Fólkið ekki yfirheyrt aftur fyrr en eftir helgi Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. nóvember 2018 10:40 Gert er ráð fyrir að húsið verði rifið en það er alveg ónýtt. Vísir/Egill Karl og kona sem úrskurðuð voru í vikulangt gæsluvarðhald í Héraðsdómi Suðurlands í gær vegna mannskæðs eldsvoða við Kirkjuveg á Selfossi verða ekki yfirheyrð aftur fyrr en eftir helgi, að sögn Odds Kristjánssonar, yfirlögregluþjóns á Suðurlandi. Þá segir hann jafnframt erfitt að henda reiður á tengslum fólksins í húsinu. „Nú eru þau komin í gæsluvarðhald og við erum komin með andrými til að skipuleggja okkur. Morguninn hefur farið í að ná utan um gögn, fara yfir þau og sjá á hvaða stað við erum í þessu. Við erum að afla frekari gagna og ræða við vitni og fá myndir frá fólki og svoleiðis,“ segir Oddur í samtali við Vísi.Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi.Vísir/EgillSjá einnig: Nöfn þeirra sem létust í brunanum á Selfossi Þá hafa húsráðandi að Kirkjuvegi og kona, sem var gestkomandi í húsinu, ekki verið yfirheyrð umfram það sem var í gær. Þau voru handtekin á vettvangi brunans á miðvikudag og úrskurðuð í gæsluvarðhald í gærkvöldi. „Og væntanlega verður ekki tekin skýrsla af þeim fyrir helgi.“ Oddur segir lögreglu enn halda þétt að sér spilunum um framvindu rannsóknarinnar. Ekki verður greint frekar frá því á hverju grunur lögreglu um íkveikju er byggður og þá vildi Oddur ekki tjá sig um það hvort játning lægi fyrir í því samhengi.Haft er eftir Oddi í Fréttablaðinu í dag að „neyslufélagar“ lýsi best tengslum fólksins í húsinu. Hann segir í samtali við Vísi í morgun að fjórmenningarnir hafi verið „kunningjar og vinir“. Inntur eftir því hvort hin látnu hafi verið trúlofað par segir Oddur að fólkið hafi átt sér sögu. „Kannski stundum. En akkúrat á þessum tíma, þá var það ekki.“ Tilkynnt var um eldsvoðann að Kirkjuvegi 18 síðdegis á miðvikudag. Rannsókn lögreglu á vettvangi lauk í gær og húsið var í kjölfarið afhent viðeigandi tryggingafélagi. Gert er ráð fyrir að húsið verði rifið, sem gæti reynst erfitt verkefni sökum þess hversu mikið asbest var í því. Bruni á Kirkjuvegi Lögreglumál Tengdar fréttir Nöfn þeirra sem létust í brunanum á Selfossi Lögreglan á Suðurlandi hefur gefið út nöfn þeirra tveggja sem létust í brunanum á Selfossi í gær. 1. nóvember 2018 18:47 Náði að hughreysta æskuvin sinn áður en hann var handtekinn Kjartan Björnsson, nágranni og vinur húsráðanda að Kirkjuvegi á Selfossi, segir það hafa verið afar þungbært að fylgjast með húsinu á æskuslóðum sínum að Kirkjuvegi brenna í gær. 1. nóvember 2018 16:44 Úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald vegna brunans Lögregla telur rökstuddan grun um að eldurinn á Kirkjuvegi á Selfossi hafi kviknað af völdum manna. 1. nóvember 2018 20:26 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Karl og kona sem úrskurðuð voru í vikulangt gæsluvarðhald í Héraðsdómi Suðurlands í gær vegna mannskæðs eldsvoða við Kirkjuveg á Selfossi verða ekki yfirheyrð aftur fyrr en eftir helgi, að sögn Odds Kristjánssonar, yfirlögregluþjóns á Suðurlandi. Þá segir hann jafnframt erfitt að henda reiður á tengslum fólksins í húsinu. „Nú eru þau komin í gæsluvarðhald og við erum komin með andrými til að skipuleggja okkur. Morguninn hefur farið í að ná utan um gögn, fara yfir þau og sjá á hvaða stað við erum í þessu. Við erum að afla frekari gagna og ræða við vitni og fá myndir frá fólki og svoleiðis,“ segir Oddur í samtali við Vísi.Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi.Vísir/EgillSjá einnig: Nöfn þeirra sem létust í brunanum á Selfossi Þá hafa húsráðandi að Kirkjuvegi og kona, sem var gestkomandi í húsinu, ekki verið yfirheyrð umfram það sem var í gær. Þau voru handtekin á vettvangi brunans á miðvikudag og úrskurðuð í gæsluvarðhald í gærkvöldi. „Og væntanlega verður ekki tekin skýrsla af þeim fyrir helgi.“ Oddur segir lögreglu enn halda þétt að sér spilunum um framvindu rannsóknarinnar. Ekki verður greint frekar frá því á hverju grunur lögreglu um íkveikju er byggður og þá vildi Oddur ekki tjá sig um það hvort játning lægi fyrir í því samhengi.Haft er eftir Oddi í Fréttablaðinu í dag að „neyslufélagar“ lýsi best tengslum fólksins í húsinu. Hann segir í samtali við Vísi í morgun að fjórmenningarnir hafi verið „kunningjar og vinir“. Inntur eftir því hvort hin látnu hafi verið trúlofað par segir Oddur að fólkið hafi átt sér sögu. „Kannski stundum. En akkúrat á þessum tíma, þá var það ekki.“ Tilkynnt var um eldsvoðann að Kirkjuvegi 18 síðdegis á miðvikudag. Rannsókn lögreglu á vettvangi lauk í gær og húsið var í kjölfarið afhent viðeigandi tryggingafélagi. Gert er ráð fyrir að húsið verði rifið, sem gæti reynst erfitt verkefni sökum þess hversu mikið asbest var í því.
Bruni á Kirkjuvegi Lögreglumál Tengdar fréttir Nöfn þeirra sem létust í brunanum á Selfossi Lögreglan á Suðurlandi hefur gefið út nöfn þeirra tveggja sem létust í brunanum á Selfossi í gær. 1. nóvember 2018 18:47 Náði að hughreysta æskuvin sinn áður en hann var handtekinn Kjartan Björnsson, nágranni og vinur húsráðanda að Kirkjuvegi á Selfossi, segir það hafa verið afar þungbært að fylgjast með húsinu á æskuslóðum sínum að Kirkjuvegi brenna í gær. 1. nóvember 2018 16:44 Úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald vegna brunans Lögregla telur rökstuddan grun um að eldurinn á Kirkjuvegi á Selfossi hafi kviknað af völdum manna. 1. nóvember 2018 20:26 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Nöfn þeirra sem létust í brunanum á Selfossi Lögreglan á Suðurlandi hefur gefið út nöfn þeirra tveggja sem létust í brunanum á Selfossi í gær. 1. nóvember 2018 18:47
Náði að hughreysta æskuvin sinn áður en hann var handtekinn Kjartan Björnsson, nágranni og vinur húsráðanda að Kirkjuvegi á Selfossi, segir það hafa verið afar þungbært að fylgjast með húsinu á æskuslóðum sínum að Kirkjuvegi brenna í gær. 1. nóvember 2018 16:44
Úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald vegna brunans Lögregla telur rökstuddan grun um að eldurinn á Kirkjuvegi á Selfossi hafi kviknað af völdum manna. 1. nóvember 2018 20:26