustu ákvörðun. „Það er auðvitað mikil óánægja meðal þeirra sem töldu sig bera skarðan hlut frá borði. Erindum, sem sum hver voru gömul, var ekki svarað eða þeim vísað frá,“ segir Gissur Pétursson, formaður FFR.Gissur Pétursson, formaður FFR.vísir/vilhelmFélagsfundur fór fram í liðinni viku þar sem viðskilnaðurinn við kjararáð var til umræðu. Meðal annars var rætt hvort leita skyldi til umboðsmanns Alþingis vegna málsins eða hvort rétt væri að fara með málið fyrir dóm. „Það er spurning hvort umboðsmaður Alþingis geti yfirhöfuð tekið á málinu þar sem kjararáð hefur verið lagt niður. Það eru ýmsir fletir á þessu sem eru óþægilega óskýrir. Í hópi okkar eru margir löglærðir menn sem vilja hafa hlutina klára og kvitta og geta illa sætt sig við að það sé gengið frá þessu máli svona eins og var gert,“ segir Gissur. Enn liggur ekki fyrir hve marga kjararáð virti ekki svars en Gissur segir að það sé „drjúgur hópur“ sem telji sig hafa orðið fyrir tjóni vegna þessarar málsmeðferðar. Sú leið hafi meðal annars verið rædd að einn forstöðumaður höfði dómsmál, með stuðningi FFR, til að fá úr því skorið. „Það eru forstöðumenn sem sjá ekki aðra leið færa en að fara með málið til dómstóla. Það er mikið vafamál hvort þessi málsmeðferð sé í takti við málsmeðferðarreglur stjórnsýslunnar og mögulega voru þær brotnar,“ segir Gissur.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira