Formaður KSÍ fann engar eignir í þriggja milljarða gjaldþroti verktaka Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. nóvember 2018 09:57 Guðni Bergsson, formaður KSÍ, var skiptastjóri í þrotabúi Týrusar. Fréttablaðið/Anton Brink Engar eignir fundust í þrotabúi Týrusar hf, áður Trésmiðju Snorra Hjaltasonar, en verktakafyrirtækið varð gjaldþrota í mars árið 2011. Rétt tæplega þremur milljörðum króna var lýst í þrotabúið og lauk skiptum þann 18. október síðastliðinn. Upplýsingar um skiptalok voru birtar í Lögbirtingablaðinu í dag. Þar segir að veðhafar hafi leyst til sín veðsettar eignir. Týrus hf. var í eigu Snorra Hjaltasonar verktaka og eiginkonu hans Brynhildar Sigursteinsdóttur. DV fjallaði um fyrirtækið árið 2012. Þar kom fram að stærstur hluti skuldanna væri tilkominn vegna blokka í Innri-Njarðvík. Var hver íbúð í blokkinni veðsett upp á 27 milljónir króna að meðaltali sem var langt yfir markaðsverði.Síðasta verk Guðna Skiptastjóri í búinu var Guðni Bergsson, formaður KSÍ og fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu. Hann segir í stuttu samtali við RÚV að skiptin hafi verið síðasta útistandandi verkefni hans í lögmennskunni. Guðni tók við sem formaður KSÍ í febrúar 2017 en hann nam lög samhliða atvinnumennsku í knattspyrnu á sínum tíma. Trésmiðja Snorra Hjaltasonar komst í fréttirnar árið 2007 þegar verktakinn varð undir í baráttu við ríkið vegna kaupa á húsi við Borgartún 6, oft nefnt Rúgbrauðsgerðin. Í kaupsamningi kom fram að húsið væri 5.210 fermetrar að stærð samkvæmt skrám Fasteignamats ríkisins en við mælingu kom í ljós að húsið var aðeins 4.735 fermetrar eða tæplega tíu prósentum minni en uppgefið var.Fór Trésmiðjan fram á skaðabætur en fékk ekki. Þá vann Trésmiðjan mál gegn ríkinu árið 2008 sem snerist um sölu á hlut ríkisins í verktakafyrirtækinu Íslenskum aðalverktökum (ÍAV). Íslenski boltinn Gjaldþrot Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fleiri fréttir Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Sjá meira
Engar eignir fundust í þrotabúi Týrusar hf, áður Trésmiðju Snorra Hjaltasonar, en verktakafyrirtækið varð gjaldþrota í mars árið 2011. Rétt tæplega þremur milljörðum króna var lýst í þrotabúið og lauk skiptum þann 18. október síðastliðinn. Upplýsingar um skiptalok voru birtar í Lögbirtingablaðinu í dag. Þar segir að veðhafar hafi leyst til sín veðsettar eignir. Týrus hf. var í eigu Snorra Hjaltasonar verktaka og eiginkonu hans Brynhildar Sigursteinsdóttur. DV fjallaði um fyrirtækið árið 2012. Þar kom fram að stærstur hluti skuldanna væri tilkominn vegna blokka í Innri-Njarðvík. Var hver íbúð í blokkinni veðsett upp á 27 milljónir króna að meðaltali sem var langt yfir markaðsverði.Síðasta verk Guðna Skiptastjóri í búinu var Guðni Bergsson, formaður KSÍ og fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu. Hann segir í stuttu samtali við RÚV að skiptin hafi verið síðasta útistandandi verkefni hans í lögmennskunni. Guðni tók við sem formaður KSÍ í febrúar 2017 en hann nam lög samhliða atvinnumennsku í knattspyrnu á sínum tíma. Trésmiðja Snorra Hjaltasonar komst í fréttirnar árið 2007 þegar verktakinn varð undir í baráttu við ríkið vegna kaupa á húsi við Borgartún 6, oft nefnt Rúgbrauðsgerðin. Í kaupsamningi kom fram að húsið væri 5.210 fermetrar að stærð samkvæmt skrám Fasteignamats ríkisins en við mælingu kom í ljós að húsið var aðeins 4.735 fermetrar eða tæplega tíu prósentum minni en uppgefið var.Fór Trésmiðjan fram á skaðabætur en fékk ekki. Þá vann Trésmiðjan mál gegn ríkinu árið 2008 sem snerist um sölu á hlut ríkisins í verktakafyrirtækinu Íslenskum aðalverktökum (ÍAV).
Íslenski boltinn Gjaldþrot Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fleiri fréttir Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Sjá meira