Lögregla skoðar gagnasendingu Barnaverndarstofu til fjölmiðla Sveinn Arnarsson skrifar 2. nóvember 2018 06:00 Barnaverndarstofa ákvað að láta frá sér viðkvæmar persónuupplýsingar sem leynt áttu að fara. Fréttablaðið/Anton Brink Gagnasending Barnaverndarstofu til fjölmiðla, sem innihélt viðkvæmar persónuupplýsingar, er komin á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Persónuvernd ákvað að taka gagnasendinguna til athugunar og komst að því að persónuverndarlög hefðu verið brotin. Ljóst þykir að gögn um barnaverndarmál eru með þeim viðkvæmari og taldi Persónuvernd því mikilvægt að rannsaka gagnasendinguna.Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu.Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir embættið ætla að skoða málið. Samkvæmt heimildum blaðsins hefur forstjóri Persónuverndar verið boðuð í skýrslutöku sem vitni í málinu. Embættið hefur hins vegar ekki lokið rannsókn málsins og því ekki víst hvort saknæmt athæfi hafi átt sér stað. „Við munum taka okkur tvær vikur til að skoða þennan úrskurð Persónuverndar ofan í kjölinn. Við höfum því ekki lokið skoðun okkar á málinu sem er komið á borð ákærusviðs,“ segir Sigríður Björk Barnaverndarstofa lét fréttastofu Ríkisútvarpsins og Stundinni í té gagnapakka um einstök barnaverndarmál, deilur foreldra um umgengnisrétt við börn og fundargerðir svo dæmi séu tekin. Þó að nöfn og kennitölur hefðu verið afmáð úr gögnunum var mögulegt að finna út hvaða einstaklinga var um að ræða. Að mati Persónuverndar var ekki nóg að afmá nöfn og kennitölur ef hægt væri að rekja upplýsingar til einstaklinga. Heiða Björg Pálmadóttir, starfandi forstjóri Barnaverndarstofu, sagði við Fréttablaðið í maí að stofnunin hefði ekki brotið lög.Heiða Björg Pálmadóttir starfandi forstjóri Barnaverndarstofu.„Beiðni um upplýsingar var unnin samkvæmt lögum í samráði við lögfræðinga stofnunarinnar,“ sagði Heiða Björg á sínum tíma. Nú er hins vegar komið annað hljóð í strokkinn. Í tilkynningu frá stofnuninni segist hún taka ábendingar Persónuverndar mjög alvarlega og segir mistök hafa orðið við framkvæmd afmáningar upplýsinga. Barnaverndarnefndir á höfuðborgarsvæðinu voru ósáttar við að gögn í málum skjólstæðinga þeirra hefðu ratað til fjölmiðla á sínum tíma. Það mun svo ráðast á næstu tveimur vikum hvort lögreglan muni aðhafast frekar í málinu. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Persónuvernd Tengdar fréttir Barnaverndarstofa braut gegn persónuverndarlögum Persónuvernd hefur komist að þeirri niðurstöðu að Barnaverndarstofa hafi brotið gegn persónuverndarlögum þegar hún afhenti viðkæmar persónuupplýsingar til tveggja fjölmiðla. 30. október 2018 20:34 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Gagnasending Barnaverndarstofu til fjölmiðla, sem innihélt viðkvæmar persónuupplýsingar, er komin á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Persónuvernd ákvað að taka gagnasendinguna til athugunar og komst að því að persónuverndarlög hefðu verið brotin. Ljóst þykir að gögn um barnaverndarmál eru með þeim viðkvæmari og taldi Persónuvernd því mikilvægt að rannsaka gagnasendinguna.Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu.Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir embættið ætla að skoða málið. Samkvæmt heimildum blaðsins hefur forstjóri Persónuverndar verið boðuð í skýrslutöku sem vitni í málinu. Embættið hefur hins vegar ekki lokið rannsókn málsins og því ekki víst hvort saknæmt athæfi hafi átt sér stað. „Við munum taka okkur tvær vikur til að skoða þennan úrskurð Persónuverndar ofan í kjölinn. Við höfum því ekki lokið skoðun okkar á málinu sem er komið á borð ákærusviðs,“ segir Sigríður Björk Barnaverndarstofa lét fréttastofu Ríkisútvarpsins og Stundinni í té gagnapakka um einstök barnaverndarmál, deilur foreldra um umgengnisrétt við börn og fundargerðir svo dæmi séu tekin. Þó að nöfn og kennitölur hefðu verið afmáð úr gögnunum var mögulegt að finna út hvaða einstaklinga var um að ræða. Að mati Persónuverndar var ekki nóg að afmá nöfn og kennitölur ef hægt væri að rekja upplýsingar til einstaklinga. Heiða Björg Pálmadóttir, starfandi forstjóri Barnaverndarstofu, sagði við Fréttablaðið í maí að stofnunin hefði ekki brotið lög.Heiða Björg Pálmadóttir starfandi forstjóri Barnaverndarstofu.„Beiðni um upplýsingar var unnin samkvæmt lögum í samráði við lögfræðinga stofnunarinnar,“ sagði Heiða Björg á sínum tíma. Nú er hins vegar komið annað hljóð í strokkinn. Í tilkynningu frá stofnuninni segist hún taka ábendingar Persónuverndar mjög alvarlega og segir mistök hafa orðið við framkvæmd afmáningar upplýsinga. Barnaverndarnefndir á höfuðborgarsvæðinu voru ósáttar við að gögn í málum skjólstæðinga þeirra hefðu ratað til fjölmiðla á sínum tíma. Það mun svo ráðast á næstu tveimur vikum hvort lögreglan muni aðhafast frekar í málinu.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Persónuvernd Tengdar fréttir Barnaverndarstofa braut gegn persónuverndarlögum Persónuvernd hefur komist að þeirri niðurstöðu að Barnaverndarstofa hafi brotið gegn persónuverndarlögum þegar hún afhenti viðkæmar persónuupplýsingar til tveggja fjölmiðla. 30. október 2018 20:34 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Barnaverndarstofa braut gegn persónuverndarlögum Persónuvernd hefur komist að þeirri niðurstöðu að Barnaverndarstofa hafi brotið gegn persónuverndarlögum þegar hún afhenti viðkæmar persónuupplýsingar til tveggja fjölmiðla. 30. október 2018 20:34