Segist ekki hafa vitað af tengslum Facebook við fyrirtæki sem beindi spjótum sínum að Soros Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. nóvember 2018 12:04 Mark Zuckerberg. vísir/epa Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, tók til varna í samtali við blaðamenn í gær þegar hann sagðist ekkert hafa vitað af því að fyrirtæki hans hefði fengið almannatengslafyrirtæki til liðs við sig til að grafa undan gagnrýnendum Facebook. Fyrirtækið, Definers Public Affairs, kom þeim skilaboðum meðal annars ítrekað á framfæri að milljarðamæringurinn og gyðingurinn George Soros stæði á bak við ófrægingarherferð gegn Facebook. Zuckerberg segist fyrst hafa frétt af þessu í ítarlegri umfjöllun New York Times um Facebook sem birtist fyrr í vikunni. „Um leið og ég komst að þessu sagði ég teyminu okkar að við myndum ekki halda áfram að vinna með þessu fyrirtæki,“ sagði Zuckerberg en ýjaði þó að því að Soros væri í raun á bak við grasrótarsamtök sem hafa gagnrýnt Facebook harðlega, þar á meðal Freedom from Facebook. „Það átti ekki að ráðast gegn tilteknum einstaklingi heldur að sýna að samtök sem létu líta út fyrir að þau væru grasrótarsamtök væru í raun fjármögnuð af, eða við skulum bara segja að þetta voru ekki sjálfsprottin grasrótarsamtök. Ég ber mikla virðingu fyrir George Soros þó að við séum ósammála um áhrif og mikilvægi internetsins,“ sagði Zuckerberg. Zuckerberg svaraði spurningum blaðamanna í kjölfarið á grein New York Times sem afhjúpaði hvernig stjórnendur Facebook hafa tekist á við ýmis vandamál undanfarið, til að mynda áhrif erlendra ríkja á kosningar, hatursorðræðu og Cambridge Analytica-skandalinn. Áður hafði Facebook sent frá sér yfirlýsingu vegna greinarinnar þar sem því var hafnað að herferðir Definers Puclic Affairs væru andgyðinglegar, en þekkt er að Soros og samsæriskenningar tengdar honum eru notaðar í andgyðinglegri umræðu á Facebook. Facebook Tengdar fréttir Facebook sagt hafa grafið undan gagnrýnendum með því að tengja þá við Soros Facebook réð almannatengslafyrirtæki til þess að reyna að grafa undan gagnrýnendum samfélagsmiðlarisans með því að tengja gagnrýnendurna við milljarðamæringinn George Soros. 15. nóvember 2018 09:15 Facebook enn og aftur á hælunum Forsvarsmenn Facebook segjast ekki hafa reynt að afvegaleiða almenning í tengslum við áróðursherferð Rússa á samfélagsmiðli fyrirtækisins í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum 2016. 15. nóvember 2018 15:30 Mest lesið Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Viðskipti innlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, tók til varna í samtali við blaðamenn í gær þegar hann sagðist ekkert hafa vitað af því að fyrirtæki hans hefði fengið almannatengslafyrirtæki til liðs við sig til að grafa undan gagnrýnendum Facebook. Fyrirtækið, Definers Public Affairs, kom þeim skilaboðum meðal annars ítrekað á framfæri að milljarðamæringurinn og gyðingurinn George Soros stæði á bak við ófrægingarherferð gegn Facebook. Zuckerberg segist fyrst hafa frétt af þessu í ítarlegri umfjöllun New York Times um Facebook sem birtist fyrr í vikunni. „Um leið og ég komst að þessu sagði ég teyminu okkar að við myndum ekki halda áfram að vinna með þessu fyrirtæki,“ sagði Zuckerberg en ýjaði þó að því að Soros væri í raun á bak við grasrótarsamtök sem hafa gagnrýnt Facebook harðlega, þar á meðal Freedom from Facebook. „Það átti ekki að ráðast gegn tilteknum einstaklingi heldur að sýna að samtök sem létu líta út fyrir að þau væru grasrótarsamtök væru í raun fjármögnuð af, eða við skulum bara segja að þetta voru ekki sjálfsprottin grasrótarsamtök. Ég ber mikla virðingu fyrir George Soros þó að við séum ósammála um áhrif og mikilvægi internetsins,“ sagði Zuckerberg. Zuckerberg svaraði spurningum blaðamanna í kjölfarið á grein New York Times sem afhjúpaði hvernig stjórnendur Facebook hafa tekist á við ýmis vandamál undanfarið, til að mynda áhrif erlendra ríkja á kosningar, hatursorðræðu og Cambridge Analytica-skandalinn. Áður hafði Facebook sent frá sér yfirlýsingu vegna greinarinnar þar sem því var hafnað að herferðir Definers Puclic Affairs væru andgyðinglegar, en þekkt er að Soros og samsæriskenningar tengdar honum eru notaðar í andgyðinglegri umræðu á Facebook.
Facebook Tengdar fréttir Facebook sagt hafa grafið undan gagnrýnendum með því að tengja þá við Soros Facebook réð almannatengslafyrirtæki til þess að reyna að grafa undan gagnrýnendum samfélagsmiðlarisans með því að tengja gagnrýnendurna við milljarðamæringinn George Soros. 15. nóvember 2018 09:15 Facebook enn og aftur á hælunum Forsvarsmenn Facebook segjast ekki hafa reynt að afvegaleiða almenning í tengslum við áróðursherferð Rússa á samfélagsmiðli fyrirtækisins í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum 2016. 15. nóvember 2018 15:30 Mest lesið Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Viðskipti innlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Facebook sagt hafa grafið undan gagnrýnendum með því að tengja þá við Soros Facebook réð almannatengslafyrirtæki til þess að reyna að grafa undan gagnrýnendum samfélagsmiðlarisans með því að tengja gagnrýnendurna við milljarðamæringinn George Soros. 15. nóvember 2018 09:15
Facebook enn og aftur á hælunum Forsvarsmenn Facebook segjast ekki hafa reynt að afvegaleiða almenning í tengslum við áróðursherferð Rússa á samfélagsmiðli fyrirtækisins í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum 2016. 15. nóvember 2018 15:30