Ísland meðsekt kjarnorkuveldunum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. nóvember 2018 08:45 Beatrice Fihn þegar hún veitti nóbelsverðlaununum viðtöku fyrir hönd samtaka sinna, ICAN. Vísir/Getty Hin sænska Beatrice Fihn stýrir samtökunum International Campaign to Abolish Nuclear Weapons (ICAN) og hefur gert frá árinu 2014. Síðasta ár var stórt fyrir samtökin. Í júlí greiddu 122 ríki atkvæði með nýjum sáttmála um bann við kjarnorkuvopnum og var hann því samþykktur þrátt fyrir harða andstöðu kjarnorkuríkja og bandamanna þeirra. Í október veitti Fihn svo friðarverðlaunum Nóbels viðtöku fyrir hönd ICAN. Í viðtali við Fréttablaðið segir Fihn að afstaða Íslands í málinu komi henni á óvart, að nýtt vígbúnaðarkapphlaup sé fram undan og að kjarnorkuvopn beri að setja á sama stall og til dæmis efnavopn.Engin góð efnavopnaríki Að sögn Fihn er enginn eðlismunur á því að Norður-Kórea eða ríki sem almennt telst ábyrgara eigi kjarnorkuvopn. „Það eru engin ábyrg lífefnavopnaríki. Vopnin sjálf eru vandamálið. Svo höfum við líka fengið að sjá hversu hratt jafnvel vestræn lýðræðisríki fara úr ábyrgri og stöðugri stjórn í röklausa skapofsastjórn.“ Og jafnvel þótt stjórnendur séu ábyrgir segir Fihn að slíkt komi ekki í veg fyrir mistök, misskilning eða slys. Heimsbyggðin hafi séð á tímum kalda stríðsins að misskilningur leiddi nærri til kjarnorkustyrjaldar. Aðspurð um þann rökstuðning fyrir tilvist kjarnorkuvopna að þau búi yfir ákveðnum fælingarmætti sem fyrirbyggir stríð svarar Fihn því að það sé bara kenning. „Ef þú horfir til raunveruleika kjarnorkuvopna sérðu að þau ógna öryggi allra þjóða og eru þess megnug að valda gífurlegri þjáningu. Það að eiga kjarnorkuvopn þýðir að þú hótar því í raun stanslaust að fremja fjöldamorð á almennum borgurum.“ Undarlegar undanþágur Fihn segir að ICAN hafi verið stofnuð með það að leiðarljósi að notkun vopna sem ekki er hægt að forða almennum borgurum undan stangist í raun á við alþjóðavopn og þau beri því að banna. „Þannig að við sprettum upp úr hreyfingunum sem stuðluðu að banni lífefnavopna, efnavopna, jarðsprengja og klasasprengja og við ákváðum að vinna að banni og útrýmingu kjarnorkuvopna,“ segir Fihn. Að hennar sögn hafa kjarnorkuvopn of lengi verið undanþegin alþjóðalögum í raun. „Jafnvel ríki sem berjast fyrir mannréttindum og virða stríðslög, passa sig að drepa ekki almenna borgara, virðast gera stóra undanþágu fyrir kjarnorkuvopn. Þeim finnst þau einhvern veginn í lagi. Svona eins og þau séu eiginlega ekki raunveruleg vopn. Fólk lítur á þetta sem eitthvert pólitískt stefnumál en ekki hernaðarmál,“ segir Fihn. Þess vegna, segir Fihn, vill ICAN reyna að fá fólk til þess að viðurkenna raunveruleika kjarnorkuvopna. „Þau eru stór, tröllvaxin, ómannúðleg gjöreyðingarvopn sem valda gífurlegri þjáningu og við viljum vinna að banni og útrýmingu þeirra.“ Nóbelsverðlaunin breyttu miklu fyrir samtökin, að sögn Fihn. Þau fengu fólk til þess að hafa áhuga á málaflokknum og gerði samtökunum kleift að beita meiri þrýstingi. Að auki leiddu þau til þess að fleiri ríki undirrituðu bannsáttmálann og til umræðu í kjarnorkuríkjum. „Við vitum að til dæmis á Íslandi hefur verið lögð fram tillaga á þingi um að Ísland ætti að skrifa undir og fullgilda sáttmálann,“ segir Fihn. Bætir því við að verðlaunin hafi haft mikil áhrif á starf samtakanna er varðar gerð sáttmálans. Ísland meðsekt Fihn segir að það hafi komið sér á óvart að Ísland hafi ekki stutt gerð sáttmálans. „Ég held að Ísland eigi sér góða sögu um að hafa staðið fyrir mannréttindum og stutt setningu banns við lífefnavopnum, efnavopnum, jarðsprengjum, klasasprengjum og hefur tekið afstöðu gegn beitingu vopna gegn almennum borgurum,“ segir hún og bætir við: „Ísland hefur líka stutt baráttuna fyrir kjarnorkuafvopnun og fest það í lög að vopn megi ekki ferðast í gegnum Ísland. Þannig að ég held að það væri eðlilegt að Ísland skrifaði undir. Það þýðir ekki að þið þyrftuð að segja ykkur úr NATO. Það þýðir einfaldlega að Ísland þyrfti að staðfesta að ríkið myndi biðja um að kjarnorkuvopn væru ekki notuð af þess hálfu.“ Sem meðlimur NATO er Ísland hluti kerfisins sem viðheldur kjarnorkuvopnum, segir Fihn. „Það eru bara níu kjarnorkuríki en mun fleiri ríki, til dæmis Ísland, sem eru þögul eða meðsek í þessu máli. Þessi ríki leyfa þessu ástandi að viðgangast í sínu nafni.“ Ísland er ekki bara áhorfandi í málinu, að sögn Fihn, og stendur nú frammi fyrir vali. „Ísland þarf að taka afstöðu. Vill það vinna að heimi án kjarnorkuvopna eða vera meðsekt í þessu nýja vígbúnaðarkapphlaupi?“ Nítján hafa fullgilt Til þess að samningurinn taki lagalegt gildi þurfa fimmtíu ríki að fullgilda hann. Fihn segir að það hafi nítján ríki nú þegar gert á einu ári og að hún búist við því að ríkin verði fimmtíu undir lok næsta árs. Málið taki hins vegar tíma enda þurfi það víða að fara í gegnum þjóðþing sem krefst umræðu og nefndarstarfa. „Þegar fimmtíu ríki hafa skrifað undir mun standa í alþjóðalögum að kjarnorkuvopn séu ólögleg. Auðvitað kemur þá engin heimslögga og handtekur kjarnorkuveldin en þetta mun gefa baráttufólki aukið vægi. Þetta mun gefa ríkjum sem eru andvíg kjarnorkuvopnum meira vald til þess að pressa á kjarnorkuveldin og bandamenn þeirra og þetta þýðir að nýtt norm verður til.“ Og kjarnorkuveldin og bandamenn þeirra, til að mynda Ísland, munu að sögn Fihn standa fyrir utan þetta nýja norm. Hún segir að þrýstingur á þau muni aukast og bankar gætu til að mynda hætt öllum fjárfestingum í framleiðendum kjarnorkuvopna. „Við viljum taka fjármagnið af framleiðendum kjarnorkuvopna og í raun gera vopnin sjálf óaðlaðandi fyrir þessi ríki.“ Ógnin enn til staðar Fihn segir að Bandaríkin og Rússland séu við það að hefja nýtt vígbúnaðarkapphlaup. Trump hafi til að mynda dregið Bandaríkin út úr sáttmála um bann við millidrægum eldflaugum sem Bandaríkin og Sovétríkin gerðu árið 1987. „Eldflaugarnar sem þarna voru bannaðar voru ætlaðar Evrópu. Þeim var ætlað að sprengja í loft upp evrópskar borgir. Það sem er núna að gerast er að við erum á barmi nýs vígbúnaðarkapphlaups og við verðum ekki endilega eins heppin nú og við vorum síðast. Þetta er raunveruleg ógn við öryggi okkar,“ segir Fihn. Að auki segist Fihn hafa áhyggjur af tækniþróun í þessu samhengi. Til að mynda af þróun sjálfstýrðra vopna, stafrænum hernaði og því að heimurinn nú sé töluvert óútreiknanlegri en á dögum kalda stríðsins. „Það þýðir að ákvarðanir verða ekki eins upplýstar og áður. Við munum ekki endilega vita hvaðan árásin sem verið er að svara kom, til dæmis vegna tölvuárása. Þetta gerir kjarnorkuvopn mun hættulegri í dag en þau hafa nokkurn tímann verið.“ Umræðan hjálpar Kjarnorkuvopn hafa verið mikið í umræðunni undanfarin misseri. Íranssamningurinn og ákvörðun Trumps um að draga Bandaríkin út úr honum, deilurnar á Kóreuskaga og sú óvænta þíða sem komst svo í þau samskipti hafa vakið heimsathygli. Fihn segir að þrátt fyrir að þetta séu uggvænlegir tímar hafi þessar fréttir vakið fólk af værum blundi. „Margir héldu að eftir lok kalda stríðsins hefði þetta mál einfaldlega verið leyst og að við þyrftum ekki að hafa áhyggjur. En auðvitað muna margir að þessi vopn eru enn þá til og að við þurfum að gera eitthvað í því. Þannig að okkur finnst baráttan aldrei hafa verið öflugri þar sem sífellt fleiri slást í lið með okkur,“ segir Fihn. Hún bætir því þó við að á sama tíma séu kjarnorkuveldin að uppfæra vopnabúr sín og að stjórnarfar víða hafi þróast í alræðisátt. „Ég held að það sé engin tilviljun að kjarnorkumál séu komin á dagskrá aftur á sama tíma og við erum að sjá valdboðssinna stæra sig af stærð vopna sinna og sýna andlýðræðislegan, illskeyttan, þjóðernishyggjulegan og ógnandi málflutning. Þetta helst í hendur. Kjarnorkuvopn og lýðræði fara illa saman.“ Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Mið-Austurlönd Nóbelsverðlaun Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Sjá meira
Hin sænska Beatrice Fihn stýrir samtökunum International Campaign to Abolish Nuclear Weapons (ICAN) og hefur gert frá árinu 2014. Síðasta ár var stórt fyrir samtökin. Í júlí greiddu 122 ríki atkvæði með nýjum sáttmála um bann við kjarnorkuvopnum og var hann því samþykktur þrátt fyrir harða andstöðu kjarnorkuríkja og bandamanna þeirra. Í október veitti Fihn svo friðarverðlaunum Nóbels viðtöku fyrir hönd ICAN. Í viðtali við Fréttablaðið segir Fihn að afstaða Íslands í málinu komi henni á óvart, að nýtt vígbúnaðarkapphlaup sé fram undan og að kjarnorkuvopn beri að setja á sama stall og til dæmis efnavopn.Engin góð efnavopnaríki Að sögn Fihn er enginn eðlismunur á því að Norður-Kórea eða ríki sem almennt telst ábyrgara eigi kjarnorkuvopn. „Það eru engin ábyrg lífefnavopnaríki. Vopnin sjálf eru vandamálið. Svo höfum við líka fengið að sjá hversu hratt jafnvel vestræn lýðræðisríki fara úr ábyrgri og stöðugri stjórn í röklausa skapofsastjórn.“ Og jafnvel þótt stjórnendur séu ábyrgir segir Fihn að slíkt komi ekki í veg fyrir mistök, misskilning eða slys. Heimsbyggðin hafi séð á tímum kalda stríðsins að misskilningur leiddi nærri til kjarnorkustyrjaldar. Aðspurð um þann rökstuðning fyrir tilvist kjarnorkuvopna að þau búi yfir ákveðnum fælingarmætti sem fyrirbyggir stríð svarar Fihn því að það sé bara kenning. „Ef þú horfir til raunveruleika kjarnorkuvopna sérðu að þau ógna öryggi allra þjóða og eru þess megnug að valda gífurlegri þjáningu. Það að eiga kjarnorkuvopn þýðir að þú hótar því í raun stanslaust að fremja fjöldamorð á almennum borgurum.“ Undarlegar undanþágur Fihn segir að ICAN hafi verið stofnuð með það að leiðarljósi að notkun vopna sem ekki er hægt að forða almennum borgurum undan stangist í raun á við alþjóðavopn og þau beri því að banna. „Þannig að við sprettum upp úr hreyfingunum sem stuðluðu að banni lífefnavopna, efnavopna, jarðsprengja og klasasprengja og við ákváðum að vinna að banni og útrýmingu kjarnorkuvopna,“ segir Fihn. Að hennar sögn hafa kjarnorkuvopn of lengi verið undanþegin alþjóðalögum í raun. „Jafnvel ríki sem berjast fyrir mannréttindum og virða stríðslög, passa sig að drepa ekki almenna borgara, virðast gera stóra undanþágu fyrir kjarnorkuvopn. Þeim finnst þau einhvern veginn í lagi. Svona eins og þau séu eiginlega ekki raunveruleg vopn. Fólk lítur á þetta sem eitthvert pólitískt stefnumál en ekki hernaðarmál,“ segir Fihn. Þess vegna, segir Fihn, vill ICAN reyna að fá fólk til þess að viðurkenna raunveruleika kjarnorkuvopna. „Þau eru stór, tröllvaxin, ómannúðleg gjöreyðingarvopn sem valda gífurlegri þjáningu og við viljum vinna að banni og útrýmingu þeirra.“ Nóbelsverðlaunin breyttu miklu fyrir samtökin, að sögn Fihn. Þau fengu fólk til þess að hafa áhuga á málaflokknum og gerði samtökunum kleift að beita meiri þrýstingi. Að auki leiddu þau til þess að fleiri ríki undirrituðu bannsáttmálann og til umræðu í kjarnorkuríkjum. „Við vitum að til dæmis á Íslandi hefur verið lögð fram tillaga á þingi um að Ísland ætti að skrifa undir og fullgilda sáttmálann,“ segir Fihn. Bætir því við að verðlaunin hafi haft mikil áhrif á starf samtakanna er varðar gerð sáttmálans. Ísland meðsekt Fihn segir að það hafi komið sér á óvart að Ísland hafi ekki stutt gerð sáttmálans. „Ég held að Ísland eigi sér góða sögu um að hafa staðið fyrir mannréttindum og stutt setningu banns við lífefnavopnum, efnavopnum, jarðsprengjum, klasasprengjum og hefur tekið afstöðu gegn beitingu vopna gegn almennum borgurum,“ segir hún og bætir við: „Ísland hefur líka stutt baráttuna fyrir kjarnorkuafvopnun og fest það í lög að vopn megi ekki ferðast í gegnum Ísland. Þannig að ég held að það væri eðlilegt að Ísland skrifaði undir. Það þýðir ekki að þið þyrftuð að segja ykkur úr NATO. Það þýðir einfaldlega að Ísland þyrfti að staðfesta að ríkið myndi biðja um að kjarnorkuvopn væru ekki notuð af þess hálfu.“ Sem meðlimur NATO er Ísland hluti kerfisins sem viðheldur kjarnorkuvopnum, segir Fihn. „Það eru bara níu kjarnorkuríki en mun fleiri ríki, til dæmis Ísland, sem eru þögul eða meðsek í þessu máli. Þessi ríki leyfa þessu ástandi að viðgangast í sínu nafni.“ Ísland er ekki bara áhorfandi í málinu, að sögn Fihn, og stendur nú frammi fyrir vali. „Ísland þarf að taka afstöðu. Vill það vinna að heimi án kjarnorkuvopna eða vera meðsekt í þessu nýja vígbúnaðarkapphlaupi?“ Nítján hafa fullgilt Til þess að samningurinn taki lagalegt gildi þurfa fimmtíu ríki að fullgilda hann. Fihn segir að það hafi nítján ríki nú þegar gert á einu ári og að hún búist við því að ríkin verði fimmtíu undir lok næsta árs. Málið taki hins vegar tíma enda þurfi það víða að fara í gegnum þjóðþing sem krefst umræðu og nefndarstarfa. „Þegar fimmtíu ríki hafa skrifað undir mun standa í alþjóðalögum að kjarnorkuvopn séu ólögleg. Auðvitað kemur þá engin heimslögga og handtekur kjarnorkuveldin en þetta mun gefa baráttufólki aukið vægi. Þetta mun gefa ríkjum sem eru andvíg kjarnorkuvopnum meira vald til þess að pressa á kjarnorkuveldin og bandamenn þeirra og þetta þýðir að nýtt norm verður til.“ Og kjarnorkuveldin og bandamenn þeirra, til að mynda Ísland, munu að sögn Fihn standa fyrir utan þetta nýja norm. Hún segir að þrýstingur á þau muni aukast og bankar gætu til að mynda hætt öllum fjárfestingum í framleiðendum kjarnorkuvopna. „Við viljum taka fjármagnið af framleiðendum kjarnorkuvopna og í raun gera vopnin sjálf óaðlaðandi fyrir þessi ríki.“ Ógnin enn til staðar Fihn segir að Bandaríkin og Rússland séu við það að hefja nýtt vígbúnaðarkapphlaup. Trump hafi til að mynda dregið Bandaríkin út úr sáttmála um bann við millidrægum eldflaugum sem Bandaríkin og Sovétríkin gerðu árið 1987. „Eldflaugarnar sem þarna voru bannaðar voru ætlaðar Evrópu. Þeim var ætlað að sprengja í loft upp evrópskar borgir. Það sem er núna að gerast er að við erum á barmi nýs vígbúnaðarkapphlaups og við verðum ekki endilega eins heppin nú og við vorum síðast. Þetta er raunveruleg ógn við öryggi okkar,“ segir Fihn. Að auki segist Fihn hafa áhyggjur af tækniþróun í þessu samhengi. Til að mynda af þróun sjálfstýrðra vopna, stafrænum hernaði og því að heimurinn nú sé töluvert óútreiknanlegri en á dögum kalda stríðsins. „Það þýðir að ákvarðanir verða ekki eins upplýstar og áður. Við munum ekki endilega vita hvaðan árásin sem verið er að svara kom, til dæmis vegna tölvuárása. Þetta gerir kjarnorkuvopn mun hættulegri í dag en þau hafa nokkurn tímann verið.“ Umræðan hjálpar Kjarnorkuvopn hafa verið mikið í umræðunni undanfarin misseri. Íranssamningurinn og ákvörðun Trumps um að draga Bandaríkin út úr honum, deilurnar á Kóreuskaga og sú óvænta þíða sem komst svo í þau samskipti hafa vakið heimsathygli. Fihn segir að þrátt fyrir að þetta séu uggvænlegir tímar hafi þessar fréttir vakið fólk af værum blundi. „Margir héldu að eftir lok kalda stríðsins hefði þetta mál einfaldlega verið leyst og að við þyrftum ekki að hafa áhyggjur. En auðvitað muna margir að þessi vopn eru enn þá til og að við þurfum að gera eitthvað í því. Þannig að okkur finnst baráttan aldrei hafa verið öflugri þar sem sífellt fleiri slást í lið með okkur,“ segir Fihn. Hún bætir því þó við að á sama tíma séu kjarnorkuveldin að uppfæra vopnabúr sín og að stjórnarfar víða hafi þróast í alræðisátt. „Ég held að það sé engin tilviljun að kjarnorkumál séu komin á dagskrá aftur á sama tíma og við erum að sjá valdboðssinna stæra sig af stærð vopna sinna og sýna andlýðræðislegan, illskeyttan, þjóðernishyggjulegan og ógnandi málflutning. Þetta helst í hendur. Kjarnorkuvopn og lýðræði fara illa saman.“
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Mið-Austurlönd Nóbelsverðlaun Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Sjá meira