Íslandspóstur fái 1,5 milljarða í lán frá ríkinu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 15. nóvember 2018 06:00 Íslandspóstur þarf að fá allt að einum og hálfum milljarði í fyrirgreiðslu frá ríkinu. Fréttablaðið/Ernir Efnahagsmál Að undirlagi fjármálaráðherra verður lagt til að lán til Íslandspósts nemi 1.500 milljónum króna í stað 500 eins og fyrirtækið hefur þegar fengið vilyrði fyrir. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður tillaga þessa efnis lögð fram af meirihluta fjárlaganefndar sem breytingartillaga við fjárlög. Samkvæmt minnisblaði frá fjármálaráðuneytinu til fjárlaganefndar hafa lánalínur viðskiptabanka félagsins þegar verið fullnýttar og ekki er mögulegt að fá frekari fyrirgreiðslu þar. Fyrirgreiðsla ríkissjóðs mun eingöngu beinast að lausafjárvanda félagsins, að því er segir í minnisblaðinu, en ekki liggur fyrir hvort hann sé eina orsök rekstrarvanda félagsins. Fram kemur að það stefni í óviðunandi rekstrarafkomu á þessu ári og unnið sé að greiningu á orsökum vandans. Þá segir að í stað láns geti verið um aukningu eigin fjár að hluta eða öllu leyti að ræða enda kunni það að tryggja best hagsmuni fyrirtækisins og ríkissjóðs sem eiganda. Því verði auk heimildar til lánveitingar veitt heimild til að auka eigið fé félagsins. Lítið er vikið að ástæðum lausafjárvandans í minnisblaðinu en breytingar á einstökum þáttum umfram áætlanir eins og fækkun bréfa undir 50 grömmum, sem Íslandspóstur hefur einkarétt á, og launabreytingar gefi til kynna að viðbótarfjárþörf gæti numið allt að einum milljarði umfram þann hálfa milljarð sem fjallað er um í frumvarpi til fjáraukalaga. „Ég get ekki séð hvernig þessi rekstrarvandi getur verið eingöngu stöðunni í einkaréttinum að kenna,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Hann bendir á að í síðustu viku hafi Póst- og fjarskiptastofnun synjað fyrirtækinu um heimild til gjaldskrárhækkana enda afkoman í einkaréttinum talin ágæt og samkvæmt nýlegum úrskurði úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála hafi umframhagnaður félagsins í einkaréttinum numið 16 prósentum á árinu 2016, sem þýði að Íslandspóstur hafi ofrukkað viðskiptavini. „Við erum algjörlega sannfærð um að það eru rangar ákvarðanir og fjárfestingar á samkeppnishliðinni sem ráða mjög miklu um þessa stöðu,“ segir Ólafur og hvetur fjárlaganefnd eindregið til að fara rækilega yfir ákvarðanir stjórnenda fyrirtækisins, uppbyggingu allt of dýrs dreifikerfis og margs konar samkeppnisrekstur sem félagið hafi ekki átt neitt erindi í og engum árangri hafi skilað. „Það fer að verða áleitin spurning hver ætlar að axla ábyrgð á þeim röngu ákvörðunum sem leiddu til þessarar stöðu. Er það forstjóri fyrirtækisins, er það stjórnin eða er það ráðherra?“ spyr Ólafur. Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Sjá meira
Efnahagsmál Að undirlagi fjármálaráðherra verður lagt til að lán til Íslandspósts nemi 1.500 milljónum króna í stað 500 eins og fyrirtækið hefur þegar fengið vilyrði fyrir. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður tillaga þessa efnis lögð fram af meirihluta fjárlaganefndar sem breytingartillaga við fjárlög. Samkvæmt minnisblaði frá fjármálaráðuneytinu til fjárlaganefndar hafa lánalínur viðskiptabanka félagsins þegar verið fullnýttar og ekki er mögulegt að fá frekari fyrirgreiðslu þar. Fyrirgreiðsla ríkissjóðs mun eingöngu beinast að lausafjárvanda félagsins, að því er segir í minnisblaðinu, en ekki liggur fyrir hvort hann sé eina orsök rekstrarvanda félagsins. Fram kemur að það stefni í óviðunandi rekstrarafkomu á þessu ári og unnið sé að greiningu á orsökum vandans. Þá segir að í stað láns geti verið um aukningu eigin fjár að hluta eða öllu leyti að ræða enda kunni það að tryggja best hagsmuni fyrirtækisins og ríkissjóðs sem eiganda. Því verði auk heimildar til lánveitingar veitt heimild til að auka eigið fé félagsins. Lítið er vikið að ástæðum lausafjárvandans í minnisblaðinu en breytingar á einstökum þáttum umfram áætlanir eins og fækkun bréfa undir 50 grömmum, sem Íslandspóstur hefur einkarétt á, og launabreytingar gefi til kynna að viðbótarfjárþörf gæti numið allt að einum milljarði umfram þann hálfa milljarð sem fjallað er um í frumvarpi til fjáraukalaga. „Ég get ekki séð hvernig þessi rekstrarvandi getur verið eingöngu stöðunni í einkaréttinum að kenna,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Hann bendir á að í síðustu viku hafi Póst- og fjarskiptastofnun synjað fyrirtækinu um heimild til gjaldskrárhækkana enda afkoman í einkaréttinum talin ágæt og samkvæmt nýlegum úrskurði úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála hafi umframhagnaður félagsins í einkaréttinum numið 16 prósentum á árinu 2016, sem þýði að Íslandspóstur hafi ofrukkað viðskiptavini. „Við erum algjörlega sannfærð um að það eru rangar ákvarðanir og fjárfestingar á samkeppnishliðinni sem ráða mjög miklu um þessa stöðu,“ segir Ólafur og hvetur fjárlaganefnd eindregið til að fara rækilega yfir ákvarðanir stjórnenda fyrirtækisins, uppbyggingu allt of dýrs dreifikerfis og margs konar samkeppnisrekstur sem félagið hafi ekki átt neitt erindi í og engum árangri hafi skilað. „Það fer að verða áleitin spurning hver ætlar að axla ábyrgð á þeim röngu ákvörðunum sem leiddu til þessarar stöðu. Er það forstjóri fyrirtækisins, er það stjórnin eða er það ráðherra?“ spyr Ólafur.
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Sjá meira