Fundu nýlegan og risavaxinn loftsteinagíg undir Grænlandsjökli Kjartan Kjartansson skrifar 15. nóvember 2018 16:38 Ísinn yfir gígnum er allt að kílómetra þykkur. Hann ber þess merki að eitthvað hafi raskað flæði hans verulega á pleistósentímabilinu. NASA/Cindy Starr Danskir vísindamenn hafa fundið yngsta þekkta loftsteinagíginn á jörðinni undir kílómetra þykkum ís á Grænlandi. Loftsteinagígurinn er sá fyrsti sem finnst undir jökli. Hann er svo nýlegur á jarðfræðilegan mælikvarða að hann gæti hafa myndast á síðustu ísöld. Gígurinn fannst undir Híavatajöklinum á norðvesturodda Grænlands. Hann er um þrjú hundruð metra djúpur og 31 kílómetri að þvermáli, töluvert stærri að flatarmáli en stórborgin París. Líklegt er talið að þetta sé yngsti loftsteinagígur sem fundist hefur á jörðinni en hann er á meðal þeirra 25 stærstu sem þekktir eru. Það voru vísindamenn við Náttúruminjasafnið í Kaupmannahöfn sem komust fyrst á slóð gígsins árið 2015. Þeir komu auga á stóra hringlaga dæld undir jöklinum þegar þeir fóru yfir kort bandarísku geimsvísindastofnunarinnar af Grænlandi. Mynduðu þeir tilgátu um að loftsteinn hefði myndað dældina, ekki síst í ljósi þess að stórt brot úr loftsteini sem hafði fundist nærri jöklinum var til sýnis við safnið. Í kjölfarið flaug þýsk rannsóknarflugvél yfir Híavatajökulinn með öflugum radar sem kortlagði berggrunninn undir honum og þykkt, uppbyggingu og aldur íssins árið 2016. Í ljós kom að elsti ísinn var tiltölulega ungur á grænlenskan mælikvarða og bar merki þess að hafa orðið fyrir verulegu raski, jafnvel undir lok síðustu ísaldar. Í vettvangsferðum vísindamanna að jöklinum árið 2016 og 2017 fannst bergtegundin kvarts í framburði ár sem rennur undan jöklinum. Steindirnar báru vitni um gríðarlegan árekstur í fyrndinni.Brún Híavatajökulsins er hálfhringlaga þar sem ísinn flæðir fram yfir brún gígsins.NASA/John SonntagÍsinn hefði gufað upp samstundist og haft mikil áhrif á líf og loftslag Myndin sem vísindamennirnir hafa púslað saman úr vísbendingunum er að loftsteinn, allt að kílómetra breiður, hafi skollið á jöklinum. Vísindamennirnir geta þó ekki fullyrt með vissu hvenær áreksturinn átti sér stað nákvæmlega. Líklegast lenti loftsteinninn á Grænlandi á síðasta ísaldartímabili, pleistósentímabilinu, fyrir innan við þremur milljónum ára. Mögulega átti áreksturinn sér þó stað á síðustu ísöld fyrir aðeins 12.000 til 115.000 árum. Þá er einnig talið mögulegt að lofsteinninn hafi skollið á Grænlandi þegar það var þakið ís. Ísinn þar sem loftsteinninn skall niður hefði gufað samstundis upp og vatnið endað úti í hafinu. Þannig hefði loftslag jarðar og lífið á henni orðið fyrir verulegum áhrifum, að því er kemur fram í umfjöllun Goddard-geimrannsóknastofnunar NASA.New York Times segir að næstu skref vísindamanna verði að taka ískjarnasýni til að finna vísbendingar um nánari tímasetningu á árekstrinum og kanna hvernig hann hafði áhrif á loftslag jarðarinnar.Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá skýringarmyndband NASA á fundi loftsteinagígsins undir Híavatajöklinum á norðvesturodda Grænlands. Grænland Norðurlönd Vísindi Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Danskir vísindamenn hafa fundið yngsta þekkta loftsteinagíginn á jörðinni undir kílómetra þykkum ís á Grænlandi. Loftsteinagígurinn er sá fyrsti sem finnst undir jökli. Hann er svo nýlegur á jarðfræðilegan mælikvarða að hann gæti hafa myndast á síðustu ísöld. Gígurinn fannst undir Híavatajöklinum á norðvesturodda Grænlands. Hann er um þrjú hundruð metra djúpur og 31 kílómetri að þvermáli, töluvert stærri að flatarmáli en stórborgin París. Líklegt er talið að þetta sé yngsti loftsteinagígur sem fundist hefur á jörðinni en hann er á meðal þeirra 25 stærstu sem þekktir eru. Það voru vísindamenn við Náttúruminjasafnið í Kaupmannahöfn sem komust fyrst á slóð gígsins árið 2015. Þeir komu auga á stóra hringlaga dæld undir jöklinum þegar þeir fóru yfir kort bandarísku geimsvísindastofnunarinnar af Grænlandi. Mynduðu þeir tilgátu um að loftsteinn hefði myndað dældina, ekki síst í ljósi þess að stórt brot úr loftsteini sem hafði fundist nærri jöklinum var til sýnis við safnið. Í kjölfarið flaug þýsk rannsóknarflugvél yfir Híavatajökulinn með öflugum radar sem kortlagði berggrunninn undir honum og þykkt, uppbyggingu og aldur íssins árið 2016. Í ljós kom að elsti ísinn var tiltölulega ungur á grænlenskan mælikvarða og bar merki þess að hafa orðið fyrir verulegu raski, jafnvel undir lok síðustu ísaldar. Í vettvangsferðum vísindamanna að jöklinum árið 2016 og 2017 fannst bergtegundin kvarts í framburði ár sem rennur undan jöklinum. Steindirnar báru vitni um gríðarlegan árekstur í fyrndinni.Brún Híavatajökulsins er hálfhringlaga þar sem ísinn flæðir fram yfir brún gígsins.NASA/John SonntagÍsinn hefði gufað upp samstundist og haft mikil áhrif á líf og loftslag Myndin sem vísindamennirnir hafa púslað saman úr vísbendingunum er að loftsteinn, allt að kílómetra breiður, hafi skollið á jöklinum. Vísindamennirnir geta þó ekki fullyrt með vissu hvenær áreksturinn átti sér stað nákvæmlega. Líklegast lenti loftsteinninn á Grænlandi á síðasta ísaldartímabili, pleistósentímabilinu, fyrir innan við þremur milljónum ára. Mögulega átti áreksturinn sér þó stað á síðustu ísöld fyrir aðeins 12.000 til 115.000 árum. Þá er einnig talið mögulegt að lofsteinninn hafi skollið á Grænlandi þegar það var þakið ís. Ísinn þar sem loftsteinninn skall niður hefði gufað samstundis upp og vatnið endað úti í hafinu. Þannig hefði loftslag jarðar og lífið á henni orðið fyrir verulegum áhrifum, að því er kemur fram í umfjöllun Goddard-geimrannsóknastofnunar NASA.New York Times segir að næstu skref vísindamanna verði að taka ískjarnasýni til að finna vísbendingar um nánari tímasetningu á árekstrinum og kanna hvernig hann hafði áhrif á loftslag jarðarinnar.Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá skýringarmyndband NASA á fundi loftsteinagígsins undir Híavatajöklinum á norðvesturodda Grænlands.
Grænland Norðurlönd Vísindi Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira