Tillögur um að verkið fari til góðgerðarmála hagga ekki ákvörðun Jóns Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. nóvember 2018 11:09 Banksy vakti athygli gesta á skrifstofu Jóns Gnarr. Fréttablaðið/GVA Jón Gnarr segist ekki ætla að láta Banksy-verkið sem hann fékk að gjöf þegar hann var borgarstjóri Reykjavíkur af hendi rakna til góðgerðarmála þar sem slíkt samræmist ekki vilja listamannsins. Þá hyggst hann ekki taka kauptilboðum sem borist hafa í myndina. Málið hefur vakið mikla athygli síðan fyrst var fjallað um það í Fréttablaðinu. Greint var frá því að Jón hefði tekið umrætt Banksy-verk með sér heim eftir að hann lét af störfum sem borgarstjóri en það hafði hangið uppi á skrifstofu borgarstjóra á meðan Jón gegndi embættinu. Fullyrt var að Banksy hefði samþykkt bón Jóns um að gefa honum verk, að því gefnu að það myndi prýða skrifstofu borgarstjóra. Í gær greindi Jón svo frá því að hann hefði ákveðið í samráði við eiginkonu sína, Jógu Jóhannsdóttur, að farga verkinu við fyrsta tækifæri.Góðgerðarmál, borgin og listasöfn samræmist ekki vilja Banksy Jón áréttar þessa ákvörðun sína í nýrri færslu á Facebook sem hann birti í dag. Hann þakkar fyrir góðar kveðjur sem hann hefur fengið vegna myndarinnar. Þá gerir hann ráð fyrir að myndinni verði fargað seinna í dag eða á morgun þrátt fyrir að upp hafi komið hugmyndir um annað. „Vil ég líka segja að ég sé engan flöt á að gefa hana til uppboðs til góðgerðarmála, því það samræmist ekki vilja listamannsins þeas, að ég skapi leið fyrir fjársterka aðila að eignast verkið,“ segir Jón.Sjá einnig: Sara gefur Jóni Gnarr nýtt verk eftir sig Þá samræmist það líklega heldur ekki vilja Banksy að borgin eða listasöfn fái verkið. „Sumir benda á að ég eigi að láta borgina hafa myndina. Það hefur aldrei verið neinn áhugi frá borginni að eignast myndina. Það samræmist líklega heldur og ekki vilja listamannsins. Það hefur og heldur ekki verið neinn áhugi frá listasöfnum að fá þetta verk hvorki til eignar eða láns eða geymslu eða neitt. Mér hefur heldur aldrei dottið það í hug. Ég veit ekki heldur hvort það samræmist vilja listamannsins.“hmmm? pic.twitter.com/TjNxGnAxhc— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) November 14, 2018 Tekur ekki kauptilboðum Að síðustu segir Jón að í kjölfar „upphlaupsins“ í kringum myndina sé því hreinlegast að farga verkinu. Þá hafi honum jafnframt borist nokkur kauptilboð í myndina en hann hyggst ekki taka neinu þeirra. Því hefur verið haldið fram að Banksy-verkið sé milljóna króna virði, og jafnvel að Jón þyrfti að gefa það upp til skatts. Sjálfur hefur Jón hins vegar vísað því algjörlega á bug að verkið sé svo verðmætt, í raun sé aðeins um að ræða eftirprentun eða plakat sem sé verðlaust og hafi takmarkað gildi fyrir aðra en sig. Banksy og Jón Gnarr Borgarstjórn Tengdar fréttir Borgin hefur engin áform uppi um að kalla eftir Banksy-mynd Jóns Gnarr Umræðan um Banksy-myndina kom illa við skemmtikraftinn. 12. nóvember 2018 12:13 Sara gefur Jóni Gnarr nýtt verk eftir sig Verkið undir miklum áhrifum frá Banksy. 13. nóvember 2018 13:30 Jón Gnarr fargar Banksy-verkinu Gerir það í samráði við eiginkonu sína. 13. nóvember 2018 17:57 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Jón Gnarr segist ekki ætla að láta Banksy-verkið sem hann fékk að gjöf þegar hann var borgarstjóri Reykjavíkur af hendi rakna til góðgerðarmála þar sem slíkt samræmist ekki vilja listamannsins. Þá hyggst hann ekki taka kauptilboðum sem borist hafa í myndina. Málið hefur vakið mikla athygli síðan fyrst var fjallað um það í Fréttablaðinu. Greint var frá því að Jón hefði tekið umrætt Banksy-verk með sér heim eftir að hann lét af störfum sem borgarstjóri en það hafði hangið uppi á skrifstofu borgarstjóra á meðan Jón gegndi embættinu. Fullyrt var að Banksy hefði samþykkt bón Jóns um að gefa honum verk, að því gefnu að það myndi prýða skrifstofu borgarstjóra. Í gær greindi Jón svo frá því að hann hefði ákveðið í samráði við eiginkonu sína, Jógu Jóhannsdóttur, að farga verkinu við fyrsta tækifæri.Góðgerðarmál, borgin og listasöfn samræmist ekki vilja Banksy Jón áréttar þessa ákvörðun sína í nýrri færslu á Facebook sem hann birti í dag. Hann þakkar fyrir góðar kveðjur sem hann hefur fengið vegna myndarinnar. Þá gerir hann ráð fyrir að myndinni verði fargað seinna í dag eða á morgun þrátt fyrir að upp hafi komið hugmyndir um annað. „Vil ég líka segja að ég sé engan flöt á að gefa hana til uppboðs til góðgerðarmála, því það samræmist ekki vilja listamannsins þeas, að ég skapi leið fyrir fjársterka aðila að eignast verkið,“ segir Jón.Sjá einnig: Sara gefur Jóni Gnarr nýtt verk eftir sig Þá samræmist það líklega heldur ekki vilja Banksy að borgin eða listasöfn fái verkið. „Sumir benda á að ég eigi að láta borgina hafa myndina. Það hefur aldrei verið neinn áhugi frá borginni að eignast myndina. Það samræmist líklega heldur og ekki vilja listamannsins. Það hefur og heldur ekki verið neinn áhugi frá listasöfnum að fá þetta verk hvorki til eignar eða láns eða geymslu eða neitt. Mér hefur heldur aldrei dottið það í hug. Ég veit ekki heldur hvort það samræmist vilja listamannsins.“hmmm? pic.twitter.com/TjNxGnAxhc— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) November 14, 2018 Tekur ekki kauptilboðum Að síðustu segir Jón að í kjölfar „upphlaupsins“ í kringum myndina sé því hreinlegast að farga verkinu. Þá hafi honum jafnframt borist nokkur kauptilboð í myndina en hann hyggst ekki taka neinu þeirra. Því hefur verið haldið fram að Banksy-verkið sé milljóna króna virði, og jafnvel að Jón þyrfti að gefa það upp til skatts. Sjálfur hefur Jón hins vegar vísað því algjörlega á bug að verkið sé svo verðmætt, í raun sé aðeins um að ræða eftirprentun eða plakat sem sé verðlaust og hafi takmarkað gildi fyrir aðra en sig.
Banksy og Jón Gnarr Borgarstjórn Tengdar fréttir Borgin hefur engin áform uppi um að kalla eftir Banksy-mynd Jóns Gnarr Umræðan um Banksy-myndina kom illa við skemmtikraftinn. 12. nóvember 2018 12:13 Sara gefur Jóni Gnarr nýtt verk eftir sig Verkið undir miklum áhrifum frá Banksy. 13. nóvember 2018 13:30 Jón Gnarr fargar Banksy-verkinu Gerir það í samráði við eiginkonu sína. 13. nóvember 2018 17:57 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Borgin hefur engin áform uppi um að kalla eftir Banksy-mynd Jóns Gnarr Umræðan um Banksy-myndina kom illa við skemmtikraftinn. 12. nóvember 2018 12:13
Sara gefur Jóni Gnarr nýtt verk eftir sig Verkið undir miklum áhrifum frá Banksy. 13. nóvember 2018 13:30