Geir Haarde undrast dóm Hæstaréttar Magnús Halldórsson skrifar 14. maí 2008 00:01 „Ég undrast þennan dóm,“ sagði Geir Haarde forsætisráðherra um dóm Hæstaréttar frá því á fimmtudag síðastliðinn, en þá var framkvæmd útboðs vegna sölu á hlut íslenska ríkisins í Íslenskum aðalverktökum (ÍAV) dæmd ólögmæt. Salan fór fram árið 2003. „Við töldum ferlið hafa verið eðlilegt,“ sagði Geir. Óljóst er hvaða áhrif dómurinn mun hafa en svo kann að vera að einhverjir aðrir bjóðendur í hlutinn eigi rétt á skaðabótum, þar sem hugsanlegt er að hæsta boði í hlutinn hafi ekki verið tekið í ljósi mats dómkvaddra matsmanna þess efnis. Samkvæmt þeirra mati áttu Jarðboranir hf. hæsta boð.Höfuðstöðvar ÍAV Sala á hlut íslenska ríkisins í Íslenskum aðalverktökum hefur verið dæmd ólögmæt í Hæstarétti.fréttablaðið/vilhelm„Þetta sýnir hvernig málið var vaxið á sínum tíma. Það var brotið gegn tveimur meginreglum í útboðum á vegum hins opinbera. Annars vegar að gætt sé jafnræðis bjóðenda og hins vegar að hæsta boði sé tekið,“ segir Sigurbjörn Þorbergsson lögmaður JB byggingarfélags (JBB) og Trésmiðju Snorra Hjaltasonar (TSH) í máli félaganna gegn íslenska ríkinu. JBB og THS höfðuðu mál á hendur íslenska ríkinu en þau buðu saman í 39,86 prósenta hlut ríkisins. Ásamt þeim buðu Jarðboranir, Joco, og Eignarhaldsfélagið AV ehf. (EAV) í hlutinn, en hið síðastnefnda fékk hlutinn á um tvo milljarða króna. Í febrúar í fyrra var málinu vísað frá, en þeim dómi var snúið við í Hæstarétti. Ekki var þó fallist á skaðabótakröfu. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að stjórnendum Íslenskra aðalverktaka, sem buðu í hlut ríkisins undir merkjum EAV, hafi haft stöðu fruminnherja í skilningi þágildandi laga um verðbréfaviðskipti og þeir hafi ekki virt skyldur sem á þá voru lagðar vegna viðskipta með hluti í ÍAV. Ekki er þó tekið fram í dómnum að stjórnendur hafi búið yfir gögnum sem aðrir höfðu ekki. Í dómnum segir að ekki hafi verið tryggt jafnræði þeirra sem tóku þátt í útboðinu eða réttra samskiptareglna gætt. „Verður því að fallast á með áfrýjendum að framkvæmd útboðs stefnda á nefndum eignarhlut í Íslenskum aðalverktökum hafi verið ólögmæt,“ segir orðrétt í dómi Hæstaréttar. Baldur Guðlaugsson, núverandi formaður einkavæðingarnefnar (framkvæmdanefndar um einkavæðingu), segir óljóst hvaða áhrif dómurinn hafi. Baldur var ekki formaður nefndarinnar þegar salan fór fram. „Það er auðvitað ekki gott að fá þessa niðurstöðu dómstóla. Hæstiréttur staðfestir nú samt þá niðurstöðu að áfrýjendur í þessu tiltekna máli hafi ekki átt rétt á bótum. Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Verkalýðsleiðtogar segja ríkisstjórnina þverbrjóta leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira
„Ég undrast þennan dóm,“ sagði Geir Haarde forsætisráðherra um dóm Hæstaréttar frá því á fimmtudag síðastliðinn, en þá var framkvæmd útboðs vegna sölu á hlut íslenska ríkisins í Íslenskum aðalverktökum (ÍAV) dæmd ólögmæt. Salan fór fram árið 2003. „Við töldum ferlið hafa verið eðlilegt,“ sagði Geir. Óljóst er hvaða áhrif dómurinn mun hafa en svo kann að vera að einhverjir aðrir bjóðendur í hlutinn eigi rétt á skaðabótum, þar sem hugsanlegt er að hæsta boði í hlutinn hafi ekki verið tekið í ljósi mats dómkvaddra matsmanna þess efnis. Samkvæmt þeirra mati áttu Jarðboranir hf. hæsta boð.Höfuðstöðvar ÍAV Sala á hlut íslenska ríkisins í Íslenskum aðalverktökum hefur verið dæmd ólögmæt í Hæstarétti.fréttablaðið/vilhelm„Þetta sýnir hvernig málið var vaxið á sínum tíma. Það var brotið gegn tveimur meginreglum í útboðum á vegum hins opinbera. Annars vegar að gætt sé jafnræðis bjóðenda og hins vegar að hæsta boði sé tekið,“ segir Sigurbjörn Þorbergsson lögmaður JB byggingarfélags (JBB) og Trésmiðju Snorra Hjaltasonar (TSH) í máli félaganna gegn íslenska ríkinu. JBB og THS höfðuðu mál á hendur íslenska ríkinu en þau buðu saman í 39,86 prósenta hlut ríkisins. Ásamt þeim buðu Jarðboranir, Joco, og Eignarhaldsfélagið AV ehf. (EAV) í hlutinn, en hið síðastnefnda fékk hlutinn á um tvo milljarða króna. Í febrúar í fyrra var málinu vísað frá, en þeim dómi var snúið við í Hæstarétti. Ekki var þó fallist á skaðabótakröfu. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að stjórnendum Íslenskra aðalverktaka, sem buðu í hlut ríkisins undir merkjum EAV, hafi haft stöðu fruminnherja í skilningi þágildandi laga um verðbréfaviðskipti og þeir hafi ekki virt skyldur sem á þá voru lagðar vegna viðskipta með hluti í ÍAV. Ekki er þó tekið fram í dómnum að stjórnendur hafi búið yfir gögnum sem aðrir höfðu ekki. Í dómnum segir að ekki hafi verið tryggt jafnræði þeirra sem tóku þátt í útboðinu eða réttra samskiptareglna gætt. „Verður því að fallast á með áfrýjendum að framkvæmd útboðs stefnda á nefndum eignarhlut í Íslenskum aðalverktökum hafi verið ólögmæt,“ segir orðrétt í dómi Hæstaréttar. Baldur Guðlaugsson, núverandi formaður einkavæðingarnefnar (framkvæmdanefndar um einkavæðingu), segir óljóst hvaða áhrif dómurinn hafi. Baldur var ekki formaður nefndarinnar þegar salan fór fram. „Það er auðvitað ekki gott að fá þessa niðurstöðu dómstóla. Hæstiréttur staðfestir nú samt þá niðurstöðu að áfrýjendur í þessu tiltekna máli hafi ekki átt rétt á bótum.
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Verkalýðsleiðtogar segja ríkisstjórnina þverbrjóta leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent