Ísland átti tvo fulltrúa í átta manna úrslitum á HM í MMA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. nóvember 2018 08:45 Björn Þorleifur Þorleifsson. Mynd/Y0outube/Mjölnir MMA Allir íslensku keppendurnir eru úr leik á HM áhugamanna í blönduðu bardagaíþróttum, MMA, í ár en þriðji dagur leikanna var í gær. Björn Þorleifur Þorleifsson og Ingibjörg Helga Arnþórsdóttir voru komin í átta manna úrslit í sínum flokkum en þurftu bæði að sætt sig við tap í gær. Björn Þorleifur tapaði sínum bardaga á armlás en Ingibjörg á dómaraúrskurði. Bæði mættu þau öflugum andstæðingum. Björn mætti tvöföldum Evrópumeistara bæði þessa árs og í fyrra, Ítalanum Dario Bellandi, og Ingibjörg mætti ríkjandi Asíumeistara, Nurzhamal Sadykova frá Kasakstan. Björn Þorleifur keppti í millivigt á mótinu en hann vann fyrst Indverjann Aravind Veeranna á 12 sekúndum og vann síðan Þjóðverjann Waldemar Holodenko með svokallaðir „arm-triangle“ hengingu í þriðju lotu. Ingibjörg Helga hafði talsverða yfirburði í fyrsta bardaga sínum á móti Amy O’mara frá Englandi. Bardaginn fór þó allar þrjár loturnar en lauk með einróma dómaraákvörðun Ingibjörgu í hag. Halldór Logi Valsson og Kári Jóhannesson féllu út í fyrradag og þeir Ásgeir Marteinsson og Oliver Axfjörð Sveinsson á mánudaginn. Íslenski hópurinn kemur því ekki heim með verðlaun af Heimsmeistaramótinu í ár. Heimsmeistaramót áhugamanna í MMA (blönduðum bardagaíþróttum) fer fram í Barein en keppt er bæði í flokki fullorðinna (21 árs og eldri) og ungmenna U21 (18-20 ára). Mótið er líkt og áður á vegum Alþjóðlegu MMA Samtakanna (International MMA Federation - IMMAF). Þetta er stærsta heimsmeistarakeppni í MMA áhugamanna hingað til en tæplega þrjú hundruð keppendur frá rúmlega fimmtíu löndum eru skráðir til leiks í keppni fullorðinna og áttatíu keppendur frá rúmlega þrjátíu löndum á HM ungmenna. Mótið er afar sterkt en bestu áhugamenn hvers lands fyrir sig eru sendir á mótið en flest lönd eru með úrtökumót þar sem sigurvegararnir keppa fyrir hönd síns lands. Hver bardagi þrjár lotur sem hver stendur í þrjár mínútur og keppt er eftir alþjóðlegu áhugamannareglunum í MMA. Keppt er með útsláttarfyrirkomulagi og eru eru stærstu þyngdarflokkarnir með 32 keppendum. Þeir sem fara alla leið í úrslit geta því átt von á því að keppa fimm bardaga á sex dögum.Keppendur frá Íslandi voru fimm í flokki fullorðinna og einn í U21. Íslensku keppendurnir eru: Ingibjörg Helga Arnþórsdóttir (Týr) – Strávigt (-52 kg) Ásgeir Marteinsson (Mjölnir) – Bantamvigt (-61 kg) Kári Jóhannesson (Mjölnir) – Veltivigt (-77 kg) Björn Þorleifur Þorleifsson (Mjölnir) – Millivigt (-84 kg) Halldór Logi Valsson (Mjölnir) – Léttþungavigt (-93 kg) Oliver Sveinsson (Mjölnir) – Fjaðurvigt (-66 kg): HM Ungmenna MMA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Sjá meira
Allir íslensku keppendurnir eru úr leik á HM áhugamanna í blönduðu bardagaíþróttum, MMA, í ár en þriðji dagur leikanna var í gær. Björn Þorleifur Þorleifsson og Ingibjörg Helga Arnþórsdóttir voru komin í átta manna úrslit í sínum flokkum en þurftu bæði að sætt sig við tap í gær. Björn Þorleifur tapaði sínum bardaga á armlás en Ingibjörg á dómaraúrskurði. Bæði mættu þau öflugum andstæðingum. Björn mætti tvöföldum Evrópumeistara bæði þessa árs og í fyrra, Ítalanum Dario Bellandi, og Ingibjörg mætti ríkjandi Asíumeistara, Nurzhamal Sadykova frá Kasakstan. Björn Þorleifur keppti í millivigt á mótinu en hann vann fyrst Indverjann Aravind Veeranna á 12 sekúndum og vann síðan Þjóðverjann Waldemar Holodenko með svokallaðir „arm-triangle“ hengingu í þriðju lotu. Ingibjörg Helga hafði talsverða yfirburði í fyrsta bardaga sínum á móti Amy O’mara frá Englandi. Bardaginn fór þó allar þrjár loturnar en lauk með einróma dómaraákvörðun Ingibjörgu í hag. Halldór Logi Valsson og Kári Jóhannesson féllu út í fyrradag og þeir Ásgeir Marteinsson og Oliver Axfjörð Sveinsson á mánudaginn. Íslenski hópurinn kemur því ekki heim með verðlaun af Heimsmeistaramótinu í ár. Heimsmeistaramót áhugamanna í MMA (blönduðum bardagaíþróttum) fer fram í Barein en keppt er bæði í flokki fullorðinna (21 árs og eldri) og ungmenna U21 (18-20 ára). Mótið er líkt og áður á vegum Alþjóðlegu MMA Samtakanna (International MMA Federation - IMMAF). Þetta er stærsta heimsmeistarakeppni í MMA áhugamanna hingað til en tæplega þrjú hundruð keppendur frá rúmlega fimmtíu löndum eru skráðir til leiks í keppni fullorðinna og áttatíu keppendur frá rúmlega þrjátíu löndum á HM ungmenna. Mótið er afar sterkt en bestu áhugamenn hvers lands fyrir sig eru sendir á mótið en flest lönd eru með úrtökumót þar sem sigurvegararnir keppa fyrir hönd síns lands. Hver bardagi þrjár lotur sem hver stendur í þrjár mínútur og keppt er eftir alþjóðlegu áhugamannareglunum í MMA. Keppt er með útsláttarfyrirkomulagi og eru eru stærstu þyngdarflokkarnir með 32 keppendum. Þeir sem fara alla leið í úrslit geta því átt von á því að keppa fimm bardaga á sex dögum.Keppendur frá Íslandi voru fimm í flokki fullorðinna og einn í U21. Íslensku keppendurnir eru: Ingibjörg Helga Arnþórsdóttir (Týr) – Strávigt (-52 kg) Ásgeir Marteinsson (Mjölnir) – Bantamvigt (-61 kg) Kári Jóhannesson (Mjölnir) – Veltivigt (-77 kg) Björn Þorleifur Þorleifsson (Mjölnir) – Millivigt (-84 kg) Halldór Logi Valsson (Mjölnir) – Léttþungavigt (-93 kg) Oliver Sveinsson (Mjölnir) – Fjaðurvigt (-66 kg): HM Ungmenna
MMA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Sjá meira