Þjónustugjöld bankanna hækka og ný gjöld búin til Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. nóvember 2018 14:59 Mestur er verðmunurinn á afgreiðslugjaldi vegna innlagnar reiðufjár í annan banka. Vísir Þjónustugjöld íslensku bankanna hafa hækkað töluvert á undanförnum árum, samkvæmt úttekt verðlagseftirlitsins á verðskrám bankanna. Þá eru hækkanirnar langt umfram vísitölu neysluverðs, að því er fram kemur í tilkynningu frá ASÍ. „Miklar breytingar hafa orðið á gjaldskrám bankanna frá 2015 til dagsins í dag. Mörg gjöld hafa hækkað mikið auk þess sem ýmis ný gjöld hafa orðið til og þá sérstaklega gjöld sem varða þjónustu í útibúum,“ segir í tilkynningu. „Bankarnir eru farnir að rukka hærri gjöld fyrir þjónustu sem krefst aðstoðar þjónustufulltrúa, hvort sem það er í gegnum síma eða í útibúi á meðan þjónustan kostar mun minna eða ekkert ef fólk framkvæmir aðgerðirnar sjálft.“375% munur á afgreiðslugjaldi Í könnuninni kemur fram að Arion banki hafi til að mynda tekið upp fast afgreiðslugjald upp á 195 krónur fyrir aðgerðir sem framkvæmdar eru af þjónustufulltrúa. Mestur er verðmunur milli banka á afgreiðslugjaldi vegna innlagnar reiðufjár í annan banka. Gjald fyrir slíka aðgerð er 495 krónur hjá Arion banka, 375 krónur hjá Íslandsbanka og 100 krónur hjá Landsbankanum. Það gerir 375% verðmun á hæsta verðinu hjá Arion banka og því lægsta hjá Landsbankanum. Útibúum fækkað en þjónustugjöld hækka Ef vísitala neysluverðs er skoðuð má sjá að þjónustugjöld banka og kostnaður við greiðslukort hefur hækkað langt um fram vísitölu neysluverðs. Samkvæmt könnun verðlagseftirlitsins hefur bankakostnaður hækkað um 11% og kostnaður við greiðslukort hækkað um 19% á síðustu þremur árum, þ.e. frá október 2015 til október 2018. Á sama tíma hefur vísitala neysluverðs hækkað um 7%. Frá árinu 2008 hefur útibúum bankanna jafnframt fækkað úr 146 í 74 og starfsmönnum fækkað úr 4.326 í 2.850, eða um tæplega 1500, samkvæmt tilkynningu frá ASÍ. Á sama tíma hefur þjónusta bankanna orðið rafræn í auknum mæli og viðskiptavinir hafa því síður sótt þjónustuna beint til starfsfólks eða út í útibúin. „Það vekur því nokkra furðu að verðhækkanir þeirra séu jafnmiklar og raun ber vitni. Þrátt fyrir að einhver munur sé á verðlagningu bankanna virðist lítil samkeppni vera í verðlagningu milli þeirra. Ef einn banki hækkar gjöld virðist næsti fylgja á eftir með svipaðar verðhækkanir. Það er því ekki að sjá að bankarnir reyni að keppa um viðskiptavini í verði og einkennist markaðurinn af fákeppni,“ segir í tilkynningu ASÍ. Úttekt verðlagseftirlitsins á þjónustugjöldum bankanna má nálgast í heild hér. Úttektin nær til þjónustugjalda stærstu viðskiptabankanna þriggja, Arion banka, Íslandsbanka og Landsbanka. Við gerð úttektarinnar var stuðst við gildandi verðskrár bankanna auk eldri verðskráa sem voru í gildi haustið 2015. Einnig var stuðst við upplýsingar frá starfsmönnum bankanna. Íslenskir bankar Neytendur Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira
Þjónustugjöld íslensku bankanna hafa hækkað töluvert á undanförnum árum, samkvæmt úttekt verðlagseftirlitsins á verðskrám bankanna. Þá eru hækkanirnar langt umfram vísitölu neysluverðs, að því er fram kemur í tilkynningu frá ASÍ. „Miklar breytingar hafa orðið á gjaldskrám bankanna frá 2015 til dagsins í dag. Mörg gjöld hafa hækkað mikið auk þess sem ýmis ný gjöld hafa orðið til og þá sérstaklega gjöld sem varða þjónustu í útibúum,“ segir í tilkynningu. „Bankarnir eru farnir að rukka hærri gjöld fyrir þjónustu sem krefst aðstoðar þjónustufulltrúa, hvort sem það er í gegnum síma eða í útibúi á meðan þjónustan kostar mun minna eða ekkert ef fólk framkvæmir aðgerðirnar sjálft.“375% munur á afgreiðslugjaldi Í könnuninni kemur fram að Arion banki hafi til að mynda tekið upp fast afgreiðslugjald upp á 195 krónur fyrir aðgerðir sem framkvæmdar eru af þjónustufulltrúa. Mestur er verðmunur milli banka á afgreiðslugjaldi vegna innlagnar reiðufjár í annan banka. Gjald fyrir slíka aðgerð er 495 krónur hjá Arion banka, 375 krónur hjá Íslandsbanka og 100 krónur hjá Landsbankanum. Það gerir 375% verðmun á hæsta verðinu hjá Arion banka og því lægsta hjá Landsbankanum. Útibúum fækkað en þjónustugjöld hækka Ef vísitala neysluverðs er skoðuð má sjá að þjónustugjöld banka og kostnaður við greiðslukort hefur hækkað langt um fram vísitölu neysluverðs. Samkvæmt könnun verðlagseftirlitsins hefur bankakostnaður hækkað um 11% og kostnaður við greiðslukort hækkað um 19% á síðustu þremur árum, þ.e. frá október 2015 til október 2018. Á sama tíma hefur vísitala neysluverðs hækkað um 7%. Frá árinu 2008 hefur útibúum bankanna jafnframt fækkað úr 146 í 74 og starfsmönnum fækkað úr 4.326 í 2.850, eða um tæplega 1500, samkvæmt tilkynningu frá ASÍ. Á sama tíma hefur þjónusta bankanna orðið rafræn í auknum mæli og viðskiptavinir hafa því síður sótt þjónustuna beint til starfsfólks eða út í útibúin. „Það vekur því nokkra furðu að verðhækkanir þeirra séu jafnmiklar og raun ber vitni. Þrátt fyrir að einhver munur sé á verðlagningu bankanna virðist lítil samkeppni vera í verðlagningu milli þeirra. Ef einn banki hækkar gjöld virðist næsti fylgja á eftir með svipaðar verðhækkanir. Það er því ekki að sjá að bankarnir reyni að keppa um viðskiptavini í verði og einkennist markaðurinn af fákeppni,“ segir í tilkynningu ASÍ. Úttekt verðlagseftirlitsins á þjónustugjöldum bankanna má nálgast í heild hér. Úttektin nær til þjónustugjalda stærstu viðskiptabankanna þriggja, Arion banka, Íslandsbanka og Landsbanka. Við gerð úttektarinnar var stuðst við gildandi verðskrár bankanna auk eldri verðskráa sem voru í gildi haustið 2015. Einnig var stuðst við upplýsingar frá starfsmönnum bankanna.
Íslenskir bankar Neytendur Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira