Líklega sjór í vélarúminu Margrét Helga Erlingsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 3. nóvember 2018 09:10 Flutningsskipið Fjordvik rakst í hafnargarðinn í Helguvík í nótt. Vísir/Einar Árnason „Því miður hefur veður farið versnandi og þá er erfiðara að vinna í framhaldinu. Eftir því sem lengri tími líður eru meiri líkur á að farmur eða eldsneyti fari að leka úr skipinu," segir Otti Rafn Sigmarsson, hjá björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík og björgunarstjóri í aðgerðunum í Helguvík. Fjórtán manna áhöfn og hafnsögumanni var bjargað um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar þegar flutningsskipið Fjordvik frá Álaborg rak upp í hafnargarðinn í Helguvík á innsiglingu í nótt. Mikill mannskapur var kallaður út þegar neyðarkall barst frá skipinu rétt fyrir klukkan eitt. Otti segir engin sjáanleg göt á skipinu. „En við erum vissir um að það sé kominn sjór í vélarúmið. Í nótt dóu allar vélar og það slökknuðu öll ljós um borð í skipinu sem gaf til kynna að það væri allavega kominn sjór í vélarúmið. Meira vitum við ekki," segir hann. „Við sjáum ekki neinn alvöru leka en það er olíulykt í kringum skipið og eitthvað grugg sem við áttum okkur ekki alveg á hvað er af því að það er svo mikið brim í kringum skipið og það er allt á fleygiferð." Vísir/Einar ÁrnasonAðgerðir eru nú í biðstöðu en varðskipið Týr er komið á svæðið. Fundur Landhelgisgæslunnar, Umhverfisstofnunar og annarra hlutaðeigandi um framhaldið hófst klukkan átta. Viðbragðsaðilum á vettvangi hefur fækkað mikið en þegar mest lét í nótt voru um 80 til 100 manns á svæðinu. Uppfært kl. 10:28: Eins og staðan er á vettvangi er ekki talið forsvaranlegt að ráðast í aðgerðir að svo stöddu vegna slæmra veðuraðstæðna. Ákvörðun um næstu skref verður tekin síðar í dag. Samráðsfundur stendur nú yfir með fulltrúum Landhelgisgæslunnar, Lögreglunnar á Suðurnesjum, Samgöngustofu, Umhverfisstofnunar og almannavarna vegna strands flutningaskipsins Nordvik í Helguvík.Vísir/Einar ÁrnasonVísir/Einar Árnason Grindavík Strand í Helguvík Tengdar fréttir Mannbjörg í Helguvík þar sem skip strandaði Eriðar aðstæður eru á vettvangi. 3. nóvember 2018 02:06 Sjórinn lemur harkalega á skipsskrokknum - Mikill leki kominn að skipinu Töluverður leki er kominn að birgðaskipinu Fjordvik sem rakk upp í utanverðan hafnargarðinn á innsiglingu að Helguvíkurhöfn í Reykjanesbæ í nótt. 3. nóvember 2018 05:15 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
„Því miður hefur veður farið versnandi og þá er erfiðara að vinna í framhaldinu. Eftir því sem lengri tími líður eru meiri líkur á að farmur eða eldsneyti fari að leka úr skipinu," segir Otti Rafn Sigmarsson, hjá björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík og björgunarstjóri í aðgerðunum í Helguvík. Fjórtán manna áhöfn og hafnsögumanni var bjargað um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar þegar flutningsskipið Fjordvik frá Álaborg rak upp í hafnargarðinn í Helguvík á innsiglingu í nótt. Mikill mannskapur var kallaður út þegar neyðarkall barst frá skipinu rétt fyrir klukkan eitt. Otti segir engin sjáanleg göt á skipinu. „En við erum vissir um að það sé kominn sjór í vélarúmið. Í nótt dóu allar vélar og það slökknuðu öll ljós um borð í skipinu sem gaf til kynna að það væri allavega kominn sjór í vélarúmið. Meira vitum við ekki," segir hann. „Við sjáum ekki neinn alvöru leka en það er olíulykt í kringum skipið og eitthvað grugg sem við áttum okkur ekki alveg á hvað er af því að það er svo mikið brim í kringum skipið og það er allt á fleygiferð." Vísir/Einar ÁrnasonAðgerðir eru nú í biðstöðu en varðskipið Týr er komið á svæðið. Fundur Landhelgisgæslunnar, Umhverfisstofnunar og annarra hlutaðeigandi um framhaldið hófst klukkan átta. Viðbragðsaðilum á vettvangi hefur fækkað mikið en þegar mest lét í nótt voru um 80 til 100 manns á svæðinu. Uppfært kl. 10:28: Eins og staðan er á vettvangi er ekki talið forsvaranlegt að ráðast í aðgerðir að svo stöddu vegna slæmra veðuraðstæðna. Ákvörðun um næstu skref verður tekin síðar í dag. Samráðsfundur stendur nú yfir með fulltrúum Landhelgisgæslunnar, Lögreglunnar á Suðurnesjum, Samgöngustofu, Umhverfisstofnunar og almannavarna vegna strands flutningaskipsins Nordvik í Helguvík.Vísir/Einar ÁrnasonVísir/Einar Árnason
Grindavík Strand í Helguvík Tengdar fréttir Mannbjörg í Helguvík þar sem skip strandaði Eriðar aðstæður eru á vettvangi. 3. nóvember 2018 02:06 Sjórinn lemur harkalega á skipsskrokknum - Mikill leki kominn að skipinu Töluverður leki er kominn að birgðaskipinu Fjordvik sem rakk upp í utanverðan hafnargarðinn á innsiglingu að Helguvíkurhöfn í Reykjanesbæ í nótt. 3. nóvember 2018 05:15 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Sjórinn lemur harkalega á skipsskrokknum - Mikill leki kominn að skipinu Töluverður leki er kominn að birgðaskipinu Fjordvik sem rakk upp í utanverðan hafnargarðinn á innsiglingu að Helguvíkurhöfn í Reykjanesbæ í nótt. 3. nóvember 2018 05:15