Slagsmálin á Bakka: Segir hinn hafa barið sig ítrekað og af miklu afli með túbusjónvarpi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. nóvember 2018 12:15 Mennirnir starfa báðir í kísilveri PCC á Bakka við Húsavík. Fréttablaðið/Anton Brink Annar þeirra tveggja pólsku starfsmanna PCC á Bakka við Húsavík sem úrskurðaðir voru í farbann vegna slagsmála sín á milli á laugardagskvöld er grunaður um að hafa lamið hinn með litlu túbusjónvarpi sex til sjö sinnum í andlit eða höfuð af miklu afli. Mennirnir eru báðir grunaðir um stórfellda líkamsáras gegn hvor öðrum.Þetta kemur fram í farbannsúrskurðum yfir mönnunum sem fréttastofa hefur undir höndum. Mennirnir voru úrskurðaðir í þriggja mánaða farbann í gær en slagsmálin áttu sér stað í vistarverum PCC á Bakka við Húsavík. Mennirnir voru fluttir á sjúkrahúsið á Akureyri á laugardaginn og handteknir eftir að hafa verið útskrifaðir þaðan. Í úrskurðunum kemur fram að þeir hafi báðir verið með töluverða áverka, annar hafi hlotið mikla áverka á andliti, hinn hafi höfuðkúpubrotnað.Í farbannsúrskurðunum yfir mönnunum tveimur er aðdragandi slagsmálanna rakinn samkvæmt frásögn þess sem segist hafa orðið fyrir barsmíðunum með túbusjónvarpinu. Í úrskurðunum segir að hinn segist lýsa atburðarrásinni „eitthvað á annan veg“ en aðallega muni hann ekkert eftir atvikum málsins. Sagði hinn hafa haft horn í síðu hans frá því að hann hóf störf Í frásögn mannsins kemur fram að hann hafi hafið störf hjá PCC í september og að vinnufélaginn hafi haft horn í síðu hans frá því að hann hóf störf.Þrátt fyrir að hafa kvartað til verkstjóra hafi framkoma vinnufélagans ekki batnað og svo virðist sem að soðið hafi upp úr á milli vinnufélaganna á laugardaginn. Þá sat annar þeirra að drykkju ásamt öðrum vinnufélögum í setustofu húsnæðisins þar sem þeir hafa aðstöðu. Þegar hinn gekk framhjá þeim kallaði sá sem sat að drykkju hann illum nöfnum.Mættust þeir síðar á gangi svefnskála húsnæðisins þar sem annar þeirra slengdi öxlinni í hinn. Hófust ryskingar á milli þeirra sem enduðu þegar aðrir viðstaddir gengu á milli þeirra. Eftir það sagðist sá sem var ekki við drykkju hafa farið í herbergi sitt til þess að fara að sofa enda hafi hann átt að mæta til vinnu síðar um kvöldið. Mennirnir voru handteknir þegar þeir útskrifuðust af Sjúkrahúsinu á Akureyri.Mynd/Kristján J.Taldi sig vera að berjast fyrir lífi sínu Sagðist hann hins vegar hafa verið hálfsofandi um 20-30 mínútum síðar er vinnufélaginn laumaðist inn í herbergi til hans og barði hann ítrekað með hnefum. Bar hinn þá hendur fyrir sér en við það tók vinnufélaginn lítið túbusjónvarp sem var í herberginu og barði hinn sex til sjö sinnum í andlit eða höfuð af miklu afli.Sagðist maðurinn hafa reynt að „taka á móti eins og hann hafi getað“ en í átökunum féllu þeir úr rúminu sem brotnaði í átökunum. Tók hann þá fót af rúminu til þess að freista þess að koma vinnfélaganum úr herberginu. Sagðist maðurinn á þessum tímapunkti hafa verið að berjast fyrir lífi sínu.Mennirnir eru sem fyrr segir báðir grunaðir um stórfellda líkamsárás á hvor öðrum en slík brot varða fangelsi allt að sextán árum. Í farbannsúrskurðinum segir að mennirnir séu pólskir ríkisborgarar sem báðir séu í tímabundinni vinnu hér á landi, því sé talin verulega hætta á því þeir láti sig hverfa af landi brott áður en að rannsókn málsins ljúki.Voru mennirnir úrskurðaðir í farbann til 1. febrúar næstkomandi. Lögreglumál Tengdar fréttir Handteknir eftir útskrift af spítala Tveir menn, grunaðir um líkamsárásir, voru handteknir þegar þeir útskrifuðust af Sjúkrahúsinu á Akureyri. 4. nóvember 2018 14:37 Tveir starfsmenn PCC á Bakka í farbann Tveir erlendir starfsmenn kísilvers PCC á Bakka við Húsavík voru í gærkvöldi úrskurðaðir í allt að þriggja mánaða farbann, í héraðsdómi Norðurlands eystra. 5. nóvember 2018 07:14 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Annar þeirra tveggja pólsku starfsmanna PCC á Bakka við Húsavík sem úrskurðaðir voru í farbann vegna slagsmála sín á milli á laugardagskvöld er grunaður um að hafa lamið hinn með litlu túbusjónvarpi sex til sjö sinnum í andlit eða höfuð af miklu afli. Mennirnir eru báðir grunaðir um stórfellda líkamsáras gegn hvor öðrum.Þetta kemur fram í farbannsúrskurðum yfir mönnunum sem fréttastofa hefur undir höndum. Mennirnir voru úrskurðaðir í þriggja mánaða farbann í gær en slagsmálin áttu sér stað í vistarverum PCC á Bakka við Húsavík. Mennirnir voru fluttir á sjúkrahúsið á Akureyri á laugardaginn og handteknir eftir að hafa verið útskrifaðir þaðan. Í úrskurðunum kemur fram að þeir hafi báðir verið með töluverða áverka, annar hafi hlotið mikla áverka á andliti, hinn hafi höfuðkúpubrotnað.Í farbannsúrskurðunum yfir mönnunum tveimur er aðdragandi slagsmálanna rakinn samkvæmt frásögn þess sem segist hafa orðið fyrir barsmíðunum með túbusjónvarpinu. Í úrskurðunum segir að hinn segist lýsa atburðarrásinni „eitthvað á annan veg“ en aðallega muni hann ekkert eftir atvikum málsins. Sagði hinn hafa haft horn í síðu hans frá því að hann hóf störf Í frásögn mannsins kemur fram að hann hafi hafið störf hjá PCC í september og að vinnufélaginn hafi haft horn í síðu hans frá því að hann hóf störf.Þrátt fyrir að hafa kvartað til verkstjóra hafi framkoma vinnufélagans ekki batnað og svo virðist sem að soðið hafi upp úr á milli vinnufélaganna á laugardaginn. Þá sat annar þeirra að drykkju ásamt öðrum vinnufélögum í setustofu húsnæðisins þar sem þeir hafa aðstöðu. Þegar hinn gekk framhjá þeim kallaði sá sem sat að drykkju hann illum nöfnum.Mættust þeir síðar á gangi svefnskála húsnæðisins þar sem annar þeirra slengdi öxlinni í hinn. Hófust ryskingar á milli þeirra sem enduðu þegar aðrir viðstaddir gengu á milli þeirra. Eftir það sagðist sá sem var ekki við drykkju hafa farið í herbergi sitt til þess að fara að sofa enda hafi hann átt að mæta til vinnu síðar um kvöldið. Mennirnir voru handteknir þegar þeir útskrifuðust af Sjúkrahúsinu á Akureyri.Mynd/Kristján J.Taldi sig vera að berjast fyrir lífi sínu Sagðist hann hins vegar hafa verið hálfsofandi um 20-30 mínútum síðar er vinnufélaginn laumaðist inn í herbergi til hans og barði hann ítrekað með hnefum. Bar hinn þá hendur fyrir sér en við það tók vinnufélaginn lítið túbusjónvarp sem var í herberginu og barði hinn sex til sjö sinnum í andlit eða höfuð af miklu afli.Sagðist maðurinn hafa reynt að „taka á móti eins og hann hafi getað“ en í átökunum féllu þeir úr rúminu sem brotnaði í átökunum. Tók hann þá fót af rúminu til þess að freista þess að koma vinnfélaganum úr herberginu. Sagðist maðurinn á þessum tímapunkti hafa verið að berjast fyrir lífi sínu.Mennirnir eru sem fyrr segir báðir grunaðir um stórfellda líkamsárás á hvor öðrum en slík brot varða fangelsi allt að sextán árum. Í farbannsúrskurðinum segir að mennirnir séu pólskir ríkisborgarar sem báðir séu í tímabundinni vinnu hér á landi, því sé talin verulega hætta á því þeir láti sig hverfa af landi brott áður en að rannsókn málsins ljúki.Voru mennirnir úrskurðaðir í farbann til 1. febrúar næstkomandi.
Lögreglumál Tengdar fréttir Handteknir eftir útskrift af spítala Tveir menn, grunaðir um líkamsárásir, voru handteknir þegar þeir útskrifuðust af Sjúkrahúsinu á Akureyri. 4. nóvember 2018 14:37 Tveir starfsmenn PCC á Bakka í farbann Tveir erlendir starfsmenn kísilvers PCC á Bakka við Húsavík voru í gærkvöldi úrskurðaðir í allt að þriggja mánaða farbann, í héraðsdómi Norðurlands eystra. 5. nóvember 2018 07:14 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Handteknir eftir útskrift af spítala Tveir menn, grunaðir um líkamsárásir, voru handteknir þegar þeir útskrifuðust af Sjúkrahúsinu á Akureyri. 4. nóvember 2018 14:37
Tveir starfsmenn PCC á Bakka í farbann Tveir erlendir starfsmenn kísilvers PCC á Bakka við Húsavík voru í gærkvöldi úrskurðaðir í allt að þriggja mánaða farbann, í héraðsdómi Norðurlands eystra. 5. nóvember 2018 07:14