Stóri samráðsfundurinn Páll Baldvin Baldvinsson skrifar 14. nóvember 2018 08:00 Í gær fullyrðir mennta- og menningarmálaráðherra í forsíðufrétt Fréttablaðsins að ráðuneyti hennar og starfsmenn hafi átt samráð við ábyrgðaraðila í sviðslistum um drög að sviðslistafrumvarpi sem hún hyggst leggja fram á Alþingi. Það er ekki satt. „Stóri samráðsfundurinn“ sem hún kýs að kalla svo var haldinn í ráðuneytinu í janúar og þangað var boðið Ernu Ómarsdóttur, listrænum stjórnanda Íslenska dansflokksins, Steinunni Birnu Ragnarsdóttur, óperustjóra Íslensku óperunnar, Ara Matthíassyni þjóðleikhússtjóra, Birnu Hafstein, forseta Sviðslistasambandsins, og Kolbrúnu Halldórsdóttur, forseta Bandalags íslenskra listamanna, en hún var forfölluð og sat ég fundinn í hennar stað. Á fundinum sem stóð í eina og hálfa klukkustund kynntu höfundar frumvarpsins, verkefnisstjóri og starfsmaður lögfræðideildar vinnu sína við drögin sem voru þá enn á vinnslustigi. Voru þau ekki send út fyrir fundinn og gestir því ekki átt þess kost að kynna sér þau. Aðspurð sögðu þau drögin ekki til dreifingar og fengu gestir því ekki með sér plaggið frá fundinum til frekari skoðunar. Starfsmennirnir fóru yfir drögin og höfðu orðið en gestir höfðu fátt fram að færa þó Ari Matthíasson óskaði eftir að sá skilningur sinn væri réttur að starfssvið þjóðleikhússtjóra væri í drögunum fært að lögum um starfsmenn ríkisstofnana og ákvæðum laga um forstöðumenn. Lýst var vonbrigðum með stöðu óperunnar, ánægju með að Íslenski dansflokkurinn væri kominn í lög og varað við að innan fagfélaga sviðslistafólks yrði litið á kynntar breytingar á stjórnkerfi Þjóðleikhúss gagnrýnisaugum. Forseti BÍL fékk fáum dögum síðar send drögin og eru afrit þeirra frá janúar því í höndum hagsmunaaðila til samanburðar við það plagg sem kynnt var í samráðsgátt fyrir fáum dögum. Ósk um að frestur til athugasemda yrði lengdur sem send var ráðherra í síðustu viku var ekki svarað. Á opnum fundi Sviðslistasambandsins á mánudag upplýsti Ari Matthíason að ráðuneytið hafi ekki leitað til þjóðleikhússtjóra eða þjóðleikhúsráðs um samráð, ekki hefur ráðuneytið leitað til fagfélaga leikara, leikstjóra og annarra sviðslistamanna. Ekki til Sviðslistasambands Íslands, ekki félaga leikskálda eða rithöfunda. Ráðherra hefur kosið að halda vinnu sinna manna í lokuðum herbergjum ráðuneytis síns. Á lýðveldistímanum frá 1947 hefur menntamálaráðherra nokkrum sinnum haft forgöngu um breytingar á lögum um Þjóðleikhús og leikstarfsemi sem um síðir runnu inn í lagabálk sem nú á að endurskoða. Í hvert sinn sem ráðuneytið hefur hreyft lagabreytingum hafa ráðamenn átt náið samráð við sviðslistafólk. Það gerðist ekki nú og ber að harma. Nú ber að minnast þess að flokkur ráðherrans átti frá upphafi frumkvæði að stofnun Þjóðleikhúss með bandalagi Jónasar Jónssonar og Jakobs Möllers. Flokkurinn hreyfði fyrst breytingum á lögum um Þjóðleikhús að frumkvæði Einars Ágústssonar 1966-7. Vert er að minnast frumvarps Ingvars Gíslasonar í hans tíð sem ráðherra. Nú gefst ráðherra flokksins kostur á að kasta þessu copy/paste frumvarpi starfsmanna sinna, óska eftir tillögum sviðslistamanna um ný drög. Má byggja þau á lagafrumvarpi sem samstarfsnefnd sviðslistamanna vann 2013. Ekki er að efa að sviðslistamenn eru reiðubúnir að hlusta á sjónarmið embættismanna, meta þau og greina. Lög um fjármál ríkisins sem heimta langtímahugsun í rekstri menningarstofnana kalla á að ráðherrann gangi í lið þeirra sem vilja marka framtíðarsýn um hag sviðslistanna í landinu öllum þegnum til gleði og ánægju. Höndin er útrétt, Lilja. Við skulum vinna saman að því að smíða ný lög um sviðslistir til næstu áratuga. Sláðu ekki á útrétta hönd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í gær fullyrðir mennta- og menningarmálaráðherra í forsíðufrétt Fréttablaðsins að ráðuneyti hennar og starfsmenn hafi átt samráð við ábyrgðaraðila í sviðslistum um drög að sviðslistafrumvarpi sem hún hyggst leggja fram á Alþingi. Það er ekki satt. „Stóri samráðsfundurinn“ sem hún kýs að kalla svo var haldinn í ráðuneytinu í janúar og þangað var boðið Ernu Ómarsdóttur, listrænum stjórnanda Íslenska dansflokksins, Steinunni Birnu Ragnarsdóttur, óperustjóra Íslensku óperunnar, Ara Matthíassyni þjóðleikhússtjóra, Birnu Hafstein, forseta Sviðslistasambandsins, og Kolbrúnu Halldórsdóttur, forseta Bandalags íslenskra listamanna, en hún var forfölluð og sat ég fundinn í hennar stað. Á fundinum sem stóð í eina og hálfa klukkustund kynntu höfundar frumvarpsins, verkefnisstjóri og starfsmaður lögfræðideildar vinnu sína við drögin sem voru þá enn á vinnslustigi. Voru þau ekki send út fyrir fundinn og gestir því ekki átt þess kost að kynna sér þau. Aðspurð sögðu þau drögin ekki til dreifingar og fengu gestir því ekki með sér plaggið frá fundinum til frekari skoðunar. Starfsmennirnir fóru yfir drögin og höfðu orðið en gestir höfðu fátt fram að færa þó Ari Matthíasson óskaði eftir að sá skilningur sinn væri réttur að starfssvið þjóðleikhússtjóra væri í drögunum fært að lögum um starfsmenn ríkisstofnana og ákvæðum laga um forstöðumenn. Lýst var vonbrigðum með stöðu óperunnar, ánægju með að Íslenski dansflokkurinn væri kominn í lög og varað við að innan fagfélaga sviðslistafólks yrði litið á kynntar breytingar á stjórnkerfi Þjóðleikhúss gagnrýnisaugum. Forseti BÍL fékk fáum dögum síðar send drögin og eru afrit þeirra frá janúar því í höndum hagsmunaaðila til samanburðar við það plagg sem kynnt var í samráðsgátt fyrir fáum dögum. Ósk um að frestur til athugasemda yrði lengdur sem send var ráðherra í síðustu viku var ekki svarað. Á opnum fundi Sviðslistasambandsins á mánudag upplýsti Ari Matthíason að ráðuneytið hafi ekki leitað til þjóðleikhússtjóra eða þjóðleikhúsráðs um samráð, ekki hefur ráðuneytið leitað til fagfélaga leikara, leikstjóra og annarra sviðslistamanna. Ekki til Sviðslistasambands Íslands, ekki félaga leikskálda eða rithöfunda. Ráðherra hefur kosið að halda vinnu sinna manna í lokuðum herbergjum ráðuneytis síns. Á lýðveldistímanum frá 1947 hefur menntamálaráðherra nokkrum sinnum haft forgöngu um breytingar á lögum um Þjóðleikhús og leikstarfsemi sem um síðir runnu inn í lagabálk sem nú á að endurskoða. Í hvert sinn sem ráðuneytið hefur hreyft lagabreytingum hafa ráðamenn átt náið samráð við sviðslistafólk. Það gerðist ekki nú og ber að harma. Nú ber að minnast þess að flokkur ráðherrans átti frá upphafi frumkvæði að stofnun Þjóðleikhúss með bandalagi Jónasar Jónssonar og Jakobs Möllers. Flokkurinn hreyfði fyrst breytingum á lögum um Þjóðleikhús að frumkvæði Einars Ágústssonar 1966-7. Vert er að minnast frumvarps Ingvars Gíslasonar í hans tíð sem ráðherra. Nú gefst ráðherra flokksins kostur á að kasta þessu copy/paste frumvarpi starfsmanna sinna, óska eftir tillögum sviðslistamanna um ný drög. Má byggja þau á lagafrumvarpi sem samstarfsnefnd sviðslistamanna vann 2013. Ekki er að efa að sviðslistamenn eru reiðubúnir að hlusta á sjónarmið embættismanna, meta þau og greina. Lög um fjármál ríkisins sem heimta langtímahugsun í rekstri menningarstofnana kalla á að ráðherrann gangi í lið þeirra sem vilja marka framtíðarsýn um hag sviðslistanna í landinu öllum þegnum til gleði og ánægju. Höndin er útrétt, Lilja. Við skulum vinna saman að því að smíða ný lög um sviðslistir til næstu áratuga. Sláðu ekki á útrétta hönd.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar