Segja þörf á að uppfæra lög um þungunarrof Sighvatur Arnmundsson skrifar 15. nóvember 2018 08:00 Frumvarp um þungunarrof er til umræðu í þingflokkum ríkisstjórnarinnar. Vísir/Getty „Ég held að þetta sé mál sem þurfi bara að fara í umræðu. Það þarf að takast á við ýmis álitamál í þessu og við þurfum að gera það. Þetta eru auðvitað gömul lög sem ekkert hefur verið hreyft við lengi og það er ýmislegt sem þarf að lagfæra þarna og laga að nútímanum. Svo þurfum við bara að ræða okkur til niðurstöðu í þessu,“ segir Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, um frumvarp um þungunarrof. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti málið fyrir þingflokkum Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í gær en málið var afgreitt út úr ríkisstjórn síðastliðinn föstudag. Frumvarpið hafði þegar verið afgreitt út úr þingflokki Vinstri grænna. „Að sjálfsögðu viljum við bara að málið komist til Alþingis sem fyrst og fólk taki bara um það efnislega umræðu,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður VG. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að málið verði áfram til umfjöllunar í þingflokknum. „Ráðherra kom á fundinn og kynnti frumvarpið og í framhaldinu erum við að fá frekari upplýsingar sendar. Síðan á eftir að eiga sér stað umræða í þingflokknum um málið. Þannig að það er bara til meðferðar.“ Þórunn segist ekkert sjá því til fyrirstöðu að málið komi fljótlega til umræðu í þinginu. „Þetta er erfið umræða sem kemur við kvikuna í okkur öllum og við höfum öll skoðanir á þessum málum, eðlilega. Þannig að við þurfum bara að finna skynsamlegustu niðurstöðuna og hlusta á fólk sem þekkir þetta best. Það eru flestir með einhverjar spurningar og þetta er umdeilt mál, þetta er bara þess eðlis.“ Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir ljóst að það séu skiptar skoðanir um málið. „Þetta er mjög óflokksbundið mál. Þetta er umræða um siðferði og ég held að fólk sé bara að setja sig betur inn í málin, þær umsagnir sem hafa borist og rökin fyrir þeim. Það verða örugglega ekkert allir á einni línu.“ Hún telur að allir séu sammála um mikilvægi þess að frumvarpið komi fram því löggjöfin á þessu sviði sé mjög gömul og úrelt. Það sé algjörlega nauðsynlegt að bæta úr þar. „Mér skilst að framkvæmdin sé ekki í samræmi við lögin og bara af þeirri ástæðu þurfum við að lagfæra þau. Fyrstu viðbrögð mín við málinu eru jákvæð en ég skil líka gagnrýnina. En ég ætla að gefa mér tíma til að fara vandlega yfir málið og þær umsagnir sem munu berast áður en ég mynda mér endanlega afstöðu.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Þungunarrof Tengdar fréttir Bregst við gagnrýni og leggur til heimild til þungungarrofs að 22 vikum Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að leggja frumvarp til laga um þungunarrof fyrir Alþingi með rýmri heimildum varðandi tímamörk en miðað var við í drögum að frumvarpinu. 25. október 2018 10:20 Yrði að frjálslyndustu löggjöf Norðurlanda Hugmyndir heilbrigðisráðherra um lög um þungunarrof myndu setja Ísland á stall með frjálslyndustu ríkjum hvað snertir ákvörðunarrétt kvenna í þessum efnum. Hollendingar og Bretar leyfa þungunarrof fram að 24. viku meðgöngu. 30. október 2018 07:15 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
„Ég held að þetta sé mál sem þurfi bara að fara í umræðu. Það þarf að takast á við ýmis álitamál í þessu og við þurfum að gera það. Þetta eru auðvitað gömul lög sem ekkert hefur verið hreyft við lengi og það er ýmislegt sem þarf að lagfæra þarna og laga að nútímanum. Svo þurfum við bara að ræða okkur til niðurstöðu í þessu,“ segir Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, um frumvarp um þungunarrof. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti málið fyrir þingflokkum Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í gær en málið var afgreitt út úr ríkisstjórn síðastliðinn föstudag. Frumvarpið hafði þegar verið afgreitt út úr þingflokki Vinstri grænna. „Að sjálfsögðu viljum við bara að málið komist til Alþingis sem fyrst og fólk taki bara um það efnislega umræðu,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður VG. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að málið verði áfram til umfjöllunar í þingflokknum. „Ráðherra kom á fundinn og kynnti frumvarpið og í framhaldinu erum við að fá frekari upplýsingar sendar. Síðan á eftir að eiga sér stað umræða í þingflokknum um málið. Þannig að það er bara til meðferðar.“ Þórunn segist ekkert sjá því til fyrirstöðu að málið komi fljótlega til umræðu í þinginu. „Þetta er erfið umræða sem kemur við kvikuna í okkur öllum og við höfum öll skoðanir á þessum málum, eðlilega. Þannig að við þurfum bara að finna skynsamlegustu niðurstöðuna og hlusta á fólk sem þekkir þetta best. Það eru flestir með einhverjar spurningar og þetta er umdeilt mál, þetta er bara þess eðlis.“ Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir ljóst að það séu skiptar skoðanir um málið. „Þetta er mjög óflokksbundið mál. Þetta er umræða um siðferði og ég held að fólk sé bara að setja sig betur inn í málin, þær umsagnir sem hafa borist og rökin fyrir þeim. Það verða örugglega ekkert allir á einni línu.“ Hún telur að allir séu sammála um mikilvægi þess að frumvarpið komi fram því löggjöfin á þessu sviði sé mjög gömul og úrelt. Það sé algjörlega nauðsynlegt að bæta úr þar. „Mér skilst að framkvæmdin sé ekki í samræmi við lögin og bara af þeirri ástæðu þurfum við að lagfæra þau. Fyrstu viðbrögð mín við málinu eru jákvæð en ég skil líka gagnrýnina. En ég ætla að gefa mér tíma til að fara vandlega yfir málið og þær umsagnir sem munu berast áður en ég mynda mér endanlega afstöðu.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Þungunarrof Tengdar fréttir Bregst við gagnrýni og leggur til heimild til þungungarrofs að 22 vikum Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að leggja frumvarp til laga um þungunarrof fyrir Alþingi með rýmri heimildum varðandi tímamörk en miðað var við í drögum að frumvarpinu. 25. október 2018 10:20 Yrði að frjálslyndustu löggjöf Norðurlanda Hugmyndir heilbrigðisráðherra um lög um þungunarrof myndu setja Ísland á stall með frjálslyndustu ríkjum hvað snertir ákvörðunarrétt kvenna í þessum efnum. Hollendingar og Bretar leyfa þungunarrof fram að 24. viku meðgöngu. 30. október 2018 07:15 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Bregst við gagnrýni og leggur til heimild til þungungarrofs að 22 vikum Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að leggja frumvarp til laga um þungunarrof fyrir Alþingi með rýmri heimildum varðandi tímamörk en miðað var við í drögum að frumvarpinu. 25. október 2018 10:20
Yrði að frjálslyndustu löggjöf Norðurlanda Hugmyndir heilbrigðisráðherra um lög um þungunarrof myndu setja Ísland á stall með frjálslyndustu ríkjum hvað snertir ákvörðunarrétt kvenna í þessum efnum. Hollendingar og Bretar leyfa þungunarrof fram að 24. viku meðgöngu. 30. október 2018 07:15
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent