Sádar segjast ætla að ákæra vegna morðsins á Khashoggi Kjartan Kjartansson skrifar 5. nóvember 2018 09:10 Khashoggi var í sjálfskipaðri útlegð í Bandaríkjunum. Hann hafði gagnrýnt stjórnvöld í heimalandinu. Vísir/EPA Yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa sagt mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að þau séu að rannsaka morðið á Jamal Khashoggi og ætli sér að ákæra morðingja hans. Khashoggi var myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í byrjun október. Forseti mannréttindanefndar Sádi-Arabíu sagði mannréttindaráðinu að Salman konungur hefði skipað ríkissaksóknara landsins að rannsaka málið og gefa út ákærur, að því er segir í frétt Reuters. Stjórnvöld í Ríad hafa orðið margsaga um örlög Khashoggi á ræðisskrifstofunni. Fyrst eftir að hans var saknað héldu þau því fram að hann hefði yfirgefið skrifstofuna. Síðar viðurkenndu þau að hann væri látinn en það hefði gerst óvart í átökum við menn sem honum sinnaðist við. Tyrknesk stjórnvöld hafa sagst hafa sannanir fyrir því að hópur manna hafi verið sendur frá Sádi-Arabíu til Istanbúl daginn sem Khashoggi var myrtur. Hópurinn hafi pyntað og myrt Khashoggi og jafnvel bútað lík hans niður. Nokkrir í hópnum eru sagðir hafa náin tengsl við Mohammed bin Salman krónprins Sádi-Arabíu. Nú síðast hafa komið fram ásakanir um að lík blaðamannsins hafi verið leyst upp í sýru. Lík Khashoggi hefur ekki fundist og Sádar hafa engar skýringar getað gefið á hvað varð um það. Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Tengdar fréttir Erdogan segir Sáda hafa fyrirskipað morðið á Khashoggi Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti segir að skipunin um morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi hafi komið úr innsta hring stjórnvalda í Sádi-Arabíu. Washington Post birti í dag skoðanagrein eftir forsetann, þar sem hann heitir því að Tyrkir muni komast til botns í máli blaðamannsins og því verði ekki leyft að gleymast. 2. nóvember 2018 21:44 Unnustan krefst réttlætis fyrir Khashoggi „Sumir í Washington virðast vona að málið gleymist ef þeir bara tefja nóg. En við munum halda áfram að þrýsta á stjórn Trumps að knýja fram réttlæti fyrir Jamal. Það má ekki hylma yfir þennan glæp,“ skrifaði Cengiz. 3. nóvember 2018 09:00 Krónprinsinn sagði Kashoggi „hættulegan íslamista“ Í yfirlýsingu frá fjölskyldu Khashoggi er þvertekið fyrir að hann hafi verið meðlimur bræðralagsins eða hættulegur á nokkurn hátt. 2. nóvember 2018 07:37 Tyrkir segja lík Khashoggi hafa verið "leyst upp“ Talsmaður Receps Tayyip Erdoğan Tyrklandsforseta segir að lík sádi-arabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi hafi verið "leyst upp“ eftir að Khashoggi var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl fyrir mánuði síðan og lík hans bútað niður. 2. nóvember 2018 17:38 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
Yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa sagt mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að þau séu að rannsaka morðið á Jamal Khashoggi og ætli sér að ákæra morðingja hans. Khashoggi var myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í byrjun október. Forseti mannréttindanefndar Sádi-Arabíu sagði mannréttindaráðinu að Salman konungur hefði skipað ríkissaksóknara landsins að rannsaka málið og gefa út ákærur, að því er segir í frétt Reuters. Stjórnvöld í Ríad hafa orðið margsaga um örlög Khashoggi á ræðisskrifstofunni. Fyrst eftir að hans var saknað héldu þau því fram að hann hefði yfirgefið skrifstofuna. Síðar viðurkenndu þau að hann væri látinn en það hefði gerst óvart í átökum við menn sem honum sinnaðist við. Tyrknesk stjórnvöld hafa sagst hafa sannanir fyrir því að hópur manna hafi verið sendur frá Sádi-Arabíu til Istanbúl daginn sem Khashoggi var myrtur. Hópurinn hafi pyntað og myrt Khashoggi og jafnvel bútað lík hans niður. Nokkrir í hópnum eru sagðir hafa náin tengsl við Mohammed bin Salman krónprins Sádi-Arabíu. Nú síðast hafa komið fram ásakanir um að lík blaðamannsins hafi verið leyst upp í sýru. Lík Khashoggi hefur ekki fundist og Sádar hafa engar skýringar getað gefið á hvað varð um það.
Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Tengdar fréttir Erdogan segir Sáda hafa fyrirskipað morðið á Khashoggi Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti segir að skipunin um morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi hafi komið úr innsta hring stjórnvalda í Sádi-Arabíu. Washington Post birti í dag skoðanagrein eftir forsetann, þar sem hann heitir því að Tyrkir muni komast til botns í máli blaðamannsins og því verði ekki leyft að gleymast. 2. nóvember 2018 21:44 Unnustan krefst réttlætis fyrir Khashoggi „Sumir í Washington virðast vona að málið gleymist ef þeir bara tefja nóg. En við munum halda áfram að þrýsta á stjórn Trumps að knýja fram réttlæti fyrir Jamal. Það má ekki hylma yfir þennan glæp,“ skrifaði Cengiz. 3. nóvember 2018 09:00 Krónprinsinn sagði Kashoggi „hættulegan íslamista“ Í yfirlýsingu frá fjölskyldu Khashoggi er þvertekið fyrir að hann hafi verið meðlimur bræðralagsins eða hættulegur á nokkurn hátt. 2. nóvember 2018 07:37 Tyrkir segja lík Khashoggi hafa verið "leyst upp“ Talsmaður Receps Tayyip Erdoğan Tyrklandsforseta segir að lík sádi-arabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi hafi verið "leyst upp“ eftir að Khashoggi var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl fyrir mánuði síðan og lík hans bútað niður. 2. nóvember 2018 17:38 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
Erdogan segir Sáda hafa fyrirskipað morðið á Khashoggi Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti segir að skipunin um morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi hafi komið úr innsta hring stjórnvalda í Sádi-Arabíu. Washington Post birti í dag skoðanagrein eftir forsetann, þar sem hann heitir því að Tyrkir muni komast til botns í máli blaðamannsins og því verði ekki leyft að gleymast. 2. nóvember 2018 21:44
Unnustan krefst réttlætis fyrir Khashoggi „Sumir í Washington virðast vona að málið gleymist ef þeir bara tefja nóg. En við munum halda áfram að þrýsta á stjórn Trumps að knýja fram réttlæti fyrir Jamal. Það má ekki hylma yfir þennan glæp,“ skrifaði Cengiz. 3. nóvember 2018 09:00
Krónprinsinn sagði Kashoggi „hættulegan íslamista“ Í yfirlýsingu frá fjölskyldu Khashoggi er þvertekið fyrir að hann hafi verið meðlimur bræðralagsins eða hættulegur á nokkurn hátt. 2. nóvember 2018 07:37
Tyrkir segja lík Khashoggi hafa verið "leyst upp“ Talsmaður Receps Tayyip Erdoğan Tyrklandsforseta segir að lík sádi-arabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi hafi verið "leyst upp“ eftir að Khashoggi var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl fyrir mánuði síðan og lík hans bútað niður. 2. nóvember 2018 17:38