Óður til jarðar og loftslags Ari Páll Karlsson skrifar 19. nóvember 2018 15:15 Ég er mikill áhugamaður um sjónvarpsefni og finnst fátt betra en að komast í gæða þáttaraðir til þess að sökkva mér í. Einir af mínum uppáhalds eru þættirnir Game of Thrones eða Krúnuleikar eins og þeir kallast á íslensku. Game of Thrones segja frá harðri valdabaráttu í fantasíuheimi skrifuðum af George R.R. Martin, höfundi skáldsagnabálksins sem þættirnir byggjast á. Sá heimur er ekki svo ólíkur okkar eigin líkt og hann var á miðöldum, en er hins vegar ólíkur á þann hátt að árstíðir skáldsagnaheimsins geta varað í mörg ár í senn. Þegar komið er við sögu er löngu sumri að ljúka og veturinn nálgast. Stríð og styrjaldir geysa þar sem nær alla virðist hungra í járnhásætið, en sá sem þar situr er valdamesti einstaklingur veraldar. Pólitík þáttanna er flókin en það eitt er víst að margar söguhetjurnar þrá einhvers konar öryggi í skugga valds. Á meðan söguhetjurnar slást sín á milli í þrá um hagsæld fyrir sig og sína, yfirsést þeim eitt mikilvægt: Ef þau taka ekki höndum saman strax, þá er heimsendir yfirvofandi. Veturinn mikli er smátt og smátt að hellast yfir. Þegar þessi grein er skrifuð er aðeins ein sería eftir en þeim sem situr nú í járnhásætinu hefur ekki dottið í hug að standa upp gegn hættunni, enda skapar það að standa með óvinunum enga hagsæld fyrir þann sem situr þar. Að minnsta kosti ekki til skamms tíma litið. Fyrir ekki svo löngu birti milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna skýrslu þess efnis að nú væri fyrir hendi í heiminum nokkurs konar „lokaaðvörun“ til þess að aðhafast í loftlagsmálum ef við, mannkynið, ætlum okkur að lifa út þessa öld. Í skýrslunni kemur fram að á aðeins síðustu 120 árum hafi okkur tekist að hækka meðalhita jarðar um 1 gráðu á celsíus. Höldum við áfram á sömu braut er hætt við að meðalhiti hækki sem nemur 4-5 gráðum fyrir lok þessarar aldar. Eins og staðan er núna munu meira en 150 milljónir manna þurfa að flýja heimili sín fyrir árið 2050. Takist okkur hins vegar að halda hækkuninni í skefjum, eða á milli 1,5 og 2ja gráða muni það samt sem áður hafa gríðarleg áhrif á hækkun sjávar. Almennir borgarar í mörgum af stærstu heimsálfum jarðar munu, sama hvað, þurfa að leggja á flótta innan fárra ára. Parísarsamkomulagið sem hefur það markmið að halda breytingunum undir tveggja gráða markinu er góðra gjalda verð en dugar þó ekki til. Það bætir ekki úr skák að einn valdamesti ef ekki sá valdamesti maður heims, Donald Trump Bandaríkjaforseti, afneitar öllum loftlagsbreytingum. Hann dró Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu þann 1. júní 2017. Vert er að taka það fram að um 15% allra gróðurhúsalofttegunda má rekja til Bandaríkjanna einna og sér. Loftlagsmál eru nefnilega Donald Trump ekki efst í huga, enda situr hann í járnhásæti sínu í mestu makindum, fullur öryggis og það er ekki hagstætt fyrir hann að trúa því sem nær allir vísindamenn heimsins í dag sammælast um. Heimurinn þarfnast aðgerða og það strax; mér er sama þó að heimurinn í Game of Thrones farist í lokaseríunni svo lengi sem við látum þessa öld ekki vera síðustu seríuna í þáttaröðinni um mannkynið.Höfundur er bókmenntafræðinemi við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Rétt tímaskipting skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Rétt tímaskipting skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Sjá meira
Ég er mikill áhugamaður um sjónvarpsefni og finnst fátt betra en að komast í gæða þáttaraðir til þess að sökkva mér í. Einir af mínum uppáhalds eru þættirnir Game of Thrones eða Krúnuleikar eins og þeir kallast á íslensku. Game of Thrones segja frá harðri valdabaráttu í fantasíuheimi skrifuðum af George R.R. Martin, höfundi skáldsagnabálksins sem þættirnir byggjast á. Sá heimur er ekki svo ólíkur okkar eigin líkt og hann var á miðöldum, en er hins vegar ólíkur á þann hátt að árstíðir skáldsagnaheimsins geta varað í mörg ár í senn. Þegar komið er við sögu er löngu sumri að ljúka og veturinn nálgast. Stríð og styrjaldir geysa þar sem nær alla virðist hungra í járnhásætið, en sá sem þar situr er valdamesti einstaklingur veraldar. Pólitík þáttanna er flókin en það eitt er víst að margar söguhetjurnar þrá einhvers konar öryggi í skugga valds. Á meðan söguhetjurnar slást sín á milli í þrá um hagsæld fyrir sig og sína, yfirsést þeim eitt mikilvægt: Ef þau taka ekki höndum saman strax, þá er heimsendir yfirvofandi. Veturinn mikli er smátt og smátt að hellast yfir. Þegar þessi grein er skrifuð er aðeins ein sería eftir en þeim sem situr nú í járnhásætinu hefur ekki dottið í hug að standa upp gegn hættunni, enda skapar það að standa með óvinunum enga hagsæld fyrir þann sem situr þar. Að minnsta kosti ekki til skamms tíma litið. Fyrir ekki svo löngu birti milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna skýrslu þess efnis að nú væri fyrir hendi í heiminum nokkurs konar „lokaaðvörun“ til þess að aðhafast í loftlagsmálum ef við, mannkynið, ætlum okkur að lifa út þessa öld. Í skýrslunni kemur fram að á aðeins síðustu 120 árum hafi okkur tekist að hækka meðalhita jarðar um 1 gráðu á celsíus. Höldum við áfram á sömu braut er hætt við að meðalhiti hækki sem nemur 4-5 gráðum fyrir lok þessarar aldar. Eins og staðan er núna munu meira en 150 milljónir manna þurfa að flýja heimili sín fyrir árið 2050. Takist okkur hins vegar að halda hækkuninni í skefjum, eða á milli 1,5 og 2ja gráða muni það samt sem áður hafa gríðarleg áhrif á hækkun sjávar. Almennir borgarar í mörgum af stærstu heimsálfum jarðar munu, sama hvað, þurfa að leggja á flótta innan fárra ára. Parísarsamkomulagið sem hefur það markmið að halda breytingunum undir tveggja gráða markinu er góðra gjalda verð en dugar þó ekki til. Það bætir ekki úr skák að einn valdamesti ef ekki sá valdamesti maður heims, Donald Trump Bandaríkjaforseti, afneitar öllum loftlagsbreytingum. Hann dró Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu þann 1. júní 2017. Vert er að taka það fram að um 15% allra gróðurhúsalofttegunda má rekja til Bandaríkjanna einna og sér. Loftlagsmál eru nefnilega Donald Trump ekki efst í huga, enda situr hann í járnhásæti sínu í mestu makindum, fullur öryggis og það er ekki hagstætt fyrir hann að trúa því sem nær allir vísindamenn heimsins í dag sammælast um. Heimurinn þarfnast aðgerða og það strax; mér er sama þó að heimurinn í Game of Thrones farist í lokaseríunni svo lengi sem við látum þessa öld ekki vera síðustu seríuna í þáttaröðinni um mannkynið.Höfundur er bókmenntafræðinemi við Háskóla Íslands.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun