Daniel Cormier fór létt með Derrick Lewis Pétur Marinó Jónsson skrifar 4. nóvember 2018 06:00 Daniel Cormier tekur Derrick Lewis niður. Vísir/Getty Daniel Cormier varði þungavigtartitilinn sinn með sigri á Derrick Lewis í nótt. Cormier var ekki í miklum vandræðum með Lewis og kláraði bardagann með hengingu í 2. lotu. UFC 230 fór fram í nótt í Madison Square Garden í New York. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Daniel Cormier og Derrick Lewis en þetta var fyrsta titilvörn Cormier í þungavigt UFC. Daniel Cormier gerði nákvæmlega það sem hann átti að gera gegn hinum höggþunga Derrick Lewis. Cormier náði snemma fellu í 1. lotu og átti Lewis í erfiðleikum með að komast upp. Cormier stjórnaði ferðinni allan tímann í 1. lotu. Það sama var upp á teningnum í 2. lotu en Lewis reyndi að lenda sínum þungu höggum í meistarann en Cormier varðist höggunum. Cormier fór fljótlega aftur í felluna og kom Lewis niður í gólfið. Þegar Lewis reyndi að standa upp komst Cormier á bakið á honum og læsti hengingunni. Lewis neyddist því til að tappa út eftir 2:14 í 2. lotu og fyrsta titilvörn Cormier í þungavigt UFC staðreynd. Áður en Cormier vann þungavigtartitilinn í sumar var hann ríkjandi meistari í léttþungavigt. Cormier hefur ekki barist í léttþungavigt síðan í janúar og verður sviptur titlinum þegar þeir Jon Jones og Alexander Gustafsson mætast í lok desember. Nú bíður Cormier væntanlega bardagi gegn Brock Lesnar á næsta ári en Cormier ætlar að hætta þegar hann verður fertugur í mars á næsta ári. Í næstsíðasta bardaga kvöldsins sáum við Ronaldo ‘Jacare’ Souza klára Chris Weidman með tæknilegu rothöggi í 3. lotu. Weidman var á góðri leið með að vinna bardagann þó jafn hafi verið en í 3. lotu smellhitti Jacare með góðu höggi og kláraði Weidman. Jacare vildi stoppa bardagann fyrr en dómarinn var heldur seinn að stöðva bardagann. Þetta var fjórða tap Weidman í síðustu fimm bardögum. Öll önnur úrslit kvöldsins má nálgast á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Fimmta lotan | Hlakka til að sjá Gunna svæfa Oliveira Í nýjasta UFC-þætti Vísis, Fimmtu lotunni, er farið yfir mál Gunnars Nelson, Conor McGregor og svo spáð í leikmannaskiptin er Ben Askren kom í UFC í stað Demetrious Johnson. 2. nóvember 2018 12:00 Fær lífstíðarbirgðir af Popeyes ef hann vinnur Cormier Það er mikið undir hjá þungavigtarkappanum Derrick Lewis er hann mætir UFC-meistaranum Daniel Cormier í bardaga um helgina. 1. nóvember 2018 21:00 Óvænt skyndibitastríð setur mark sitt á þungavigtartitilinn UFC 230 fer fram í Madison Square Garden í nótt. Þungavigtarmeistarinn Daniel Cormier freistar þess að verja titilinn sinn í fyrsta sinn þegar hann tekst á við Derrick Lewis. 3. nóvember 2018 08:00 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Fleiri fréttir Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Sjá meira
Daniel Cormier varði þungavigtartitilinn sinn með sigri á Derrick Lewis í nótt. Cormier var ekki í miklum vandræðum með Lewis og kláraði bardagann með hengingu í 2. lotu. UFC 230 fór fram í nótt í Madison Square Garden í New York. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Daniel Cormier og Derrick Lewis en þetta var fyrsta titilvörn Cormier í þungavigt UFC. Daniel Cormier gerði nákvæmlega það sem hann átti að gera gegn hinum höggþunga Derrick Lewis. Cormier náði snemma fellu í 1. lotu og átti Lewis í erfiðleikum með að komast upp. Cormier stjórnaði ferðinni allan tímann í 1. lotu. Það sama var upp á teningnum í 2. lotu en Lewis reyndi að lenda sínum þungu höggum í meistarann en Cormier varðist höggunum. Cormier fór fljótlega aftur í felluna og kom Lewis niður í gólfið. Þegar Lewis reyndi að standa upp komst Cormier á bakið á honum og læsti hengingunni. Lewis neyddist því til að tappa út eftir 2:14 í 2. lotu og fyrsta titilvörn Cormier í þungavigt UFC staðreynd. Áður en Cormier vann þungavigtartitilinn í sumar var hann ríkjandi meistari í léttþungavigt. Cormier hefur ekki barist í léttþungavigt síðan í janúar og verður sviptur titlinum þegar þeir Jon Jones og Alexander Gustafsson mætast í lok desember. Nú bíður Cormier væntanlega bardagi gegn Brock Lesnar á næsta ári en Cormier ætlar að hætta þegar hann verður fertugur í mars á næsta ári. Í næstsíðasta bardaga kvöldsins sáum við Ronaldo ‘Jacare’ Souza klára Chris Weidman með tæknilegu rothöggi í 3. lotu. Weidman var á góðri leið með að vinna bardagann þó jafn hafi verið en í 3. lotu smellhitti Jacare með góðu höggi og kláraði Weidman. Jacare vildi stoppa bardagann fyrr en dómarinn var heldur seinn að stöðva bardagann. Þetta var fjórða tap Weidman í síðustu fimm bardögum. Öll önnur úrslit kvöldsins má nálgast á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Fimmta lotan | Hlakka til að sjá Gunna svæfa Oliveira Í nýjasta UFC-þætti Vísis, Fimmtu lotunni, er farið yfir mál Gunnars Nelson, Conor McGregor og svo spáð í leikmannaskiptin er Ben Askren kom í UFC í stað Demetrious Johnson. 2. nóvember 2018 12:00 Fær lífstíðarbirgðir af Popeyes ef hann vinnur Cormier Það er mikið undir hjá þungavigtarkappanum Derrick Lewis er hann mætir UFC-meistaranum Daniel Cormier í bardaga um helgina. 1. nóvember 2018 21:00 Óvænt skyndibitastríð setur mark sitt á þungavigtartitilinn UFC 230 fer fram í Madison Square Garden í nótt. Þungavigtarmeistarinn Daniel Cormier freistar þess að verja titilinn sinn í fyrsta sinn þegar hann tekst á við Derrick Lewis. 3. nóvember 2018 08:00 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Fleiri fréttir Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Sjá meira
Fimmta lotan | Hlakka til að sjá Gunna svæfa Oliveira Í nýjasta UFC-þætti Vísis, Fimmtu lotunni, er farið yfir mál Gunnars Nelson, Conor McGregor og svo spáð í leikmannaskiptin er Ben Askren kom í UFC í stað Demetrious Johnson. 2. nóvember 2018 12:00
Fær lífstíðarbirgðir af Popeyes ef hann vinnur Cormier Það er mikið undir hjá þungavigtarkappanum Derrick Lewis er hann mætir UFC-meistaranum Daniel Cormier í bardaga um helgina. 1. nóvember 2018 21:00
Óvænt skyndibitastríð setur mark sitt á þungavigtartitilinn UFC 230 fer fram í Madison Square Garden í nótt. Þungavigtarmeistarinn Daniel Cormier freistar þess að verja titilinn sinn í fyrsta sinn þegar hann tekst á við Derrick Lewis. 3. nóvember 2018 08:00