Slagsmálin á Bakka: Segir hinn hafa barið sig ítrekað og af miklu afli með túbusjónvarpi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. nóvember 2018 12:15 Mennirnir starfa báðir í kísilveri PCC á Bakka við Húsavík. Fréttablaðið/Anton Brink Annar þeirra tveggja pólsku starfsmanna PCC á Bakka við Húsavík sem úrskurðaðir voru í farbann vegna slagsmála sín á milli á laugardagskvöld er grunaður um að hafa lamið hinn með litlu túbusjónvarpi sex til sjö sinnum í andlit eða höfuð af miklu afli. Mennirnir eru báðir grunaðir um stórfellda líkamsáras gegn hvor öðrum.Þetta kemur fram í farbannsúrskurðum yfir mönnunum sem fréttastofa hefur undir höndum. Mennirnir voru úrskurðaðir í þriggja mánaða farbann í gær en slagsmálin áttu sér stað í vistarverum PCC á Bakka við Húsavík. Mennirnir voru fluttir á sjúkrahúsið á Akureyri á laugardaginn og handteknir eftir að hafa verið útskrifaðir þaðan. Í úrskurðunum kemur fram að þeir hafi báðir verið með töluverða áverka, annar hafi hlotið mikla áverka á andliti, hinn hafi höfuðkúpubrotnað.Í farbannsúrskurðunum yfir mönnunum tveimur er aðdragandi slagsmálanna rakinn samkvæmt frásögn þess sem segist hafa orðið fyrir barsmíðunum með túbusjónvarpinu. Í úrskurðunum segir að hinn segist lýsa atburðarrásinni „eitthvað á annan veg“ en aðallega muni hann ekkert eftir atvikum málsins. Sagði hinn hafa haft horn í síðu hans frá því að hann hóf störf Í frásögn mannsins kemur fram að hann hafi hafið störf hjá PCC í september og að vinnufélaginn hafi haft horn í síðu hans frá því að hann hóf störf.Þrátt fyrir að hafa kvartað til verkstjóra hafi framkoma vinnufélagans ekki batnað og svo virðist sem að soðið hafi upp úr á milli vinnufélaganna á laugardaginn. Þá sat annar þeirra að drykkju ásamt öðrum vinnufélögum í setustofu húsnæðisins þar sem þeir hafa aðstöðu. Þegar hinn gekk framhjá þeim kallaði sá sem sat að drykkju hann illum nöfnum.Mættust þeir síðar á gangi svefnskála húsnæðisins þar sem annar þeirra slengdi öxlinni í hinn. Hófust ryskingar á milli þeirra sem enduðu þegar aðrir viðstaddir gengu á milli þeirra. Eftir það sagðist sá sem var ekki við drykkju hafa farið í herbergi sitt til þess að fara að sofa enda hafi hann átt að mæta til vinnu síðar um kvöldið. Mennirnir voru handteknir þegar þeir útskrifuðust af Sjúkrahúsinu á Akureyri.Mynd/Kristján J.Taldi sig vera að berjast fyrir lífi sínu Sagðist hann hins vegar hafa verið hálfsofandi um 20-30 mínútum síðar er vinnufélaginn laumaðist inn í herbergi til hans og barði hann ítrekað með hnefum. Bar hinn þá hendur fyrir sér en við það tók vinnufélaginn lítið túbusjónvarp sem var í herberginu og barði hinn sex til sjö sinnum í andlit eða höfuð af miklu afli.Sagðist maðurinn hafa reynt að „taka á móti eins og hann hafi getað“ en í átökunum féllu þeir úr rúminu sem brotnaði í átökunum. Tók hann þá fót af rúminu til þess að freista þess að koma vinnfélaganum úr herberginu. Sagðist maðurinn á þessum tímapunkti hafa verið að berjast fyrir lífi sínu.Mennirnir eru sem fyrr segir báðir grunaðir um stórfellda líkamsárás á hvor öðrum en slík brot varða fangelsi allt að sextán árum. Í farbannsúrskurðinum segir að mennirnir séu pólskir ríkisborgarar sem báðir séu í tímabundinni vinnu hér á landi, því sé talin verulega hætta á því þeir láti sig hverfa af landi brott áður en að rannsókn málsins ljúki.Voru mennirnir úrskurðaðir í farbann til 1. febrúar næstkomandi. Lögreglumál Tengdar fréttir Handteknir eftir útskrift af spítala Tveir menn, grunaðir um líkamsárásir, voru handteknir þegar þeir útskrifuðust af Sjúkrahúsinu á Akureyri. 4. nóvember 2018 14:37 Tveir starfsmenn PCC á Bakka í farbann Tveir erlendir starfsmenn kísilvers PCC á Bakka við Húsavík voru í gærkvöldi úrskurðaðir í allt að þriggja mánaða farbann, í héraðsdómi Norðurlands eystra. 5. nóvember 2018 07:14 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Annar þeirra tveggja pólsku starfsmanna PCC á Bakka við Húsavík sem úrskurðaðir voru í farbann vegna slagsmála sín á milli á laugardagskvöld er grunaður um að hafa lamið hinn með litlu túbusjónvarpi sex til sjö sinnum í andlit eða höfuð af miklu afli. Mennirnir eru báðir grunaðir um stórfellda líkamsáras gegn hvor öðrum.Þetta kemur fram í farbannsúrskurðum yfir mönnunum sem fréttastofa hefur undir höndum. Mennirnir voru úrskurðaðir í þriggja mánaða farbann í gær en slagsmálin áttu sér stað í vistarverum PCC á Bakka við Húsavík. Mennirnir voru fluttir á sjúkrahúsið á Akureyri á laugardaginn og handteknir eftir að hafa verið útskrifaðir þaðan. Í úrskurðunum kemur fram að þeir hafi báðir verið með töluverða áverka, annar hafi hlotið mikla áverka á andliti, hinn hafi höfuðkúpubrotnað.Í farbannsúrskurðunum yfir mönnunum tveimur er aðdragandi slagsmálanna rakinn samkvæmt frásögn þess sem segist hafa orðið fyrir barsmíðunum með túbusjónvarpinu. Í úrskurðunum segir að hinn segist lýsa atburðarrásinni „eitthvað á annan veg“ en aðallega muni hann ekkert eftir atvikum málsins. Sagði hinn hafa haft horn í síðu hans frá því að hann hóf störf Í frásögn mannsins kemur fram að hann hafi hafið störf hjá PCC í september og að vinnufélaginn hafi haft horn í síðu hans frá því að hann hóf störf.Þrátt fyrir að hafa kvartað til verkstjóra hafi framkoma vinnufélagans ekki batnað og svo virðist sem að soðið hafi upp úr á milli vinnufélaganna á laugardaginn. Þá sat annar þeirra að drykkju ásamt öðrum vinnufélögum í setustofu húsnæðisins þar sem þeir hafa aðstöðu. Þegar hinn gekk framhjá þeim kallaði sá sem sat að drykkju hann illum nöfnum.Mættust þeir síðar á gangi svefnskála húsnæðisins þar sem annar þeirra slengdi öxlinni í hinn. Hófust ryskingar á milli þeirra sem enduðu þegar aðrir viðstaddir gengu á milli þeirra. Eftir það sagðist sá sem var ekki við drykkju hafa farið í herbergi sitt til þess að fara að sofa enda hafi hann átt að mæta til vinnu síðar um kvöldið. Mennirnir voru handteknir þegar þeir útskrifuðust af Sjúkrahúsinu á Akureyri.Mynd/Kristján J.Taldi sig vera að berjast fyrir lífi sínu Sagðist hann hins vegar hafa verið hálfsofandi um 20-30 mínútum síðar er vinnufélaginn laumaðist inn í herbergi til hans og barði hann ítrekað með hnefum. Bar hinn þá hendur fyrir sér en við það tók vinnufélaginn lítið túbusjónvarp sem var í herberginu og barði hinn sex til sjö sinnum í andlit eða höfuð af miklu afli.Sagðist maðurinn hafa reynt að „taka á móti eins og hann hafi getað“ en í átökunum féllu þeir úr rúminu sem brotnaði í átökunum. Tók hann þá fót af rúminu til þess að freista þess að koma vinnfélaganum úr herberginu. Sagðist maðurinn á þessum tímapunkti hafa verið að berjast fyrir lífi sínu.Mennirnir eru sem fyrr segir báðir grunaðir um stórfellda líkamsárás á hvor öðrum en slík brot varða fangelsi allt að sextán árum. Í farbannsúrskurðinum segir að mennirnir séu pólskir ríkisborgarar sem báðir séu í tímabundinni vinnu hér á landi, því sé talin verulega hætta á því þeir láti sig hverfa af landi brott áður en að rannsókn málsins ljúki.Voru mennirnir úrskurðaðir í farbann til 1. febrúar næstkomandi.
Lögreglumál Tengdar fréttir Handteknir eftir útskrift af spítala Tveir menn, grunaðir um líkamsárásir, voru handteknir þegar þeir útskrifuðust af Sjúkrahúsinu á Akureyri. 4. nóvember 2018 14:37 Tveir starfsmenn PCC á Bakka í farbann Tveir erlendir starfsmenn kísilvers PCC á Bakka við Húsavík voru í gærkvöldi úrskurðaðir í allt að þriggja mánaða farbann, í héraðsdómi Norðurlands eystra. 5. nóvember 2018 07:14 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Handteknir eftir útskrift af spítala Tveir menn, grunaðir um líkamsárásir, voru handteknir þegar þeir útskrifuðust af Sjúkrahúsinu á Akureyri. 4. nóvember 2018 14:37
Tveir starfsmenn PCC á Bakka í farbann Tveir erlendir starfsmenn kísilvers PCC á Bakka við Húsavík voru í gærkvöldi úrskurðaðir í allt að þriggja mánaða farbann, í héraðsdómi Norðurlands eystra. 5. nóvember 2018 07:14
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent