Ísland átti tvo fulltrúa í átta manna úrslitum á HM í MMA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. nóvember 2018 08:45 Björn Þorleifur Þorleifsson. Mynd/Y0outube/Mjölnir MMA Allir íslensku keppendurnir eru úr leik á HM áhugamanna í blönduðu bardagaíþróttum, MMA, í ár en þriðji dagur leikanna var í gær. Björn Þorleifur Þorleifsson og Ingibjörg Helga Arnþórsdóttir voru komin í átta manna úrslit í sínum flokkum en þurftu bæði að sætt sig við tap í gær. Björn Þorleifur tapaði sínum bardaga á armlás en Ingibjörg á dómaraúrskurði. Bæði mættu þau öflugum andstæðingum. Björn mætti tvöföldum Evrópumeistara bæði þessa árs og í fyrra, Ítalanum Dario Bellandi, og Ingibjörg mætti ríkjandi Asíumeistara, Nurzhamal Sadykova frá Kasakstan. Björn Þorleifur keppti í millivigt á mótinu en hann vann fyrst Indverjann Aravind Veeranna á 12 sekúndum og vann síðan Þjóðverjann Waldemar Holodenko með svokallaðir „arm-triangle“ hengingu í þriðju lotu. Ingibjörg Helga hafði talsverða yfirburði í fyrsta bardaga sínum á móti Amy O’mara frá Englandi. Bardaginn fór þó allar þrjár loturnar en lauk með einróma dómaraákvörðun Ingibjörgu í hag. Halldór Logi Valsson og Kári Jóhannesson féllu út í fyrradag og þeir Ásgeir Marteinsson og Oliver Axfjörð Sveinsson á mánudaginn. Íslenski hópurinn kemur því ekki heim með verðlaun af Heimsmeistaramótinu í ár. Heimsmeistaramót áhugamanna í MMA (blönduðum bardagaíþróttum) fer fram í Barein en keppt er bæði í flokki fullorðinna (21 árs og eldri) og ungmenna U21 (18-20 ára). Mótið er líkt og áður á vegum Alþjóðlegu MMA Samtakanna (International MMA Federation - IMMAF). Þetta er stærsta heimsmeistarakeppni í MMA áhugamanna hingað til en tæplega þrjú hundruð keppendur frá rúmlega fimmtíu löndum eru skráðir til leiks í keppni fullorðinna og áttatíu keppendur frá rúmlega þrjátíu löndum á HM ungmenna. Mótið er afar sterkt en bestu áhugamenn hvers lands fyrir sig eru sendir á mótið en flest lönd eru með úrtökumót þar sem sigurvegararnir keppa fyrir hönd síns lands. Hver bardagi þrjár lotur sem hver stendur í þrjár mínútur og keppt er eftir alþjóðlegu áhugamannareglunum í MMA. Keppt er með útsláttarfyrirkomulagi og eru eru stærstu þyngdarflokkarnir með 32 keppendum. Þeir sem fara alla leið í úrslit geta því átt von á því að keppa fimm bardaga á sex dögum.Keppendur frá Íslandi voru fimm í flokki fullorðinna og einn í U21. Íslensku keppendurnir eru: Ingibjörg Helga Arnþórsdóttir (Týr) – Strávigt (-52 kg) Ásgeir Marteinsson (Mjölnir) – Bantamvigt (-61 kg) Kári Jóhannesson (Mjölnir) – Veltivigt (-77 kg) Björn Þorleifur Þorleifsson (Mjölnir) – Millivigt (-84 kg) Halldór Logi Valsson (Mjölnir) – Léttþungavigt (-93 kg) Oliver Sveinsson (Mjölnir) – Fjaðurvigt (-66 kg): HM Ungmenna MMA Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Varð sá hávaxnasti í sögunni Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Allt jafnt á toppnum hjá bæði körlum og konum Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Markvörðurinn hlýddi konunni og kastar nú pílum í beinni „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Grindavík og Formúlan brunar í Brasilíu Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sjá meira
Allir íslensku keppendurnir eru úr leik á HM áhugamanna í blönduðu bardagaíþróttum, MMA, í ár en þriðji dagur leikanna var í gær. Björn Þorleifur Þorleifsson og Ingibjörg Helga Arnþórsdóttir voru komin í átta manna úrslit í sínum flokkum en þurftu bæði að sætt sig við tap í gær. Björn Þorleifur tapaði sínum bardaga á armlás en Ingibjörg á dómaraúrskurði. Bæði mættu þau öflugum andstæðingum. Björn mætti tvöföldum Evrópumeistara bæði þessa árs og í fyrra, Ítalanum Dario Bellandi, og Ingibjörg mætti ríkjandi Asíumeistara, Nurzhamal Sadykova frá Kasakstan. Björn Þorleifur keppti í millivigt á mótinu en hann vann fyrst Indverjann Aravind Veeranna á 12 sekúndum og vann síðan Þjóðverjann Waldemar Holodenko með svokallaðir „arm-triangle“ hengingu í þriðju lotu. Ingibjörg Helga hafði talsverða yfirburði í fyrsta bardaga sínum á móti Amy O’mara frá Englandi. Bardaginn fór þó allar þrjár loturnar en lauk með einróma dómaraákvörðun Ingibjörgu í hag. Halldór Logi Valsson og Kári Jóhannesson féllu út í fyrradag og þeir Ásgeir Marteinsson og Oliver Axfjörð Sveinsson á mánudaginn. Íslenski hópurinn kemur því ekki heim með verðlaun af Heimsmeistaramótinu í ár. Heimsmeistaramót áhugamanna í MMA (blönduðum bardagaíþróttum) fer fram í Barein en keppt er bæði í flokki fullorðinna (21 árs og eldri) og ungmenna U21 (18-20 ára). Mótið er líkt og áður á vegum Alþjóðlegu MMA Samtakanna (International MMA Federation - IMMAF). Þetta er stærsta heimsmeistarakeppni í MMA áhugamanna hingað til en tæplega þrjú hundruð keppendur frá rúmlega fimmtíu löndum eru skráðir til leiks í keppni fullorðinna og áttatíu keppendur frá rúmlega þrjátíu löndum á HM ungmenna. Mótið er afar sterkt en bestu áhugamenn hvers lands fyrir sig eru sendir á mótið en flest lönd eru með úrtökumót þar sem sigurvegararnir keppa fyrir hönd síns lands. Hver bardagi þrjár lotur sem hver stendur í þrjár mínútur og keppt er eftir alþjóðlegu áhugamannareglunum í MMA. Keppt er með útsláttarfyrirkomulagi og eru eru stærstu þyngdarflokkarnir með 32 keppendum. Þeir sem fara alla leið í úrslit geta því átt von á því að keppa fimm bardaga á sex dögum.Keppendur frá Íslandi voru fimm í flokki fullorðinna og einn í U21. Íslensku keppendurnir eru: Ingibjörg Helga Arnþórsdóttir (Týr) – Strávigt (-52 kg) Ásgeir Marteinsson (Mjölnir) – Bantamvigt (-61 kg) Kári Jóhannesson (Mjölnir) – Veltivigt (-77 kg) Björn Þorleifur Þorleifsson (Mjölnir) – Millivigt (-84 kg) Halldór Logi Valsson (Mjölnir) – Léttþungavigt (-93 kg) Oliver Sveinsson (Mjölnir) – Fjaðurvigt (-66 kg): HM Ungmenna
MMA Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Varð sá hávaxnasti í sögunni Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Allt jafnt á toppnum hjá bæði körlum og konum Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Markvörðurinn hlýddi konunni og kastar nú pílum í beinni „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Grindavík og Formúlan brunar í Brasilíu Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sjá meira