Jafnvægið Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 13. nóvember 2018 07:00 Það er engum blöðum um það að fletta að árið 2018 hefur verið – hingað til að minnsta kosti – sögulegt ár í loftslagsmálum. Sögulegir kjarr- og skógareldar í Evrópu, Norður- Ameríku og Asíu; mannskæðar hitabylgjur beggja vegna Atlantsála, snjókoma í Saharaeyðimörkinni og frosnar græneðlur í Flórída. Allt eru þetta dæmi um þá öfgakenndu veðráttu sem verður æ algengari á tímum loftslagsbreytinga af mannavöldum. Á undanförnum mánuðum höfum við jafnframt fengið ítrekaðar áminningar um þann veruleika sem afkomendur okkar munu fá í vöggugjöf takist okkur ekki að stemma stigu við þessum breytingum. Nýleg skýrsla á vegum Alþjóðlega náttúruverndarsjóðsins sýnir fram á það hvernig athafnir mannsins hafa leitt til 60 prósenta fækkunar einstaklinga í fylkingu hryggdýra síðan árið 1970. Þessar og sannarlega fleiri breytingar á líffræðilegum fjölbreytileika náttúrunnar hafa átt sér stað á því sem nemur augnabliki í þróunarsögu Jarðarinnar. Ekkert af þessu eru óvænt tíðindi. Í megindráttum eru áhrifin af gegndarlausri losun okkur á gróðurhúsalofttegundum kunn og hafa verið það áratugum saman. Önnur og ekki síðri ábending um að í óefni stefni birtist á dögunum í skýrslu Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC). Sú skýrsla, sem í raun má kalla miður uppörvandi sjúkdómsgreiningu fyrir plánetuna, varpar ljósi á það að hnattræn hlýnun stefnir að óbreyttu í að hækka umfram metnaðarfyllri markmið Parísarsamkomulagsins um 1,5 gráður. Verkefni loftslagsbreytinga og losunar gróðurhúsalofttegunda eru risavaxin. Fyrir einstaklinginn eru þau yfirþyrmandi og virðast jafnvel óyfirstíganleg. Og það er ekki óeðlilegt viðhorf, enda mun einstaklingurinn aldrei verða hinn endanlegi áhrifavaldur í baráttunni við loftslagsbreytingar. Engu að síður er það alla jafna einstaklingurinn sem er látinn axla ábyrgðina, en ekki fyrirtækin sem sannarlega bera hina raunverulegu ábyrgð. Á meðan almenningur hefur lagt sitt af mörkum og tekið skynsamlegri og umhverfisvænni ákvarðanir í tengslum við lífsstíl sinn og venjur, þá hefur ekkert lát verið á notkun kola hér á landi við framleiðslu málma. Í raun hefur útblástur gróðurhúsalofttegunda í Evrópu aukist á þessu ári, á sama tíma og afleiðingar loftslagsbreytinga raungerast fyrir framan nefið á okkur. Loftslagsbreytingar verða ekki endalok alls. Jörðin mun spjara sig, eins og hún hefur ávallt gert. En það er vafasamt að gleyma því viðkvæma jafnvægi sem myndað hefur kjöraðstæður fyrir mannkyn að dafna síðustu árþúsund. Það jafnvægi – sú stjarnfræðilega hending í raun – er hvorki sjálfsagt né varanlegt fyrirbæri. Krafa okkar til yfirvalda og stórfyrirtækja, lögð fram í nafni afkomenda okkar, um tafarlausar og róttækar aðgerðir ætti að byggja á þeirri ógn sem steðjar að þessu jafnvægi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun Viljum við frjálshyggju? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Af hverju að kjósa Viðreisn - C fyrir frelsi og frið Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Fleiri læk – betra skap Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf undir forystu Sjálfstæðisflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Wybory islandzkie i sprawy polskie Maksymilian Haraldur Frach skrifar Skoðun Grasrótin í brennidepli undir forystu Ásmundar Einars Ólafur Magnússon skrifar Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun 108 ár – hverjum treystir þú? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Róluvallaráðherra Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hveitipoki á fjörutíu þúsund Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Tími til að endurvekja frelsið Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Einkaframtakið í sinni fegurstu mynd Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Viðreisn vakti hjá mér von Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvernig metum við listir og menningu? Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Ef þú vilt breytingar - kjóstu þá flokk sem tryggir breytingar Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir,Sverrir Bergmann,Arna Ír Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fóturinn tekinn af vegna tannpínu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Á ábyrgð okkar allra Grímur Grímsson skrifar Skoðun „Þú ert þjóðinni til skammar að spyrja þessara spurninga“ Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Hin íslenska láglaunastefna Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Mikilvægasta kosningamálið Hrafnkell Guðnason skrifar Sjá meira
Það er engum blöðum um það að fletta að árið 2018 hefur verið – hingað til að minnsta kosti – sögulegt ár í loftslagsmálum. Sögulegir kjarr- og skógareldar í Evrópu, Norður- Ameríku og Asíu; mannskæðar hitabylgjur beggja vegna Atlantsála, snjókoma í Saharaeyðimörkinni og frosnar græneðlur í Flórída. Allt eru þetta dæmi um þá öfgakenndu veðráttu sem verður æ algengari á tímum loftslagsbreytinga af mannavöldum. Á undanförnum mánuðum höfum við jafnframt fengið ítrekaðar áminningar um þann veruleika sem afkomendur okkar munu fá í vöggugjöf takist okkur ekki að stemma stigu við þessum breytingum. Nýleg skýrsla á vegum Alþjóðlega náttúruverndarsjóðsins sýnir fram á það hvernig athafnir mannsins hafa leitt til 60 prósenta fækkunar einstaklinga í fylkingu hryggdýra síðan árið 1970. Þessar og sannarlega fleiri breytingar á líffræðilegum fjölbreytileika náttúrunnar hafa átt sér stað á því sem nemur augnabliki í þróunarsögu Jarðarinnar. Ekkert af þessu eru óvænt tíðindi. Í megindráttum eru áhrifin af gegndarlausri losun okkur á gróðurhúsalofttegundum kunn og hafa verið það áratugum saman. Önnur og ekki síðri ábending um að í óefni stefni birtist á dögunum í skýrslu Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC). Sú skýrsla, sem í raun má kalla miður uppörvandi sjúkdómsgreiningu fyrir plánetuna, varpar ljósi á það að hnattræn hlýnun stefnir að óbreyttu í að hækka umfram metnaðarfyllri markmið Parísarsamkomulagsins um 1,5 gráður. Verkefni loftslagsbreytinga og losunar gróðurhúsalofttegunda eru risavaxin. Fyrir einstaklinginn eru þau yfirþyrmandi og virðast jafnvel óyfirstíganleg. Og það er ekki óeðlilegt viðhorf, enda mun einstaklingurinn aldrei verða hinn endanlegi áhrifavaldur í baráttunni við loftslagsbreytingar. Engu að síður er það alla jafna einstaklingurinn sem er látinn axla ábyrgðina, en ekki fyrirtækin sem sannarlega bera hina raunverulegu ábyrgð. Á meðan almenningur hefur lagt sitt af mörkum og tekið skynsamlegri og umhverfisvænni ákvarðanir í tengslum við lífsstíl sinn og venjur, þá hefur ekkert lát verið á notkun kola hér á landi við framleiðslu málma. Í raun hefur útblástur gróðurhúsalofttegunda í Evrópu aukist á þessu ári, á sama tíma og afleiðingar loftslagsbreytinga raungerast fyrir framan nefið á okkur. Loftslagsbreytingar verða ekki endalok alls. Jörðin mun spjara sig, eins og hún hefur ávallt gert. En það er vafasamt að gleyma því viðkvæma jafnvægi sem myndað hefur kjöraðstæður fyrir mannkyn að dafna síðustu árþúsund. Það jafnvægi – sú stjarnfræðilega hending í raun – er hvorki sjálfsagt né varanlegt fyrirbæri. Krafa okkar til yfirvalda og stórfyrirtækja, lögð fram í nafni afkomenda okkar, um tafarlausar og róttækar aðgerðir ætti að byggja á þeirri ógn sem steðjar að þessu jafnvægi.
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Ef þú vilt breytingar - kjóstu þá flokk sem tryggir breytingar Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir,Sverrir Bergmann,Arna Ír Gunnarsdóttir skrifar
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun