Rifbeinsbrotnaði við björgunina í Helguvík: „Ég varð bara að bíta á jaxlinn, það var ekkert öðruvísi“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. nóvember 2018 22:34 Guðmundur Ragnar Magnússon tók þátt í björgunaraðgerðunum í Helguvík aðfaranótt laugardags. Mynd/Aðsend Guðmundur Ragnar Magnússon, sigmaður hjá Landhelgisgæslunni, rifbeinsbrotnaði við lendingu í flutningaskipinu Fjordvik sem sigldi upp í hafnargarðinn í Helguvík aðfaranótt laugardags. Guðmundur tók því þátt í björgunaraðgerðunum rifbeinsbrotinn en segir að ekki hafi stoðað annað en að bíta á jaxlinn. Fjórtán manna áhöfn sementsflutningaskipsins Fjordvik, auk hafsögumanns, var bjargað um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar um helgina eftir að skipið rak upp í hafnargarðinn. Engan sakaði en veður var afar slæmt á vettvangi óhappsins.Áhöfnin skelkuð Guðmundur Ragnar var á meðal þeirra fyrstu sem seig niður í skipið úr þyrlu Landhelgisgæslunnar til að bjarga mönnunum sem þar voru fastir. Hann ræddi björgunaraðgerðirnar í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og sagði þar frá meiðslunum sem hann hlaut um leið og hann seig niður í skipið. „Ég lendi illa þarna á síðunni og finn að það er eitthvað sem brotnar,“ sagði Guðmundur Ragnar. Þá hafi aðstæður verið afar erfiðar, vindur var hvass og skipið valt og barðist utan í klettana „Þegar ég kem niður og er kominn á lappir þá er áhöfnin þarna úti á brúarþakinu. Þeir bíða eftir því að ég geri eitthvað,“ sagði Guðmundur Ragnar og bætti við að áhöfn skipsins hafi verið hrædd. „Já, þeir voru frekar skelkaðir og ráðvilltir. Þeir vissu ekki alveg hvernig þeir áttu að bera sig að þessu og hvernig þetta virkar.“ Síðastur frá borði ásamt skipstjóranum Þegar í skipið var komið tók Guðmundur Ragnar stjórn á aðstæðum, þrátt fyrir rifbeinsbrotið, og beindi áhafnarmeðlimum upp í þyrluna. „Já, við erum þjálfaðir í því að taka stjórn á vettvangi og það var bara það sem ég gerði og maður varð að vera ákveðinn við þá til að þeir hlýði skilyrðislaust, og það var það sem þeir gerðu. Það þarf líka að hughreyst þá á sama tíma.“ Guðmundur Ragnar vildi þó ekki meina að aðstæður um nóttina hefðu verið tvísýnar frá sjónarhóli björgunarmanna. Allt hafi jafnframt farið vel að lokum en Guðmundur Ragnar fór síðastur frá borði með skipstjóranum. „Nei, ég læt það nú vera. Við æfum mikið að hífa úr skipum og erum vanir að hífa við ýmsar aðstæður, þó að engar aðstæður séu eins. Og það var pínu maus að koma mér um borð, sem endaði með því að ég datt þarna, en nei ég myndi ekki segja að þær hafi verið tvísýnar,“ sagði Guðmundur Ragnar.Lögreglan og fulltrúar frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa hafa tekið skýrslu af skipsstjóra Fjordvik en ekki liggur fyrir hvort skýrslur verði teknar af áhöfninni allri.Vísir/Einar„Skipstjórinn er alltaf tekinn síðastur frá borði og við vorum búnir að hífa alla mennina tvo og tvo saman frá borði í svona björgunarlykkju, og í lokin fórum sem sagt ég og skipstjórinn, við fórum seinastir frá borði.“En hvernig náðirðu að athafna þig rifbeinsbrotinn um borð? „Ég varð bara að bíta á jaxlinn, það var ekkert öðruvísi.“ Fjordvik liggur enn við Helguvíkurhöfn þar sem reynt hefur verið að dæla úr því mengandi efnum, olíu og sementi. Einnig verður reynt að tryggja skipið áður en veður fer versnandi á landinu á morgun.Viðtalið við Guðmund Ragnar í Reykjavík síðdegis má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan. Strand í Helguvík Tengdar fréttir Áætlað að dælingu ljúki í dag Byrjað er að dæla olíu á ný úr sementsflutningaskipinu Fjordvik sem strandaði í Helguvík í fyrrinótt. 5. nóvember 2018 09:52 Dælurnar réðu ekki við hæðarmuninn Vonast er til þess að það takist að tæma olíu úr sementsflutningaskipinu Fjordvik í dag. 5. nóvember 2018 06:45 Tryggja skipið áður en lægð gengur inn á land á morgun Búist við að búið verði að ná allri þeirri olíu sem hægt er að ná úr skipinu, í kvöld 5. nóvember 2018 18:45 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Sjá meira
Guðmundur Ragnar Magnússon, sigmaður hjá Landhelgisgæslunni, rifbeinsbrotnaði við lendingu í flutningaskipinu Fjordvik sem sigldi upp í hafnargarðinn í Helguvík aðfaranótt laugardags. Guðmundur tók því þátt í björgunaraðgerðunum rifbeinsbrotinn en segir að ekki hafi stoðað annað en að bíta á jaxlinn. Fjórtán manna áhöfn sementsflutningaskipsins Fjordvik, auk hafsögumanns, var bjargað um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar um helgina eftir að skipið rak upp í hafnargarðinn. Engan sakaði en veður var afar slæmt á vettvangi óhappsins.Áhöfnin skelkuð Guðmundur Ragnar var á meðal þeirra fyrstu sem seig niður í skipið úr þyrlu Landhelgisgæslunnar til að bjarga mönnunum sem þar voru fastir. Hann ræddi björgunaraðgerðirnar í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og sagði þar frá meiðslunum sem hann hlaut um leið og hann seig niður í skipið. „Ég lendi illa þarna á síðunni og finn að það er eitthvað sem brotnar,“ sagði Guðmundur Ragnar. Þá hafi aðstæður verið afar erfiðar, vindur var hvass og skipið valt og barðist utan í klettana „Þegar ég kem niður og er kominn á lappir þá er áhöfnin þarna úti á brúarþakinu. Þeir bíða eftir því að ég geri eitthvað,“ sagði Guðmundur Ragnar og bætti við að áhöfn skipsins hafi verið hrædd. „Já, þeir voru frekar skelkaðir og ráðvilltir. Þeir vissu ekki alveg hvernig þeir áttu að bera sig að þessu og hvernig þetta virkar.“ Síðastur frá borði ásamt skipstjóranum Þegar í skipið var komið tók Guðmundur Ragnar stjórn á aðstæðum, þrátt fyrir rifbeinsbrotið, og beindi áhafnarmeðlimum upp í þyrluna. „Já, við erum þjálfaðir í því að taka stjórn á vettvangi og það var bara það sem ég gerði og maður varð að vera ákveðinn við þá til að þeir hlýði skilyrðislaust, og það var það sem þeir gerðu. Það þarf líka að hughreyst þá á sama tíma.“ Guðmundur Ragnar vildi þó ekki meina að aðstæður um nóttina hefðu verið tvísýnar frá sjónarhóli björgunarmanna. Allt hafi jafnframt farið vel að lokum en Guðmundur Ragnar fór síðastur frá borði með skipstjóranum. „Nei, ég læt það nú vera. Við æfum mikið að hífa úr skipum og erum vanir að hífa við ýmsar aðstæður, þó að engar aðstæður séu eins. Og það var pínu maus að koma mér um borð, sem endaði með því að ég datt þarna, en nei ég myndi ekki segja að þær hafi verið tvísýnar,“ sagði Guðmundur Ragnar.Lögreglan og fulltrúar frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa hafa tekið skýrslu af skipsstjóra Fjordvik en ekki liggur fyrir hvort skýrslur verði teknar af áhöfninni allri.Vísir/Einar„Skipstjórinn er alltaf tekinn síðastur frá borði og við vorum búnir að hífa alla mennina tvo og tvo saman frá borði í svona björgunarlykkju, og í lokin fórum sem sagt ég og skipstjórinn, við fórum seinastir frá borði.“En hvernig náðirðu að athafna þig rifbeinsbrotinn um borð? „Ég varð bara að bíta á jaxlinn, það var ekkert öðruvísi.“ Fjordvik liggur enn við Helguvíkurhöfn þar sem reynt hefur verið að dæla úr því mengandi efnum, olíu og sementi. Einnig verður reynt að tryggja skipið áður en veður fer versnandi á landinu á morgun.Viðtalið við Guðmund Ragnar í Reykjavík síðdegis má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan.
Strand í Helguvík Tengdar fréttir Áætlað að dælingu ljúki í dag Byrjað er að dæla olíu á ný úr sementsflutningaskipinu Fjordvik sem strandaði í Helguvík í fyrrinótt. 5. nóvember 2018 09:52 Dælurnar réðu ekki við hæðarmuninn Vonast er til þess að það takist að tæma olíu úr sementsflutningaskipinu Fjordvik í dag. 5. nóvember 2018 06:45 Tryggja skipið áður en lægð gengur inn á land á morgun Búist við að búið verði að ná allri þeirri olíu sem hægt er að ná úr skipinu, í kvöld 5. nóvember 2018 18:45 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Sjá meira
Áætlað að dælingu ljúki í dag Byrjað er að dæla olíu á ný úr sementsflutningaskipinu Fjordvik sem strandaði í Helguvík í fyrrinótt. 5. nóvember 2018 09:52
Dælurnar réðu ekki við hæðarmuninn Vonast er til þess að það takist að tæma olíu úr sementsflutningaskipinu Fjordvik í dag. 5. nóvember 2018 06:45
Tryggja skipið áður en lægð gengur inn á land á morgun Búist við að búið verði að ná allri þeirri olíu sem hægt er að ná úr skipinu, í kvöld 5. nóvember 2018 18:45