Allir að róa sig Guðmundur Steingrímsson skrifar 5. nóvember 2018 07:00 Það er ekki laust við að maður skynji verulegt rafmagn í loftinu þessa dagana. Daglega birtast greinar um það hvað kröfur nýrrar forystu verkalýðshreyfingarinnar séu svakalegar. Mun ekki allt fara á hliðina? Kunnugleg atburðarás virðist í aðsigi. Krónan er að falla og maður er farinn að upplifa sig grunsamlega mikið nítjánhundruðáttatíu og eitthvað. Þetta land breytist ekki. Ekki bara Sámur er klónaður heldur vandamálin líka. Við fáum sömu höggin nákvæmlega eins á nokkurra ára fresti. Með sömu íslensku áhyggjunum í daglega lífinu. Á maður að þora að skipuleggja utanlandsferð fyrir næsta ár? Á maður að kaupa nýjan ísskáp núna eða seinna? Hvað gerist með vinnumarkaðinn? Hvað gerir ASÍ? Hvað gerir Seðlabankinn? Hvað gerir SA? Hvað gerir ríkisstjórnin? Hvað gerist með krónuna? Hvað gera túristarnir? Á maður kannski bara að koma sér? Skella gámi á næsta skip til Rotterdam og láta sig hverfa?Sama klisjan Maður veit ekki. Ég verð að játa að hluti af manni sem íbúa á þessu landi er næstum því farinn að sætta sig við að svona sé þetta bara. Á Íslandi varir góðæri í nokkur ár, svo kemur kollsteypa svokölluð. Það versta við þessar kollsteypur er að þær fokka öllu upp, einkum lánunum. Í skammtímaminni góðu tímanna elur maður smám saman með sér óígrundaða bjartsýni um að lánin muni kannski halda áfram að lækka eftir því sem maður borgar en svo kemur kollsteypan og lánin hækka aftur. Þetta er íslenski veruleikinn, nánast skáldlegur í klisjunni sinni. Gnauðandi vindur og þungbúið fólk við eldhúsborð að hlusta á fréttirnar. „Það var víst engin innistæða fyrir þessum uppgangi frekar en fyrri daginn,“ segir maðurinn, dæsir og stendur upp. „Nei, Bárður minn,“ segir konan og færir pirringslega til bolla á borðinu og dustar mylsnu af dúknum. „Ég veit ekki af hverju maður er að þessu.“ Barn grætur. Í fjarska heyrist hundgá.Krónulufsan Kollsteypan sjö. Komin í bíó. Eða hvað? Þarf þetta virkilega að vera svona? Er ekki nokkur leið að hugsanlega verði hægt í þetta skipti að koma í veg fyrir að þetta endalausa endurtekna efni endurtaki sig einu sinni enn? Stundum líður manni hálf vonlausum hvað það varðar. Ástæða míns vonleysis er einkum og sér í lagi það, að það virðist vera sama hvað á dynur – sama hvað íslenska krónulufsan gerir okkur mikinn óleik aftur og aftur – það virðist ekki vera hægt að ræða það, hvað þá meira, að taka upp stöðugri gjaldmiðil. Jafnvel þeir sem nú tala hvað mest fyrir hag heimila og þeirra lægst launuðu virðast ekki hafa neinn áhuga á því að tala um gjaldmiðilinn. Samt er það einmitt fyrirkomulag gjaldmiðilsmála sem einkum og sér í lagi færir auð frá fátækum til ríkra og kemur í veg fyrir eignamyndun hinna fátækari. Hressandi væri ef sósíalistar gætu tekið þetta með í reikninginn í byltingartali sínu.Gott að gúggla Það örlar á tilfinningalegu ójafnvægi hjá mér, ég gengst við því, þegar kemur að þessari hlið mála. Ég skil illa hvernig hægt er að tala um efnahagsmál og kjör almennings án þess að tala um gjaldmiðilinn. Fyrirsögn greinarinnar að þessu sinni er hins vegar hófsöm beiðni til allra um að róa sig. Ég er þar með talinn. Kem ég nú að því. Von mín um að klisja íslenskra efnahagsmála verði ekki endurtekin að þessu sinni felst ekki í því að aðilar vinnumarkaðarins muni taka upp áherslur evrusinna í efnahagsmálum, heldur öðru. Að þessu sinni ætla ég að láta nægja að trúa því að enginn sem kemur að samningaborðinu vilji verðbólgu, gengisfall, hækkandi lán og óstöðugleika. Ásakanir ganga á víxl. Kröfugerðir hafa verið birtar. Fyrirsagnir um þær eru í stríðsátakastíl. Óttinn og tortryggnin er að grafa um sig. En þá gildir að anda með nefinu. Ég prófaði að gera það í aðdraganda þessara skrifa, því sjálfur er ég orðinn órólegur. Heimilisbókhaldið má ekki við rugli. Ágætis regla í lífinu almennt er að reyna eftir fremsta megni að kynna sér mál. Ég gúgglaði því. Nú hef ég lesið milliliðalaust þessar skelfilegu, rosalegu kröfur verkalýðshreyfingarinnar inni á heimasíðu VR. Ég get ekki séð annað en að kröfurnar séu hinar áhugaverðustu. Krónutöluhækkun launa í stað prósentuhækkunar. Auka frjálsræði í lífeyriskerfinu. Tryggja fólki húsnæði. Hækka persónuafslátt. Skattleysi lægstu launanna. Minnka skerðingar í almannatryggingakerfinu. Og var ekki einhver að tala um að stytta vinnuvikuna? Það væri löngu tímabært. Það er ekkert að því að vilja einlæglega bæta samfélagið með hag hinna verst settu í öndvegi. Mér finnst tillögurnar lýsa slíkum hugsjónum. Sem upplegg í viðræðum gætu þær raunverulega leitt til betra þjóðfélags, sé fólk lausnamiðað og opið en ekki tætt af tortryggni. Þannig að. Ég er rólegri. Mun ekki panta gám. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Það er ekki laust við að maður skynji verulegt rafmagn í loftinu þessa dagana. Daglega birtast greinar um það hvað kröfur nýrrar forystu verkalýðshreyfingarinnar séu svakalegar. Mun ekki allt fara á hliðina? Kunnugleg atburðarás virðist í aðsigi. Krónan er að falla og maður er farinn að upplifa sig grunsamlega mikið nítjánhundruðáttatíu og eitthvað. Þetta land breytist ekki. Ekki bara Sámur er klónaður heldur vandamálin líka. Við fáum sömu höggin nákvæmlega eins á nokkurra ára fresti. Með sömu íslensku áhyggjunum í daglega lífinu. Á maður að þora að skipuleggja utanlandsferð fyrir næsta ár? Á maður að kaupa nýjan ísskáp núna eða seinna? Hvað gerist með vinnumarkaðinn? Hvað gerir ASÍ? Hvað gerir Seðlabankinn? Hvað gerir SA? Hvað gerir ríkisstjórnin? Hvað gerist með krónuna? Hvað gera túristarnir? Á maður kannski bara að koma sér? Skella gámi á næsta skip til Rotterdam og láta sig hverfa?Sama klisjan Maður veit ekki. Ég verð að játa að hluti af manni sem íbúa á þessu landi er næstum því farinn að sætta sig við að svona sé þetta bara. Á Íslandi varir góðæri í nokkur ár, svo kemur kollsteypa svokölluð. Það versta við þessar kollsteypur er að þær fokka öllu upp, einkum lánunum. Í skammtímaminni góðu tímanna elur maður smám saman með sér óígrundaða bjartsýni um að lánin muni kannski halda áfram að lækka eftir því sem maður borgar en svo kemur kollsteypan og lánin hækka aftur. Þetta er íslenski veruleikinn, nánast skáldlegur í klisjunni sinni. Gnauðandi vindur og þungbúið fólk við eldhúsborð að hlusta á fréttirnar. „Það var víst engin innistæða fyrir þessum uppgangi frekar en fyrri daginn,“ segir maðurinn, dæsir og stendur upp. „Nei, Bárður minn,“ segir konan og færir pirringslega til bolla á borðinu og dustar mylsnu af dúknum. „Ég veit ekki af hverju maður er að þessu.“ Barn grætur. Í fjarska heyrist hundgá.Krónulufsan Kollsteypan sjö. Komin í bíó. Eða hvað? Þarf þetta virkilega að vera svona? Er ekki nokkur leið að hugsanlega verði hægt í þetta skipti að koma í veg fyrir að þetta endalausa endurtekna efni endurtaki sig einu sinni enn? Stundum líður manni hálf vonlausum hvað það varðar. Ástæða míns vonleysis er einkum og sér í lagi það, að það virðist vera sama hvað á dynur – sama hvað íslenska krónulufsan gerir okkur mikinn óleik aftur og aftur – það virðist ekki vera hægt að ræða það, hvað þá meira, að taka upp stöðugri gjaldmiðil. Jafnvel þeir sem nú tala hvað mest fyrir hag heimila og þeirra lægst launuðu virðast ekki hafa neinn áhuga á því að tala um gjaldmiðilinn. Samt er það einmitt fyrirkomulag gjaldmiðilsmála sem einkum og sér í lagi færir auð frá fátækum til ríkra og kemur í veg fyrir eignamyndun hinna fátækari. Hressandi væri ef sósíalistar gætu tekið þetta með í reikninginn í byltingartali sínu.Gott að gúggla Það örlar á tilfinningalegu ójafnvægi hjá mér, ég gengst við því, þegar kemur að þessari hlið mála. Ég skil illa hvernig hægt er að tala um efnahagsmál og kjör almennings án þess að tala um gjaldmiðilinn. Fyrirsögn greinarinnar að þessu sinni er hins vegar hófsöm beiðni til allra um að róa sig. Ég er þar með talinn. Kem ég nú að því. Von mín um að klisja íslenskra efnahagsmála verði ekki endurtekin að þessu sinni felst ekki í því að aðilar vinnumarkaðarins muni taka upp áherslur evrusinna í efnahagsmálum, heldur öðru. Að þessu sinni ætla ég að láta nægja að trúa því að enginn sem kemur að samningaborðinu vilji verðbólgu, gengisfall, hækkandi lán og óstöðugleika. Ásakanir ganga á víxl. Kröfugerðir hafa verið birtar. Fyrirsagnir um þær eru í stríðsátakastíl. Óttinn og tortryggnin er að grafa um sig. En þá gildir að anda með nefinu. Ég prófaði að gera það í aðdraganda þessara skrifa, því sjálfur er ég orðinn órólegur. Heimilisbókhaldið má ekki við rugli. Ágætis regla í lífinu almennt er að reyna eftir fremsta megni að kynna sér mál. Ég gúgglaði því. Nú hef ég lesið milliliðalaust þessar skelfilegu, rosalegu kröfur verkalýðshreyfingarinnar inni á heimasíðu VR. Ég get ekki séð annað en að kröfurnar séu hinar áhugaverðustu. Krónutöluhækkun launa í stað prósentuhækkunar. Auka frjálsræði í lífeyriskerfinu. Tryggja fólki húsnæði. Hækka persónuafslátt. Skattleysi lægstu launanna. Minnka skerðingar í almannatryggingakerfinu. Og var ekki einhver að tala um að stytta vinnuvikuna? Það væri löngu tímabært. Það er ekkert að því að vilja einlæglega bæta samfélagið með hag hinna verst settu í öndvegi. Mér finnst tillögurnar lýsa slíkum hugsjónum. Sem upplegg í viðræðum gætu þær raunverulega leitt til betra þjóðfélags, sé fólk lausnamiðað og opið en ekki tætt af tortryggni. Þannig að. Ég er rólegri. Mun ekki panta gám.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun