Gengislekinn meiri og hraðari en áður Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 15. nóvember 2018 08:00 Forstjóri heildsölunnar Innness segir útlit fyrir verðhækkanir. Fréttabæaðið/Stefán Uppsöfnuð þörf innlendra fyrirtækja til verðhækkana gerir það að verkum að gengisveiking krónunnar gæti haft meiri og hraðari áhrif á verðlag en áður, að mati aðalhagfræðings Kviku banka. Forstjóri Innness, sem er ein af stærstu matvöruheildverslunum landsins, segir útlit fyrir verðhækkanir vegna gengisþróunarinnar. Þá er tvíbent hvaða áhrif gengið hefur á samningsstöðu í komandi kjaraviðræðum.Krónan hefur veikst gagnvart öllum helstu viðskiptagjaldmiðlum sínum frá byrjun árs. Nemur veikingin 21 prósenti gagnvart Bandaríkjadal, 15 prósentum gagnvart breska pundinu og 13 prósentum gagnvart evrunni.Kristrún Mjöll Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku banka, segir í samtali við Markaðinn að gengisveiking skili sér út í verðlag fremur hratt undir núverandi aðstæðum.„Gengisveiking hefur í för með sér að kaupmáttur landsmanna dregst saman. Það endurspeglast fyrst og fremst í því að við finnum beint fyrir verðhækkunum á öllum innfluttum vörum sem við kaupum. Verðbólgan fer því fljótt af stað vegna kostnaðarhækkana á ákveðnum vöruflokkum.“Grafík/FréttablaðiðÍ þessu samhengi nefnir Kristrún hugtakið gengisleki sem er mælikvarði á hversu hröð og hversu mikil áhrif gengið hefur á verðbólgu. Áhrif gengisins á verðbólgu hafi jafnan verið 30 prósent og þeirra hafi gætt með eins og hálfs til tveggja ára töf.„Hraði slíkra áhrifa er háður efnahagslegum aðstæðum hverju sinni. Við erum að koma út úr tímabili þar sem seljendur hafa ekki treyst sér til þess að hækka verð í nokkurn tíma. Samkeppni frá bæði erlendum stórfyrirtækjum og netverslunum hefurgert það að verkum að mörg innlend fyrirtæki hafa uppsafnaða hækkunarþörf sem er að vissu leyti ótengd gengisveikingunni,“ segir Kristrún.„Það er líklegt að mörg fyrirtæki muni nýta tækifærið til að hækka verð almennilega og þannig verða gengisáhrifin meiri en ella vegna þeirrar spennu sem nú er í hagkerfinu.“Hækkanir í kortunum Eins og greint var frá í Markaðinum hækkaði Innnes verð til viðskiptavina sinna í október. Um var að ræða fjögurra prósenta hækkun á vörum sem eru keyptar til landsins í evrum, fimm prósenta hækkun á vörum sem keyptar eru í pundum og sex prósenta hækkun í Bandaríkjadölum.Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innness og formaður Félags atvinnurekenda, segir frekari verðhækkanir í kortunum ef fram heldur sem horfir.„Gengisþróunin virðist vera í eina átt og hún mun leiða tilfrekari verðhækkana. Verðhækkun Innness í október var til að mynda aðeins brot af þeirri gengisveikingu sem hefur átt sér stað á síðustu mánuðum. Það er enn uppsöfnuð þörf til að hækka verðin, aðallega vegna gengisins en einnig vegna kostnaðarhækkana sem einskorðast ekki við laun. Við sjáum á reikningunum að allur kostnaður er að hækka,“ segir Magnús Óli í samtali við Markaðinn.Tvíbent áhrif á kjaraviðræður Ekki er útséð með hvaða hætti veikara gengi krónunnar mun hafa áhrif á kjaraviðræðurnar í vetur, að sögn Kristrúnar.„Annars vegar mætti segja að veiking krónunnar dragi úr svigrúmi til launahækkana í þeim skilningi að það er meiri hætta á verðbólgu og því minna svigrúm til þess að ráðast í miklar launahækkanir sem kynda undir verðbólgu. Hins vegar dregur veikingin úr kaupmætti og setur þá sem sitja við borðið fyrir hönd verkalýðshreyfingarinnar í þá erfiðu stöðu að þurfa að vinna upp meiri kaupmátt en ella,“ segir hún.Eins sé hægt að horfa á gengisstyrkingu þannig að hún hífi upp kaupmátt og dragi þannig úr launakröfum en hins vegar þannig að hún geti leitt til þess að launþegar upplifi að verðbólgusvigrúmið sé meira og geri því kröfu um meiri launahækkanir en ella. Sú hafi verið raunin í kjaraviðræðunum árið 2015.Grafík/FréttablaðStyrking Bandaríkjadals dempar áhrif olíuverðslækkunar Hækkun olíuverðs frá ársbyrjun er nær gengin til baka eftir lækkunarhrinu á síðustu vikum og stendur verðið á tunnu nú í 67 Bandaríkjadölum. Í fyrradag lækkaði verðið um sjö prósent sem var mesta verðlækkun á Brent-hráolíu í þrjú ár.„Lækkun olíuverðs hefur jákvæð áhrif, sérstaklega hvað varðar rekstur flugfélaganna. Hin hliðin er sú að olían er verðlögð í dollar sem hefur verið að styrkjast verulega, meira heldur en evran gagnvart krónunni. Þetta þýðir að við finnum ekki eins mikið fyrir þessari lækkun og ef við værum dollaraþjóð,“ segir Kristrún.Þá vegur bensínverð ekki mikið í verðbólgumælingum og segir Kristrún að sumir vilji meina að olíuverð hafi meiri áhrif á verðbólguvæntingar en verðbólgu vegna þess að fólk haldi að olían vegi meira en hún gerir í raun.„Það er takmörkuð verðvitund um margar vörur en allir vita hvað bensínlítrinn kostar. Það getur haft jákvæð áhrif á verðbólguvæntingar þegar olíuverð lækkar sem aftur hefur jákvæð áhrif á verðbólgu til lengri tíma.“ Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Kjaramál Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Uppsöfnuð þörf innlendra fyrirtækja til verðhækkana gerir það að verkum að gengisveiking krónunnar gæti haft meiri og hraðari áhrif á verðlag en áður, að mati aðalhagfræðings Kviku banka. Forstjóri Innness, sem er ein af stærstu matvöruheildverslunum landsins, segir útlit fyrir verðhækkanir vegna gengisþróunarinnar. Þá er tvíbent hvaða áhrif gengið hefur á samningsstöðu í komandi kjaraviðræðum.Krónan hefur veikst gagnvart öllum helstu viðskiptagjaldmiðlum sínum frá byrjun árs. Nemur veikingin 21 prósenti gagnvart Bandaríkjadal, 15 prósentum gagnvart breska pundinu og 13 prósentum gagnvart evrunni.Kristrún Mjöll Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku banka, segir í samtali við Markaðinn að gengisveiking skili sér út í verðlag fremur hratt undir núverandi aðstæðum.„Gengisveiking hefur í för með sér að kaupmáttur landsmanna dregst saman. Það endurspeglast fyrst og fremst í því að við finnum beint fyrir verðhækkunum á öllum innfluttum vörum sem við kaupum. Verðbólgan fer því fljótt af stað vegna kostnaðarhækkana á ákveðnum vöruflokkum.“Grafík/FréttablaðiðÍ þessu samhengi nefnir Kristrún hugtakið gengisleki sem er mælikvarði á hversu hröð og hversu mikil áhrif gengið hefur á verðbólgu. Áhrif gengisins á verðbólgu hafi jafnan verið 30 prósent og þeirra hafi gætt með eins og hálfs til tveggja ára töf.„Hraði slíkra áhrifa er háður efnahagslegum aðstæðum hverju sinni. Við erum að koma út úr tímabili þar sem seljendur hafa ekki treyst sér til þess að hækka verð í nokkurn tíma. Samkeppni frá bæði erlendum stórfyrirtækjum og netverslunum hefurgert það að verkum að mörg innlend fyrirtæki hafa uppsafnaða hækkunarþörf sem er að vissu leyti ótengd gengisveikingunni,“ segir Kristrún.„Það er líklegt að mörg fyrirtæki muni nýta tækifærið til að hækka verð almennilega og þannig verða gengisáhrifin meiri en ella vegna þeirrar spennu sem nú er í hagkerfinu.“Hækkanir í kortunum Eins og greint var frá í Markaðinum hækkaði Innnes verð til viðskiptavina sinna í október. Um var að ræða fjögurra prósenta hækkun á vörum sem eru keyptar til landsins í evrum, fimm prósenta hækkun á vörum sem keyptar eru í pundum og sex prósenta hækkun í Bandaríkjadölum.Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innness og formaður Félags atvinnurekenda, segir frekari verðhækkanir í kortunum ef fram heldur sem horfir.„Gengisþróunin virðist vera í eina átt og hún mun leiða tilfrekari verðhækkana. Verðhækkun Innness í október var til að mynda aðeins brot af þeirri gengisveikingu sem hefur átt sér stað á síðustu mánuðum. Það er enn uppsöfnuð þörf til að hækka verðin, aðallega vegna gengisins en einnig vegna kostnaðarhækkana sem einskorðast ekki við laun. Við sjáum á reikningunum að allur kostnaður er að hækka,“ segir Magnús Óli í samtali við Markaðinn.Tvíbent áhrif á kjaraviðræður Ekki er útséð með hvaða hætti veikara gengi krónunnar mun hafa áhrif á kjaraviðræðurnar í vetur, að sögn Kristrúnar.„Annars vegar mætti segja að veiking krónunnar dragi úr svigrúmi til launahækkana í þeim skilningi að það er meiri hætta á verðbólgu og því minna svigrúm til þess að ráðast í miklar launahækkanir sem kynda undir verðbólgu. Hins vegar dregur veikingin úr kaupmætti og setur þá sem sitja við borðið fyrir hönd verkalýðshreyfingarinnar í þá erfiðu stöðu að þurfa að vinna upp meiri kaupmátt en ella,“ segir hún.Eins sé hægt að horfa á gengisstyrkingu þannig að hún hífi upp kaupmátt og dragi þannig úr launakröfum en hins vegar þannig að hún geti leitt til þess að launþegar upplifi að verðbólgusvigrúmið sé meira og geri því kröfu um meiri launahækkanir en ella. Sú hafi verið raunin í kjaraviðræðunum árið 2015.Grafík/FréttablaðStyrking Bandaríkjadals dempar áhrif olíuverðslækkunar Hækkun olíuverðs frá ársbyrjun er nær gengin til baka eftir lækkunarhrinu á síðustu vikum og stendur verðið á tunnu nú í 67 Bandaríkjadölum. Í fyrradag lækkaði verðið um sjö prósent sem var mesta verðlækkun á Brent-hráolíu í þrjú ár.„Lækkun olíuverðs hefur jákvæð áhrif, sérstaklega hvað varðar rekstur flugfélaganna. Hin hliðin er sú að olían er verðlögð í dollar sem hefur verið að styrkjast verulega, meira heldur en evran gagnvart krónunni. Þetta þýðir að við finnum ekki eins mikið fyrir þessari lækkun og ef við værum dollaraþjóð,“ segir Kristrún.Þá vegur bensínverð ekki mikið í verðbólgumælingum og segir Kristrún að sumir vilji meina að olíuverð hafi meiri áhrif á verðbólguvæntingar en verðbólgu vegna þess að fólk haldi að olían vegi meira en hún gerir í raun.„Það er takmörkuð verðvitund um margar vörur en allir vita hvað bensínlítrinn kostar. Það getur haft jákvæð áhrif á verðbólguvæntingar þegar olíuverð lækkar sem aftur hefur jákvæð áhrif á verðbólgu til lengri tíma.“
Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Kjaramál Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira