Katrín hvetur fylkingar til lausnamiðaðs samtals Sveinn Arnarsson skrifar 5. nóvember 2018 07:00 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Fréttablaðið/Anton Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur mikilvægt að báðar fylkingar í komandi kjaraviðræðum komi saman að borðinu með lausnamiðaðri hætti en nú er. Fundur er boðaður á morgun með aðilum vinnumarkaðarins ásamt sveitarfélögum landsins til að fara yfir stöðuna varðandi samninga á almennum vinnumarkaði. Umræðan síðastliðna daga hefur einkennst af miklum hita í báðum fylkingum og greinilegt að harka er farin að færast í baráttuna. Katrín segir mikilvægt að stjórnvöld hlusti á báðar fylkingar og telur að það fjárlagafrumvarp sem nú er í meðförum þingsins beri þess merki með lækkun tryggingagjalds og hækkun barnabóta svo dæmi séu tekin. „Ég hef áhyggjur af því að fylkingarnar séu ekki að nálgast hvor aðra á meðan umræðan virðist fyrst og fremst eiga sér stað í fjölmiðlum en ekki með hófstilltum hætti á sameinuðum fundum,“ segir Katrín. „Fundur stjórnvalda með aðilum vinnumarkaðarins og sveitarfélögum er boðaður til að fá forystumenn beggja sveita að borðinu til að tala saman. Ég óska þess að aðilar komi að því borði með lausnamiðuðum hætti.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Segja komið að vatnaskilum í hagsveiflunni Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að verulega muni hægja á hagvexti á næstu árum eftir kröftugan vöxt undanfarin ár. 31. október 2018 09:09 Ágúst Ólafur segir fjármálaráðherra sigla kjaraviðræðum í strand Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina hafa átt meira samráð við verkalýðshreyfinguna en stjórnvöld hafi átt um áratugaskeið. 25. október 2018 19:30 Sömu aðferðafræði beitt í 70 ár og hún hefur alltaf mistekist Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að skynsamir atvinnurekendur og skynsöm verkalýðsforysta taki mið af ytri aðstæðum þjóðarbúsins. Hann vill breyta um kúrs og tryggja stöðugleika með hóflegum launahækkunum. 2. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur mikilvægt að báðar fylkingar í komandi kjaraviðræðum komi saman að borðinu með lausnamiðaðri hætti en nú er. Fundur er boðaður á morgun með aðilum vinnumarkaðarins ásamt sveitarfélögum landsins til að fara yfir stöðuna varðandi samninga á almennum vinnumarkaði. Umræðan síðastliðna daga hefur einkennst af miklum hita í báðum fylkingum og greinilegt að harka er farin að færast í baráttuna. Katrín segir mikilvægt að stjórnvöld hlusti á báðar fylkingar og telur að það fjárlagafrumvarp sem nú er í meðförum þingsins beri þess merki með lækkun tryggingagjalds og hækkun barnabóta svo dæmi séu tekin. „Ég hef áhyggjur af því að fylkingarnar séu ekki að nálgast hvor aðra á meðan umræðan virðist fyrst og fremst eiga sér stað í fjölmiðlum en ekki með hófstilltum hætti á sameinuðum fundum,“ segir Katrín. „Fundur stjórnvalda með aðilum vinnumarkaðarins og sveitarfélögum er boðaður til að fá forystumenn beggja sveita að borðinu til að tala saman. Ég óska þess að aðilar komi að því borði með lausnamiðuðum hætti.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Segja komið að vatnaskilum í hagsveiflunni Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að verulega muni hægja á hagvexti á næstu árum eftir kröftugan vöxt undanfarin ár. 31. október 2018 09:09 Ágúst Ólafur segir fjármálaráðherra sigla kjaraviðræðum í strand Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina hafa átt meira samráð við verkalýðshreyfinguna en stjórnvöld hafi átt um áratugaskeið. 25. október 2018 19:30 Sömu aðferðafræði beitt í 70 ár og hún hefur alltaf mistekist Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að skynsamir atvinnurekendur og skynsöm verkalýðsforysta taki mið af ytri aðstæðum þjóðarbúsins. Hann vill breyta um kúrs og tryggja stöðugleika með hóflegum launahækkunum. 2. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira
Segja komið að vatnaskilum í hagsveiflunni Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að verulega muni hægja á hagvexti á næstu árum eftir kröftugan vöxt undanfarin ár. 31. október 2018 09:09
Ágúst Ólafur segir fjármálaráðherra sigla kjaraviðræðum í strand Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina hafa átt meira samráð við verkalýðshreyfinguna en stjórnvöld hafi átt um áratugaskeið. 25. október 2018 19:30
Sömu aðferðafræði beitt í 70 ár og hún hefur alltaf mistekist Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að skynsamir atvinnurekendur og skynsöm verkalýðsforysta taki mið af ytri aðstæðum þjóðarbúsins. Hann vill breyta um kúrs og tryggja stöðugleika með hóflegum launahækkunum. 2. nóvember 2018 07:00