Trump virti fyrir sér eyðilegginguna í Kaliforníu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. nóvember 2018 07:45 Bandaríkjaforseti heimsótti Norður-Kaliforníu í dag en þar geysa enn mannskæðustu skógareldar í sögu ríkisins. vísir/ap „Við höfum aldrei séð neitt þessu líkt í Kaliforníu, við höfum aldrei séð neitt þessu líkt hingað til. Þetta er eins og algjör eyðilegging,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti þegar hann kannaði aðstæður í Norður-Kaliforníu en svæðið hefur orðið illa úti í skógareldum sem geysa enn og að minnsta kosti 71 hefur látið lífið. „Fólk verður að sjá þetta með berum augum til að ná utan um það sem hefur gerst,“ sagði forsetinn í ræðu sem hann flutti í bænum Paradís. Kevin McCarthy, formaður þingflokks Repúblikana og þingmennirnir Ken Calvert og Doug LaMalfa voru með honum í för. Trump heimsótti aðgerðarmiðstöðina og hitti viðbragðsaðila og hældi þeim fyrir vel unnin störf. Trump hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín um skógareldana og stjórnun skóglendis í Kaliforníu sem hann lét falla í síðustu viku. Hans fyrstu viðbrögð voru að beina spjótum sínum að stjórnun skóglendisins, henni væri ábótavant og væri að miklu leyti um að kenna. Þegar blaðamenn spurðu hann hvort eyðileggingin í bænum Paradís hafi orðið til þess að breyta skoðunum hans um loftslagsbreytingar af mannavöldum svaraði Trump: „Nei, ég hef mjög sterkar skoðanir. Ég vil frábært loftslag og við munum fá það og við munum líka fá skóglendi sem verður mjög öruggt.“ Bandaríkin Donald Trump Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Mun fleiri saknað en áður var talið Fjöldi þeirra sem saknað er eftir Camp eldinn í Norður Kalíforníu er nú talinn vera 631 en í gær stóð talan í um 300. 16. nóvember 2018 07:45 Alls 59 látnir og 130 enn saknað í Kaliforníu 450 manns leita nú skipulega í rústum húsa á svæðinu og í bílum sem brunnið hafa á aðliggjandi vegum. 15. nóvember 2018 08:02 Fjölda fólks er enn saknað í Paradís og fleiri lík finnast Alls eru nú 48 látnir og er fjölmargra saknað. Ekki liggur fyrir með vissu hve margra er saknað en fyrr í vikunni var áætlað að þeir væru um 200 talsins. 14. nóvember 2018 10:27 Staðfest að fimmtíu hafi látið lífið í eldunum í Kaliforníu Þúsundir slökkviliðsmanna berjast enn við þrjá skógar- og kjarrelda á vesturströnd Bandaríkjanna. 14. nóvember 2018 23:30 Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Fleiri fréttir Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Sjá meira
„Við höfum aldrei séð neitt þessu líkt í Kaliforníu, við höfum aldrei séð neitt þessu líkt hingað til. Þetta er eins og algjör eyðilegging,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti þegar hann kannaði aðstæður í Norður-Kaliforníu en svæðið hefur orðið illa úti í skógareldum sem geysa enn og að minnsta kosti 71 hefur látið lífið. „Fólk verður að sjá þetta með berum augum til að ná utan um það sem hefur gerst,“ sagði forsetinn í ræðu sem hann flutti í bænum Paradís. Kevin McCarthy, formaður þingflokks Repúblikana og þingmennirnir Ken Calvert og Doug LaMalfa voru með honum í för. Trump heimsótti aðgerðarmiðstöðina og hitti viðbragðsaðila og hældi þeim fyrir vel unnin störf. Trump hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín um skógareldana og stjórnun skóglendis í Kaliforníu sem hann lét falla í síðustu viku. Hans fyrstu viðbrögð voru að beina spjótum sínum að stjórnun skóglendisins, henni væri ábótavant og væri að miklu leyti um að kenna. Þegar blaðamenn spurðu hann hvort eyðileggingin í bænum Paradís hafi orðið til þess að breyta skoðunum hans um loftslagsbreytingar af mannavöldum svaraði Trump: „Nei, ég hef mjög sterkar skoðanir. Ég vil frábært loftslag og við munum fá það og við munum líka fá skóglendi sem verður mjög öruggt.“
Bandaríkin Donald Trump Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Mun fleiri saknað en áður var talið Fjöldi þeirra sem saknað er eftir Camp eldinn í Norður Kalíforníu er nú talinn vera 631 en í gær stóð talan í um 300. 16. nóvember 2018 07:45 Alls 59 látnir og 130 enn saknað í Kaliforníu 450 manns leita nú skipulega í rústum húsa á svæðinu og í bílum sem brunnið hafa á aðliggjandi vegum. 15. nóvember 2018 08:02 Fjölda fólks er enn saknað í Paradís og fleiri lík finnast Alls eru nú 48 látnir og er fjölmargra saknað. Ekki liggur fyrir með vissu hve margra er saknað en fyrr í vikunni var áætlað að þeir væru um 200 talsins. 14. nóvember 2018 10:27 Staðfest að fimmtíu hafi látið lífið í eldunum í Kaliforníu Þúsundir slökkviliðsmanna berjast enn við þrjá skógar- og kjarrelda á vesturströnd Bandaríkjanna. 14. nóvember 2018 23:30 Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Fleiri fréttir Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Sjá meira
Mun fleiri saknað en áður var talið Fjöldi þeirra sem saknað er eftir Camp eldinn í Norður Kalíforníu er nú talinn vera 631 en í gær stóð talan í um 300. 16. nóvember 2018 07:45
Alls 59 látnir og 130 enn saknað í Kaliforníu 450 manns leita nú skipulega í rústum húsa á svæðinu og í bílum sem brunnið hafa á aðliggjandi vegum. 15. nóvember 2018 08:02
Fjölda fólks er enn saknað í Paradís og fleiri lík finnast Alls eru nú 48 látnir og er fjölmargra saknað. Ekki liggur fyrir með vissu hve margra er saknað en fyrr í vikunni var áætlað að þeir væru um 200 talsins. 14. nóvember 2018 10:27
Staðfest að fimmtíu hafi látið lífið í eldunum í Kaliforníu Þúsundir slökkviliðsmanna berjast enn við þrjá skógar- og kjarrelda á vesturströnd Bandaríkjanna. 14. nóvember 2018 23:30