Viðreisn segir ríkisstjórnina skera fyrst niður í velferðarmálum Heimir Már Pétursson skrifar 14. nóvember 2018 13:45 Þorsteinn Víglundsson. Vísir/vilhelm Fulltrúi Viðreisnar í fjárlaganefnd segir breytingartillögur stjórnarmeirihlutans á fjárlagafrumvarpinu einkennast af niðurskurði til velferðarmála upp á sjö milljarða króna á næsta ári. Þannig eigi að skera niður framlög til að vinda ofan af krónu á móti krónu skerðingum til öryrkja og til að auka kaupmátt þeirra og eldri borgara. Stjórnarmeirihlutinn í fjárlaganefnd birti álit sitt á fjárlagafrumvarpinu á fundi í gær. Willum Þór Þórsson formaður nefndarinnar segir að bregðast hafi þurft við kólnun í hagkerfinu og vaxandi verðbólgu. En á móti aukast tekjur ríkissjóðs á ýmsum sviðum sem vega upp á móti skerðingum ýmissa framlaga þannig að afgangurinn á fjárlögum eykst um 700 milljónir miðað við forsendur fjárlagafrumvarpsins þegar það var lagt fram í september. Þorsteinn Víglundsson fulltrúi Viðreisnar í fjárlaganefnd segir að framlög til velferðarmála séu skorin niður um 7 milljarða. „Það sem einkennir tillögurnar fyrst og fremst er eins og alltaf þegar kreppir aðeins að í þjóðarbúskapnum að þá er skorið niður í velferðarkerfinu okkar og í opinberum framkvæmdum. Þegar kannski árar best til að sinna þeim,“ segir Þorsteinn. Viðreisn hafi ítrekað vara við því að forsendur fjárlagafrumvarpsins væru allt of bjartsýnar. Hagvöxtur yrði ekki eins kröftugur og gert hafi verið ráð fyrir og verðbólguhætta meiri.Framlög til öryrkja skorin niður um 1,1 milljarð Þegar fjárlagafrumvarpið var lagt fram í september var gert ráð fyrir að 4 milljarðar króna færu til að vinda ofan af krónu á móti krónu skerðingum hjá öryrkjum. Í breytingartillögum stjórnarmeirihlutans er gert ráð fyrir að þau framlög lækki um 1,1 milljarð króna. Þorsteinn segir þessa fjóra milljarða hafa verið megin þungan í aðgerðum ríkisstjórnarinnar því í fjármálaáætlun sé ekki gert ráð fyrir neinum framlögum til þessa máls á árinu 2020.„Þannig að ég veit ekki hvað á þá að taka við. Það er líka algerlega forkastanlegt þegar við horfum á að í forsendum fjárlagafrumvarpsins í haust var gert ráð fyrir að öryrkjar og eldri borgarar myndu njóta 0,5 prósenta kaupmáttaraukningar miðað við ætlaða verðbólgu næsta árs. En sú kaupmáttaraukning er tekin í burtu þegar verðbólgan er að aukast samkvæmt spám,“ segir Þorsteinn. Öryrkjar og eldri borgarar haldi því áfram að dragast hægt og bítandi aftur úr kjörum annarra.Framlög til samgöngumála lækkuð um 550 milljónir Þá sé í almennum aðhaldsaðgerðum ríkisstjórnarinnar gert ráð fyrir að skera niður framlög til samgöngumála um 150 milljónir og 400 milljónir í sértækum aðgerðum án þessa að tiltekið sé hvar eigi að skera niður. „Það er alveg ljóst að ríkisstjórnin enga sýn í ríkisfjármálum. Það er engin viðleitni til að grípa til neinna almennra aðhaldsaðgerða í ríkisrekstri. Það er skorðið niður strax í velferðarkerfinu. Á sama tíma er verið að skipta velferðarráðuneytinu upp í tvennt með kostnaði upp á 200 milljónir króna, það er verið að setja 40 milljónir í viðbótarkostnað vegna uppskiptingar á innanríkisráðuneytinu, 400 milljónir króna í niðurgreiðslu á bókaútgáfu og á sama tíma er verið að setja 300 milljónir króna í hönnun á nýju hafrannsóknarskipi og svo mætti áfram telja. Forgangsröðunin er einfaldlega þessi. Velferðarkerfið er skorið niður fyrst og opinberar framkvæmdir þar á eftir,“ segir Þorsteinn Víglundsson. Þá eru framlög til byggingar nýs Landsspítala lækkuð um 2,5 milljarða á næsta ári og verða fimm milljarðar. Stjórnarflokkarnir segja fjárþörfina minni á næsta ári vegna seinkunar framkvæmda þar sem jarðvegsvinna hófst seinna á þessu ári en áætlað var. Þorsteinn dregur þessar skýringar í efa þar sem staðan hafa ekki breyst mikið frá því fjárlagafrumvarpið var lagt fram fyrir tveimur mánuðum. Alþingi Kjaramál Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Fleiri fréttir Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Sjá meira
Fulltrúi Viðreisnar í fjárlaganefnd segir breytingartillögur stjórnarmeirihlutans á fjárlagafrumvarpinu einkennast af niðurskurði til velferðarmála upp á sjö milljarða króna á næsta ári. Þannig eigi að skera niður framlög til að vinda ofan af krónu á móti krónu skerðingum til öryrkja og til að auka kaupmátt þeirra og eldri borgara. Stjórnarmeirihlutinn í fjárlaganefnd birti álit sitt á fjárlagafrumvarpinu á fundi í gær. Willum Þór Þórsson formaður nefndarinnar segir að bregðast hafi þurft við kólnun í hagkerfinu og vaxandi verðbólgu. En á móti aukast tekjur ríkissjóðs á ýmsum sviðum sem vega upp á móti skerðingum ýmissa framlaga þannig að afgangurinn á fjárlögum eykst um 700 milljónir miðað við forsendur fjárlagafrumvarpsins þegar það var lagt fram í september. Þorsteinn Víglundsson fulltrúi Viðreisnar í fjárlaganefnd segir að framlög til velferðarmála séu skorin niður um 7 milljarða. „Það sem einkennir tillögurnar fyrst og fremst er eins og alltaf þegar kreppir aðeins að í þjóðarbúskapnum að þá er skorið niður í velferðarkerfinu okkar og í opinberum framkvæmdum. Þegar kannski árar best til að sinna þeim,“ segir Þorsteinn. Viðreisn hafi ítrekað vara við því að forsendur fjárlagafrumvarpsins væru allt of bjartsýnar. Hagvöxtur yrði ekki eins kröftugur og gert hafi verið ráð fyrir og verðbólguhætta meiri.Framlög til öryrkja skorin niður um 1,1 milljarð Þegar fjárlagafrumvarpið var lagt fram í september var gert ráð fyrir að 4 milljarðar króna færu til að vinda ofan af krónu á móti krónu skerðingum hjá öryrkjum. Í breytingartillögum stjórnarmeirihlutans er gert ráð fyrir að þau framlög lækki um 1,1 milljarð króna. Þorsteinn segir þessa fjóra milljarða hafa verið megin þungan í aðgerðum ríkisstjórnarinnar því í fjármálaáætlun sé ekki gert ráð fyrir neinum framlögum til þessa máls á árinu 2020.„Þannig að ég veit ekki hvað á þá að taka við. Það er líka algerlega forkastanlegt þegar við horfum á að í forsendum fjárlagafrumvarpsins í haust var gert ráð fyrir að öryrkjar og eldri borgarar myndu njóta 0,5 prósenta kaupmáttaraukningar miðað við ætlaða verðbólgu næsta árs. En sú kaupmáttaraukning er tekin í burtu þegar verðbólgan er að aukast samkvæmt spám,“ segir Þorsteinn. Öryrkjar og eldri borgarar haldi því áfram að dragast hægt og bítandi aftur úr kjörum annarra.Framlög til samgöngumála lækkuð um 550 milljónir Þá sé í almennum aðhaldsaðgerðum ríkisstjórnarinnar gert ráð fyrir að skera niður framlög til samgöngumála um 150 milljónir og 400 milljónir í sértækum aðgerðum án þessa að tiltekið sé hvar eigi að skera niður. „Það er alveg ljóst að ríkisstjórnin enga sýn í ríkisfjármálum. Það er engin viðleitni til að grípa til neinna almennra aðhaldsaðgerða í ríkisrekstri. Það er skorðið niður strax í velferðarkerfinu. Á sama tíma er verið að skipta velferðarráðuneytinu upp í tvennt með kostnaði upp á 200 milljónir króna, það er verið að setja 40 milljónir í viðbótarkostnað vegna uppskiptingar á innanríkisráðuneytinu, 400 milljónir króna í niðurgreiðslu á bókaútgáfu og á sama tíma er verið að setja 300 milljónir króna í hönnun á nýju hafrannsóknarskipi og svo mætti áfram telja. Forgangsröðunin er einfaldlega þessi. Velferðarkerfið er skorið niður fyrst og opinberar framkvæmdir þar á eftir,“ segir Þorsteinn Víglundsson. Þá eru framlög til byggingar nýs Landsspítala lækkuð um 2,5 milljarða á næsta ári og verða fimm milljarðar. Stjórnarflokkarnir segja fjárþörfina minni á næsta ári vegna seinkunar framkvæmda þar sem jarðvegsvinna hófst seinna á þessu ári en áætlað var. Þorsteinn dregur þessar skýringar í efa þar sem staðan hafa ekki breyst mikið frá því fjárlagafrumvarpið var lagt fram fyrir tveimur mánuðum.
Alþingi Kjaramál Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Fleiri fréttir Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði