Vilja kanna skaðabótaskyldu vegna Banksy Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. nóvember 2018 09:41 Jón Gnarr fyrir framan verkið á skrifstofu borgarstjóra þegar hann gegndi því embætti. Fréttablaðið/GVA Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og áheyrnarfulltrúi Miðflokksins lögðu fram tillögu á fundi borgarráðs í gær þess efnis að borgin kanni hvort skaðabótaskyldi hafi skapast þegar Jón Gnarr lét farga listaverki eftir Banksy sem hékk á skrifstofu borgarstjóra þegar Jón gegndi því embætti. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag en þar segir jafnframt borgarráðsfulltrúarnir og áheyrnarfulltrúinn hafi lagt fram fyrirspurn þar sem óskað var eftir öllum samskiptum Jóns, eða annarra starfsmanna Reykjavíkurborgar, við fulltrúa listamannsins. Jón hefur sjálfur sagt frá því að hann hafi falast sjálfur eftir verki eftir Banksy á meðan hann gegndi embætti borgarstjóra. Fékk hann verkið sent með þeim skilyrðum að það yrði hengt upp á skrifstofu borgarstjóra sem var og gert. Jón tók verkið hins vegar heim til sín þegar hann hætti sem borgarstjóri árið 2014 og segist hafa gert það til minningar um borgarstjóratíðina.Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði fyrirspurnina og tillöguna fram fyrir hönd Sjálfstæðisflokks og Miðflokks.Vísir/EgillAðeins plakat sem sé ekki mikils virði Síðustu viku hefur mikið verið fjallað um málið eftir að Fréttablaðið greindi frá því að Jón hefði tekið verkið með sér. Segir hann að það hafi verið persónuleg gjöf sem sé ekki mikils virði; hann hafi fengið verkið sent í tölvupósti, látið prenta það út og svo sett á álplötu. Bar hann sjálfur kostnaðinn af því, en Jón hefur sagt verkið aðeins vera plakat sem hægt sé að kaupa fyrir lága upphæð á netinu. Það sé því ekki eins verðmætt og haldið hafi verið fram í fjölmiðlum. Það var svo í fyrradag sem Jón lét farga verkinu vegna umræðunnar síðustu daga og spurninga um hvort honum hafi verið heimilt að taka með sér verk af skrifstofu borgarstjóra sem hann fékk þegar hann gegndi því embætti. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og áheyrnarfulltrúi Miðflokksins óskuðu jafnframt eftir því á borgarráðsfundi í gær að borgarlögmaður myndi skila áliti á því hvort Jóni hafi verið heimilt að taka verk Banksy með sér heim að lokinni borgarstjórnartíðinni. Var afgreiðslu málsins frestað á fundinum í gær en hér fyrir neðan má sjá fyrirspurn og tillögu fulltrúanna:Fyrirspurn: Óskað er eftir öllum samskiptum við fulltrúa listamannsins Banksy vegna verks sem Jón Gnarr fyrrv. borgarstjóri fékk með þeim skilyrðum að það héngi á skrifstofu borgarstjóra. Þannig er óskað eftir upplýsingum um þau samskipti sem fóru fram í gegnum fyrrv. borgarstjóra eða aðra starfsmenn Reykjavíkurborgar við fulltrúa Bansky.Óskað er eftir áliti borgarlögmanns á því hvort Jóni Gnarr hafi verið heimilt að taka verk listamannsins Banksy með sér heim að lokinni borgarstjórnar tíð hans.Tillaga: Lagt er til að Reykjavíkurborg kanni hvort hér hafi myndast skaðabótaskylda gagnvart borginni. Fréttin hefur verið uppfærð með texta tillögunnar og fyrirspurninni. Banksy og Jón Gnarr Tengdar fréttir Borgin hefur engin áform uppi um að kalla eftir Banksy-mynd Jóns Gnarr Umræðan um Banksy-myndina kom illa við skemmtikraftinn. 12. nóvember 2018 12:13 Jón Gnarr segir að Banksy-verk hans sé einungis plakat sem sé hægt að kaupa á netinu fyrir smápeninga Jón Gnarr segir að Banksy-listaverkið sem honum var gefið er hann var borgarstjóri og hangi nú heima hjá honum sé ekki upprunalegt verk eftir Banksy heldur einungis plaggat sem hægt sé að kaupa á netinu fyrir litlar fjárhæðir 11. nóvember 2018 13:58 Jón lét pússa Banksy-myndina af álplötunni Birti myndband af framkvæmdinni á Facebook. 14. nóvember 2018 20:08 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og áheyrnarfulltrúi Miðflokksins lögðu fram tillögu á fundi borgarráðs í gær þess efnis að borgin kanni hvort skaðabótaskyldi hafi skapast þegar Jón Gnarr lét farga listaverki eftir Banksy sem hékk á skrifstofu borgarstjóra þegar Jón gegndi því embætti. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag en þar segir jafnframt borgarráðsfulltrúarnir og áheyrnarfulltrúinn hafi lagt fram fyrirspurn þar sem óskað var eftir öllum samskiptum Jóns, eða annarra starfsmanna Reykjavíkurborgar, við fulltrúa listamannsins. Jón hefur sjálfur sagt frá því að hann hafi falast sjálfur eftir verki eftir Banksy á meðan hann gegndi embætti borgarstjóra. Fékk hann verkið sent með þeim skilyrðum að það yrði hengt upp á skrifstofu borgarstjóra sem var og gert. Jón tók verkið hins vegar heim til sín þegar hann hætti sem borgarstjóri árið 2014 og segist hafa gert það til minningar um borgarstjóratíðina.Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði fyrirspurnina og tillöguna fram fyrir hönd Sjálfstæðisflokks og Miðflokks.Vísir/EgillAðeins plakat sem sé ekki mikils virði Síðustu viku hefur mikið verið fjallað um málið eftir að Fréttablaðið greindi frá því að Jón hefði tekið verkið með sér. Segir hann að það hafi verið persónuleg gjöf sem sé ekki mikils virði; hann hafi fengið verkið sent í tölvupósti, látið prenta það út og svo sett á álplötu. Bar hann sjálfur kostnaðinn af því, en Jón hefur sagt verkið aðeins vera plakat sem hægt sé að kaupa fyrir lága upphæð á netinu. Það sé því ekki eins verðmætt og haldið hafi verið fram í fjölmiðlum. Það var svo í fyrradag sem Jón lét farga verkinu vegna umræðunnar síðustu daga og spurninga um hvort honum hafi verið heimilt að taka með sér verk af skrifstofu borgarstjóra sem hann fékk þegar hann gegndi því embætti. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og áheyrnarfulltrúi Miðflokksins óskuðu jafnframt eftir því á borgarráðsfundi í gær að borgarlögmaður myndi skila áliti á því hvort Jóni hafi verið heimilt að taka verk Banksy með sér heim að lokinni borgarstjórnartíðinni. Var afgreiðslu málsins frestað á fundinum í gær en hér fyrir neðan má sjá fyrirspurn og tillögu fulltrúanna:Fyrirspurn: Óskað er eftir öllum samskiptum við fulltrúa listamannsins Banksy vegna verks sem Jón Gnarr fyrrv. borgarstjóri fékk með þeim skilyrðum að það héngi á skrifstofu borgarstjóra. Þannig er óskað eftir upplýsingum um þau samskipti sem fóru fram í gegnum fyrrv. borgarstjóra eða aðra starfsmenn Reykjavíkurborgar við fulltrúa Bansky.Óskað er eftir áliti borgarlögmanns á því hvort Jóni Gnarr hafi verið heimilt að taka verk listamannsins Banksy með sér heim að lokinni borgarstjórnar tíð hans.Tillaga: Lagt er til að Reykjavíkurborg kanni hvort hér hafi myndast skaðabótaskylda gagnvart borginni. Fréttin hefur verið uppfærð með texta tillögunnar og fyrirspurninni.
Banksy og Jón Gnarr Tengdar fréttir Borgin hefur engin áform uppi um að kalla eftir Banksy-mynd Jóns Gnarr Umræðan um Banksy-myndina kom illa við skemmtikraftinn. 12. nóvember 2018 12:13 Jón Gnarr segir að Banksy-verk hans sé einungis plakat sem sé hægt að kaupa á netinu fyrir smápeninga Jón Gnarr segir að Banksy-listaverkið sem honum var gefið er hann var borgarstjóri og hangi nú heima hjá honum sé ekki upprunalegt verk eftir Banksy heldur einungis plaggat sem hægt sé að kaupa á netinu fyrir litlar fjárhæðir 11. nóvember 2018 13:58 Jón lét pússa Banksy-myndina af álplötunni Birti myndband af framkvæmdinni á Facebook. 14. nóvember 2018 20:08 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira
Borgin hefur engin áform uppi um að kalla eftir Banksy-mynd Jóns Gnarr Umræðan um Banksy-myndina kom illa við skemmtikraftinn. 12. nóvember 2018 12:13
Jón Gnarr segir að Banksy-verk hans sé einungis plakat sem sé hægt að kaupa á netinu fyrir smápeninga Jón Gnarr segir að Banksy-listaverkið sem honum var gefið er hann var borgarstjóri og hangi nú heima hjá honum sé ekki upprunalegt verk eftir Banksy heldur einungis plaggat sem hægt sé að kaupa á netinu fyrir litlar fjárhæðir 11. nóvember 2018 13:58
Jón lét pússa Banksy-myndina af álplötunni Birti myndband af framkvæmdinni á Facebook. 14. nóvember 2018 20:08