Hin látnu voru gestkomandi í húsinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. nóvember 2018 12:54 Rannsakendur fóru inn í húsið á ellefta tímanum í morgun. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Viðbragðsaðilar á vettvangi við Kirkjuveg á Selfossi fundu í morgun karl og konu sem fórust í eldsvoða í húsinu í gær. Fólkið var í kjölfarið flutt af vettvangi, að sögn Péturs Péturssonar, slökkviliðsstjóra hjá Brunavörnum Árnessýslu. Bæði karlinn og konan voru gestkomandi í húsinu í gær og voru á fimmtugs- og sextugsaldri, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Pétur segir í samtali við Vísi að fólkið hafi fundist á efri hæð hússins í morgun. Í kjölfarið hafi vettvangurinn verið afhentur lögreglu. Hann segir að viðbragðsaðilar hafi frá upphafi haft sterkar vísbendingar um hvar fólkið væri í húsinu. Þá voru síðustu slökkviliðsmennirnir kallaðir af vettvangi nú skömmu eftir hádegi en þeir höfðu verið þar að störfum síðan í nótt. Eldur kom upp í húsinu við Kirkjuveg á fjórða tímanum í gær. Húsráðandi og gestkomandi kona voru handtekinn á vettvangi í gær vegna brunans en skýrslutaka yfir þeim hófst nú fyrir hádegi. Lögregla hefur ekki viljað gefa upp hvort hin handteknu séu grunuð um eitthvað í tengslum við brunanna en ákveðið verður síðdegis í dag hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Greint var frá því á Vísi í morgun að fólkið hefði áður komið við sögu lögreglu.Frá vettvangi í morgun áður en rannsakendur fóru inn í húsið.Vísir/Jóhann K. JóhannssonRannsókn heldur áfram á vettvangi í dag en tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, rannsóknardeild lögreglunnar á Selfossi og fulltrúar frá Mannvirkjastofnun fóru inn í húsið á ellefta tímanum. Slökkvilið afhenti lögreglu ekki vettvang fyrr en í morgun á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Allt kapp var lagt á að vernda fólkið og húsið til þess að spilla ekki gögnum málsins. Enn hefur ekkert verið gefið upp um eldsupptök. Bruni á Kirkjuvegi Lögreglumál Tengdar fréttir Fólkið hefur áður komið við sögu lögreglu Gert er ráð fyrir að yfirheyrslur yfir fólkinu, karli og konu, hefjist eftir hádegi í dag. 1. nóvember 2018 10:30 „Það er alveg staðfest að það eru tvær manneskjur í húsinu“ Slökkviliðsmenn réðu niðurlögum eldsins í gærkvöldi. 1. nóvember 2018 08:28 Ekki búið að ræða við fólkið sem er í haldi vegna brunans Húsráðandi og gestkomandi kona í haldi. 1. nóvember 2018 08:49 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Sjá meira
Viðbragðsaðilar á vettvangi við Kirkjuveg á Selfossi fundu í morgun karl og konu sem fórust í eldsvoða í húsinu í gær. Fólkið var í kjölfarið flutt af vettvangi, að sögn Péturs Péturssonar, slökkviliðsstjóra hjá Brunavörnum Árnessýslu. Bæði karlinn og konan voru gestkomandi í húsinu í gær og voru á fimmtugs- og sextugsaldri, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Pétur segir í samtali við Vísi að fólkið hafi fundist á efri hæð hússins í morgun. Í kjölfarið hafi vettvangurinn verið afhentur lögreglu. Hann segir að viðbragðsaðilar hafi frá upphafi haft sterkar vísbendingar um hvar fólkið væri í húsinu. Þá voru síðustu slökkviliðsmennirnir kallaðir af vettvangi nú skömmu eftir hádegi en þeir höfðu verið þar að störfum síðan í nótt. Eldur kom upp í húsinu við Kirkjuveg á fjórða tímanum í gær. Húsráðandi og gestkomandi kona voru handtekinn á vettvangi í gær vegna brunans en skýrslutaka yfir þeim hófst nú fyrir hádegi. Lögregla hefur ekki viljað gefa upp hvort hin handteknu séu grunuð um eitthvað í tengslum við brunanna en ákveðið verður síðdegis í dag hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Greint var frá því á Vísi í morgun að fólkið hefði áður komið við sögu lögreglu.Frá vettvangi í morgun áður en rannsakendur fóru inn í húsið.Vísir/Jóhann K. JóhannssonRannsókn heldur áfram á vettvangi í dag en tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, rannsóknardeild lögreglunnar á Selfossi og fulltrúar frá Mannvirkjastofnun fóru inn í húsið á ellefta tímanum. Slökkvilið afhenti lögreglu ekki vettvang fyrr en í morgun á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Allt kapp var lagt á að vernda fólkið og húsið til þess að spilla ekki gögnum málsins. Enn hefur ekkert verið gefið upp um eldsupptök.
Bruni á Kirkjuvegi Lögreglumál Tengdar fréttir Fólkið hefur áður komið við sögu lögreglu Gert er ráð fyrir að yfirheyrslur yfir fólkinu, karli og konu, hefjist eftir hádegi í dag. 1. nóvember 2018 10:30 „Það er alveg staðfest að það eru tvær manneskjur í húsinu“ Slökkviliðsmenn réðu niðurlögum eldsins í gærkvöldi. 1. nóvember 2018 08:28 Ekki búið að ræða við fólkið sem er í haldi vegna brunans Húsráðandi og gestkomandi kona í haldi. 1. nóvember 2018 08:49 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Sjá meira
Fólkið hefur áður komið við sögu lögreglu Gert er ráð fyrir að yfirheyrslur yfir fólkinu, karli og konu, hefjist eftir hádegi í dag. 1. nóvember 2018 10:30
„Það er alveg staðfest að það eru tvær manneskjur í húsinu“ Slökkviliðsmenn réðu niðurlögum eldsins í gærkvöldi. 1. nóvember 2018 08:28
Ekki búið að ræða við fólkið sem er í haldi vegna brunans Húsráðandi og gestkomandi kona í haldi. 1. nóvember 2018 08:49