Segist ekki hafa vitað af tengslum Facebook við fyrirtæki sem beindi spjótum sínum að Soros Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. nóvember 2018 12:04 Mark Zuckerberg. vísir/epa Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, tók til varna í samtali við blaðamenn í gær þegar hann sagðist ekkert hafa vitað af því að fyrirtæki hans hefði fengið almannatengslafyrirtæki til liðs við sig til að grafa undan gagnrýnendum Facebook. Fyrirtækið, Definers Public Affairs, kom þeim skilaboðum meðal annars ítrekað á framfæri að milljarðamæringurinn og gyðingurinn George Soros stæði á bak við ófrægingarherferð gegn Facebook. Zuckerberg segist fyrst hafa frétt af þessu í ítarlegri umfjöllun New York Times um Facebook sem birtist fyrr í vikunni. „Um leið og ég komst að þessu sagði ég teyminu okkar að við myndum ekki halda áfram að vinna með þessu fyrirtæki,“ sagði Zuckerberg en ýjaði þó að því að Soros væri í raun á bak við grasrótarsamtök sem hafa gagnrýnt Facebook harðlega, þar á meðal Freedom from Facebook. „Það átti ekki að ráðast gegn tilteknum einstaklingi heldur að sýna að samtök sem létu líta út fyrir að þau væru grasrótarsamtök væru í raun fjármögnuð af, eða við skulum bara segja að þetta voru ekki sjálfsprottin grasrótarsamtök. Ég ber mikla virðingu fyrir George Soros þó að við séum ósammála um áhrif og mikilvægi internetsins,“ sagði Zuckerberg. Zuckerberg svaraði spurningum blaðamanna í kjölfarið á grein New York Times sem afhjúpaði hvernig stjórnendur Facebook hafa tekist á við ýmis vandamál undanfarið, til að mynda áhrif erlendra ríkja á kosningar, hatursorðræðu og Cambridge Analytica-skandalinn. Áður hafði Facebook sent frá sér yfirlýsingu vegna greinarinnar þar sem því var hafnað að herferðir Definers Puclic Affairs væru andgyðinglegar, en þekkt er að Soros og samsæriskenningar tengdar honum eru notaðar í andgyðinglegri umræðu á Facebook. Facebook Tengdar fréttir Facebook sagt hafa grafið undan gagnrýnendum með því að tengja þá við Soros Facebook réð almannatengslafyrirtæki til þess að reyna að grafa undan gagnrýnendum samfélagsmiðlarisans með því að tengja gagnrýnendurna við milljarðamæringinn George Soros. 15. nóvember 2018 09:15 Facebook enn og aftur á hælunum Forsvarsmenn Facebook segjast ekki hafa reynt að afvegaleiða almenning í tengslum við áróðursherferð Rússa á samfélagsmiðli fyrirtækisins í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum 2016. 15. nóvember 2018 15:30 Mest lesið Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, tók til varna í samtali við blaðamenn í gær þegar hann sagðist ekkert hafa vitað af því að fyrirtæki hans hefði fengið almannatengslafyrirtæki til liðs við sig til að grafa undan gagnrýnendum Facebook. Fyrirtækið, Definers Public Affairs, kom þeim skilaboðum meðal annars ítrekað á framfæri að milljarðamæringurinn og gyðingurinn George Soros stæði á bak við ófrægingarherferð gegn Facebook. Zuckerberg segist fyrst hafa frétt af þessu í ítarlegri umfjöllun New York Times um Facebook sem birtist fyrr í vikunni. „Um leið og ég komst að þessu sagði ég teyminu okkar að við myndum ekki halda áfram að vinna með þessu fyrirtæki,“ sagði Zuckerberg en ýjaði þó að því að Soros væri í raun á bak við grasrótarsamtök sem hafa gagnrýnt Facebook harðlega, þar á meðal Freedom from Facebook. „Það átti ekki að ráðast gegn tilteknum einstaklingi heldur að sýna að samtök sem létu líta út fyrir að þau væru grasrótarsamtök væru í raun fjármögnuð af, eða við skulum bara segja að þetta voru ekki sjálfsprottin grasrótarsamtök. Ég ber mikla virðingu fyrir George Soros þó að við séum ósammála um áhrif og mikilvægi internetsins,“ sagði Zuckerberg. Zuckerberg svaraði spurningum blaðamanna í kjölfarið á grein New York Times sem afhjúpaði hvernig stjórnendur Facebook hafa tekist á við ýmis vandamál undanfarið, til að mynda áhrif erlendra ríkja á kosningar, hatursorðræðu og Cambridge Analytica-skandalinn. Áður hafði Facebook sent frá sér yfirlýsingu vegna greinarinnar þar sem því var hafnað að herferðir Definers Puclic Affairs væru andgyðinglegar, en þekkt er að Soros og samsæriskenningar tengdar honum eru notaðar í andgyðinglegri umræðu á Facebook.
Facebook Tengdar fréttir Facebook sagt hafa grafið undan gagnrýnendum með því að tengja þá við Soros Facebook réð almannatengslafyrirtæki til þess að reyna að grafa undan gagnrýnendum samfélagsmiðlarisans með því að tengja gagnrýnendurna við milljarðamæringinn George Soros. 15. nóvember 2018 09:15 Facebook enn og aftur á hælunum Forsvarsmenn Facebook segjast ekki hafa reynt að afvegaleiða almenning í tengslum við áróðursherferð Rússa á samfélagsmiðli fyrirtækisins í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum 2016. 15. nóvember 2018 15:30 Mest lesið Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Facebook sagt hafa grafið undan gagnrýnendum með því að tengja þá við Soros Facebook réð almannatengslafyrirtæki til þess að reyna að grafa undan gagnrýnendum samfélagsmiðlarisans með því að tengja gagnrýnendurna við milljarðamæringinn George Soros. 15. nóvember 2018 09:15
Facebook enn og aftur á hælunum Forsvarsmenn Facebook segjast ekki hafa reynt að afvegaleiða almenning í tengslum við áróðursherferð Rússa á samfélagsmiðli fyrirtækisins í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum 2016. 15. nóvember 2018 15:30