Fólkið hefur áður komið við sögu lögreglu Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. nóvember 2018 10:30 Vettvangurinn var formlega afhentur lögreglu í morgun. Á mynd sjást lögreglumenn að störfum við húsið á tíunda tímanum. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Fólkið sem er í haldi lögreglunnar á Suðurlandi vegna brunans í húsinu við Kirkjuveg á Selfossi hefur áður komið við sögu lögreglu. Þetta segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, í samtali við fréttastofu á tíunda tímanum. Gert er ráð fyrir að yfirheyrslur yfir fólkinu, húsráðanda og konu sem var gestkomandi í húsinu í gær, hefjist eftir hádegi í dag. Oddur staðfestir að tveir hafi látist í brunanum í gær. Vitað er hvaða einstaklinga um ræðir og hafa aðstandendur verið upplýstir um stöðu mála.Lögregla áður verið kölluð út í húsið Eins og áður hefur komið fram hefur ekki verið hægt að yfirheyra fólkið sem handtekið var á vettvangi í gær sökum ástands þess. Verið er að undirbúa skýrslutökur og búist er við því að þær hefjist eftir hádegi. Aðspurður segir Oddur að fólkið hafi komið áður við sögu lögreglu. Þá hafi lögregla á Suðurlandi sinnt áður útköllum í húsið. Oddur vildi ekki gefa það upp við fréttastofu fyrr í morgun hvort fólkið væri grunað um eitthvað í tengslum við brunann en væntanlega verður tekin ákvörðun um það í dag hvort krafist verður gæsluvarðhalds yfir fólkinu.Mikinn reyk lagði frá húsinu í gær.Vísir/Egill AðalsteinssonÞá rannsakar lögregla nú atburðarásina í aðdraganda brunans. „Það er til rannsóknar hjá okkur og við gefum okkur ekkert fyrir fram í því en rannsökum allar kenningar til enda, hvort sem þær útiloka einhverja þætti eða styrkja aðra,“ segir Oddur. Brunavarnir Árnessýslu voru kallaðar út rétt fyrir klukkan fjögur síðdegis í gær vegna eldsins í húsinu en það var alelda þegar viðbragðsaðilar mættu á staðinn. Slökkviliðsmenn réðu niðurlögum eldsins í gærkvöldi og hafa vaktað húsið í nótt og fram eftir degi. Vettvangur var svo formlega afhentur lögreglu í morgun sem rannsakar málið. Bruni á Kirkjuvegi Lögreglumál Tengdar fréttir „Það er alveg staðfest að það eru tvær manneskjur í húsinu“ Slökkviliðsmenn réðu niðurlögum eldsins í gærkvöldi. 1. nóvember 2018 08:28 Ekki hægt að yfirheyra fólkið sökum ástands Fólkið sem er í haldi lögreglunnar á Suðurlandi vegna brunans í húsinu við Kirkjuveg á Selfossi voru handtekin á vettvangi skömmu eftir að lögreglan kom á vettvang. 31. október 2018 22:09 Ekki búið að ræða við fólkið sem er í haldi vegna brunans Húsráðandi og gestkomandi kona í haldi. 1. nóvember 2018 08:49 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira
Fólkið sem er í haldi lögreglunnar á Suðurlandi vegna brunans í húsinu við Kirkjuveg á Selfossi hefur áður komið við sögu lögreglu. Þetta segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, í samtali við fréttastofu á tíunda tímanum. Gert er ráð fyrir að yfirheyrslur yfir fólkinu, húsráðanda og konu sem var gestkomandi í húsinu í gær, hefjist eftir hádegi í dag. Oddur staðfestir að tveir hafi látist í brunanum í gær. Vitað er hvaða einstaklinga um ræðir og hafa aðstandendur verið upplýstir um stöðu mála.Lögregla áður verið kölluð út í húsið Eins og áður hefur komið fram hefur ekki verið hægt að yfirheyra fólkið sem handtekið var á vettvangi í gær sökum ástands þess. Verið er að undirbúa skýrslutökur og búist er við því að þær hefjist eftir hádegi. Aðspurður segir Oddur að fólkið hafi komið áður við sögu lögreglu. Þá hafi lögregla á Suðurlandi sinnt áður útköllum í húsið. Oddur vildi ekki gefa það upp við fréttastofu fyrr í morgun hvort fólkið væri grunað um eitthvað í tengslum við brunann en væntanlega verður tekin ákvörðun um það í dag hvort krafist verður gæsluvarðhalds yfir fólkinu.Mikinn reyk lagði frá húsinu í gær.Vísir/Egill AðalsteinssonÞá rannsakar lögregla nú atburðarásina í aðdraganda brunans. „Það er til rannsóknar hjá okkur og við gefum okkur ekkert fyrir fram í því en rannsökum allar kenningar til enda, hvort sem þær útiloka einhverja þætti eða styrkja aðra,“ segir Oddur. Brunavarnir Árnessýslu voru kallaðar út rétt fyrir klukkan fjögur síðdegis í gær vegna eldsins í húsinu en það var alelda þegar viðbragðsaðilar mættu á staðinn. Slökkviliðsmenn réðu niðurlögum eldsins í gærkvöldi og hafa vaktað húsið í nótt og fram eftir degi. Vettvangur var svo formlega afhentur lögreglu í morgun sem rannsakar málið.
Bruni á Kirkjuvegi Lögreglumál Tengdar fréttir „Það er alveg staðfest að það eru tvær manneskjur í húsinu“ Slökkviliðsmenn réðu niðurlögum eldsins í gærkvöldi. 1. nóvember 2018 08:28 Ekki hægt að yfirheyra fólkið sökum ástands Fólkið sem er í haldi lögreglunnar á Suðurlandi vegna brunans í húsinu við Kirkjuveg á Selfossi voru handtekin á vettvangi skömmu eftir að lögreglan kom á vettvang. 31. október 2018 22:09 Ekki búið að ræða við fólkið sem er í haldi vegna brunans Húsráðandi og gestkomandi kona í haldi. 1. nóvember 2018 08:49 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira
„Það er alveg staðfest að það eru tvær manneskjur í húsinu“ Slökkviliðsmenn réðu niðurlögum eldsins í gærkvöldi. 1. nóvember 2018 08:28
Ekki hægt að yfirheyra fólkið sökum ástands Fólkið sem er í haldi lögreglunnar á Suðurlandi vegna brunans í húsinu við Kirkjuveg á Selfossi voru handtekin á vettvangi skömmu eftir að lögreglan kom á vettvang. 31. október 2018 22:09
Ekki búið að ræða við fólkið sem er í haldi vegna brunans Húsráðandi og gestkomandi kona í haldi. 1. nóvember 2018 08:49