Lögregla skoðar gagnasendingu Barnaverndarstofu til fjölmiðla Sveinn Arnarsson skrifar 2. nóvember 2018 06:00 Barnaverndarstofa ákvað að láta frá sér viðkvæmar persónuupplýsingar sem leynt áttu að fara. Fréttablaðið/Anton Brink Gagnasending Barnaverndarstofu til fjölmiðla, sem innihélt viðkvæmar persónuupplýsingar, er komin á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Persónuvernd ákvað að taka gagnasendinguna til athugunar og komst að því að persónuverndarlög hefðu verið brotin. Ljóst þykir að gögn um barnaverndarmál eru með þeim viðkvæmari og taldi Persónuvernd því mikilvægt að rannsaka gagnasendinguna.Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu.Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir embættið ætla að skoða málið. Samkvæmt heimildum blaðsins hefur forstjóri Persónuverndar verið boðuð í skýrslutöku sem vitni í málinu. Embættið hefur hins vegar ekki lokið rannsókn málsins og því ekki víst hvort saknæmt athæfi hafi átt sér stað. „Við munum taka okkur tvær vikur til að skoða þennan úrskurð Persónuverndar ofan í kjölinn. Við höfum því ekki lokið skoðun okkar á málinu sem er komið á borð ákærusviðs,“ segir Sigríður Björk Barnaverndarstofa lét fréttastofu Ríkisútvarpsins og Stundinni í té gagnapakka um einstök barnaverndarmál, deilur foreldra um umgengnisrétt við börn og fundargerðir svo dæmi séu tekin. Þó að nöfn og kennitölur hefðu verið afmáð úr gögnunum var mögulegt að finna út hvaða einstaklinga var um að ræða. Að mati Persónuverndar var ekki nóg að afmá nöfn og kennitölur ef hægt væri að rekja upplýsingar til einstaklinga. Heiða Björg Pálmadóttir, starfandi forstjóri Barnaverndarstofu, sagði við Fréttablaðið í maí að stofnunin hefði ekki brotið lög.Heiða Björg Pálmadóttir starfandi forstjóri Barnaverndarstofu.„Beiðni um upplýsingar var unnin samkvæmt lögum í samráði við lögfræðinga stofnunarinnar,“ sagði Heiða Björg á sínum tíma. Nú er hins vegar komið annað hljóð í strokkinn. Í tilkynningu frá stofnuninni segist hún taka ábendingar Persónuverndar mjög alvarlega og segir mistök hafa orðið við framkvæmd afmáningar upplýsinga. Barnaverndarnefndir á höfuðborgarsvæðinu voru ósáttar við að gögn í málum skjólstæðinga þeirra hefðu ratað til fjölmiðla á sínum tíma. Það mun svo ráðast á næstu tveimur vikum hvort lögreglan muni aðhafast frekar í málinu. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Persónuvernd Tengdar fréttir Barnaverndarstofa braut gegn persónuverndarlögum Persónuvernd hefur komist að þeirri niðurstöðu að Barnaverndarstofa hafi brotið gegn persónuverndarlögum þegar hún afhenti viðkæmar persónuupplýsingar til tveggja fjölmiðla. 30. október 2018 20:34 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Gagnasending Barnaverndarstofu til fjölmiðla, sem innihélt viðkvæmar persónuupplýsingar, er komin á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Persónuvernd ákvað að taka gagnasendinguna til athugunar og komst að því að persónuverndarlög hefðu verið brotin. Ljóst þykir að gögn um barnaverndarmál eru með þeim viðkvæmari og taldi Persónuvernd því mikilvægt að rannsaka gagnasendinguna.Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu.Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir embættið ætla að skoða málið. Samkvæmt heimildum blaðsins hefur forstjóri Persónuverndar verið boðuð í skýrslutöku sem vitni í málinu. Embættið hefur hins vegar ekki lokið rannsókn málsins og því ekki víst hvort saknæmt athæfi hafi átt sér stað. „Við munum taka okkur tvær vikur til að skoða þennan úrskurð Persónuverndar ofan í kjölinn. Við höfum því ekki lokið skoðun okkar á málinu sem er komið á borð ákærusviðs,“ segir Sigríður Björk Barnaverndarstofa lét fréttastofu Ríkisútvarpsins og Stundinni í té gagnapakka um einstök barnaverndarmál, deilur foreldra um umgengnisrétt við börn og fundargerðir svo dæmi séu tekin. Þó að nöfn og kennitölur hefðu verið afmáð úr gögnunum var mögulegt að finna út hvaða einstaklinga var um að ræða. Að mati Persónuverndar var ekki nóg að afmá nöfn og kennitölur ef hægt væri að rekja upplýsingar til einstaklinga. Heiða Björg Pálmadóttir, starfandi forstjóri Barnaverndarstofu, sagði við Fréttablaðið í maí að stofnunin hefði ekki brotið lög.Heiða Björg Pálmadóttir starfandi forstjóri Barnaverndarstofu.„Beiðni um upplýsingar var unnin samkvæmt lögum í samráði við lögfræðinga stofnunarinnar,“ sagði Heiða Björg á sínum tíma. Nú er hins vegar komið annað hljóð í strokkinn. Í tilkynningu frá stofnuninni segist hún taka ábendingar Persónuverndar mjög alvarlega og segir mistök hafa orðið við framkvæmd afmáningar upplýsinga. Barnaverndarnefndir á höfuðborgarsvæðinu voru ósáttar við að gögn í málum skjólstæðinga þeirra hefðu ratað til fjölmiðla á sínum tíma. Það mun svo ráðast á næstu tveimur vikum hvort lögreglan muni aðhafast frekar í málinu.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Persónuvernd Tengdar fréttir Barnaverndarstofa braut gegn persónuverndarlögum Persónuvernd hefur komist að þeirri niðurstöðu að Barnaverndarstofa hafi brotið gegn persónuverndarlögum þegar hún afhenti viðkæmar persónuupplýsingar til tveggja fjölmiðla. 30. október 2018 20:34 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Barnaverndarstofa braut gegn persónuverndarlögum Persónuvernd hefur komist að þeirri niðurstöðu að Barnaverndarstofa hafi brotið gegn persónuverndarlögum þegar hún afhenti viðkæmar persónuupplýsingar til tveggja fjölmiðla. 30. október 2018 20:34