Rifbeinsbrotnaði við björgunina í Helguvík: „Ég varð bara að bíta á jaxlinn, það var ekkert öðruvísi“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. nóvember 2018 22:34 Guðmundur Ragnar Magnússon tók þátt í björgunaraðgerðunum í Helguvík aðfaranótt laugardags. Mynd/Aðsend Guðmundur Ragnar Magnússon, sigmaður hjá Landhelgisgæslunni, rifbeinsbrotnaði við lendingu í flutningaskipinu Fjordvik sem sigldi upp í hafnargarðinn í Helguvík aðfaranótt laugardags. Guðmundur tók því þátt í björgunaraðgerðunum rifbeinsbrotinn en segir að ekki hafi stoðað annað en að bíta á jaxlinn. Fjórtán manna áhöfn sementsflutningaskipsins Fjordvik, auk hafsögumanns, var bjargað um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar um helgina eftir að skipið rak upp í hafnargarðinn. Engan sakaði en veður var afar slæmt á vettvangi óhappsins.Áhöfnin skelkuð Guðmundur Ragnar var á meðal þeirra fyrstu sem seig niður í skipið úr þyrlu Landhelgisgæslunnar til að bjarga mönnunum sem þar voru fastir. Hann ræddi björgunaraðgerðirnar í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og sagði þar frá meiðslunum sem hann hlaut um leið og hann seig niður í skipið. „Ég lendi illa þarna á síðunni og finn að það er eitthvað sem brotnar,“ sagði Guðmundur Ragnar. Þá hafi aðstæður verið afar erfiðar, vindur var hvass og skipið valt og barðist utan í klettana „Þegar ég kem niður og er kominn á lappir þá er áhöfnin þarna úti á brúarþakinu. Þeir bíða eftir því að ég geri eitthvað,“ sagði Guðmundur Ragnar og bætti við að áhöfn skipsins hafi verið hrædd. „Já, þeir voru frekar skelkaðir og ráðvilltir. Þeir vissu ekki alveg hvernig þeir áttu að bera sig að þessu og hvernig þetta virkar.“ Síðastur frá borði ásamt skipstjóranum Þegar í skipið var komið tók Guðmundur Ragnar stjórn á aðstæðum, þrátt fyrir rifbeinsbrotið, og beindi áhafnarmeðlimum upp í þyrluna. „Já, við erum þjálfaðir í því að taka stjórn á vettvangi og það var bara það sem ég gerði og maður varð að vera ákveðinn við þá til að þeir hlýði skilyrðislaust, og það var það sem þeir gerðu. Það þarf líka að hughreyst þá á sama tíma.“ Guðmundur Ragnar vildi þó ekki meina að aðstæður um nóttina hefðu verið tvísýnar frá sjónarhóli björgunarmanna. Allt hafi jafnframt farið vel að lokum en Guðmundur Ragnar fór síðastur frá borði með skipstjóranum. „Nei, ég læt það nú vera. Við æfum mikið að hífa úr skipum og erum vanir að hífa við ýmsar aðstæður, þó að engar aðstæður séu eins. Og það var pínu maus að koma mér um borð, sem endaði með því að ég datt þarna, en nei ég myndi ekki segja að þær hafi verið tvísýnar,“ sagði Guðmundur Ragnar.Lögreglan og fulltrúar frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa hafa tekið skýrslu af skipsstjóra Fjordvik en ekki liggur fyrir hvort skýrslur verði teknar af áhöfninni allri.Vísir/Einar„Skipstjórinn er alltaf tekinn síðastur frá borði og við vorum búnir að hífa alla mennina tvo og tvo saman frá borði í svona björgunarlykkju, og í lokin fórum sem sagt ég og skipstjórinn, við fórum seinastir frá borði.“En hvernig náðirðu að athafna þig rifbeinsbrotinn um borð? „Ég varð bara að bíta á jaxlinn, það var ekkert öðruvísi.“ Fjordvik liggur enn við Helguvíkurhöfn þar sem reynt hefur verið að dæla úr því mengandi efnum, olíu og sementi. Einnig verður reynt að tryggja skipið áður en veður fer versnandi á landinu á morgun.Viðtalið við Guðmund Ragnar í Reykjavík síðdegis má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan. Strand í Helguvík Tengdar fréttir Áætlað að dælingu ljúki í dag Byrjað er að dæla olíu á ný úr sementsflutningaskipinu Fjordvik sem strandaði í Helguvík í fyrrinótt. 5. nóvember 2018 09:52 Dælurnar réðu ekki við hæðarmuninn Vonast er til þess að það takist að tæma olíu úr sementsflutningaskipinu Fjordvik í dag. 5. nóvember 2018 06:45 Tryggja skipið áður en lægð gengur inn á land á morgun Búist við að búið verði að ná allri þeirri olíu sem hægt er að ná úr skipinu, í kvöld 5. nóvember 2018 18:45 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Sjá meira
Guðmundur Ragnar Magnússon, sigmaður hjá Landhelgisgæslunni, rifbeinsbrotnaði við lendingu í flutningaskipinu Fjordvik sem sigldi upp í hafnargarðinn í Helguvík aðfaranótt laugardags. Guðmundur tók því þátt í björgunaraðgerðunum rifbeinsbrotinn en segir að ekki hafi stoðað annað en að bíta á jaxlinn. Fjórtán manna áhöfn sementsflutningaskipsins Fjordvik, auk hafsögumanns, var bjargað um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar um helgina eftir að skipið rak upp í hafnargarðinn. Engan sakaði en veður var afar slæmt á vettvangi óhappsins.Áhöfnin skelkuð Guðmundur Ragnar var á meðal þeirra fyrstu sem seig niður í skipið úr þyrlu Landhelgisgæslunnar til að bjarga mönnunum sem þar voru fastir. Hann ræddi björgunaraðgerðirnar í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og sagði þar frá meiðslunum sem hann hlaut um leið og hann seig niður í skipið. „Ég lendi illa þarna á síðunni og finn að það er eitthvað sem brotnar,“ sagði Guðmundur Ragnar. Þá hafi aðstæður verið afar erfiðar, vindur var hvass og skipið valt og barðist utan í klettana „Þegar ég kem niður og er kominn á lappir þá er áhöfnin þarna úti á brúarþakinu. Þeir bíða eftir því að ég geri eitthvað,“ sagði Guðmundur Ragnar og bætti við að áhöfn skipsins hafi verið hrædd. „Já, þeir voru frekar skelkaðir og ráðvilltir. Þeir vissu ekki alveg hvernig þeir áttu að bera sig að þessu og hvernig þetta virkar.“ Síðastur frá borði ásamt skipstjóranum Þegar í skipið var komið tók Guðmundur Ragnar stjórn á aðstæðum, þrátt fyrir rifbeinsbrotið, og beindi áhafnarmeðlimum upp í þyrluna. „Já, við erum þjálfaðir í því að taka stjórn á vettvangi og það var bara það sem ég gerði og maður varð að vera ákveðinn við þá til að þeir hlýði skilyrðislaust, og það var það sem þeir gerðu. Það þarf líka að hughreyst þá á sama tíma.“ Guðmundur Ragnar vildi þó ekki meina að aðstæður um nóttina hefðu verið tvísýnar frá sjónarhóli björgunarmanna. Allt hafi jafnframt farið vel að lokum en Guðmundur Ragnar fór síðastur frá borði með skipstjóranum. „Nei, ég læt það nú vera. Við æfum mikið að hífa úr skipum og erum vanir að hífa við ýmsar aðstæður, þó að engar aðstæður séu eins. Og það var pínu maus að koma mér um borð, sem endaði með því að ég datt þarna, en nei ég myndi ekki segja að þær hafi verið tvísýnar,“ sagði Guðmundur Ragnar.Lögreglan og fulltrúar frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa hafa tekið skýrslu af skipsstjóra Fjordvik en ekki liggur fyrir hvort skýrslur verði teknar af áhöfninni allri.Vísir/Einar„Skipstjórinn er alltaf tekinn síðastur frá borði og við vorum búnir að hífa alla mennina tvo og tvo saman frá borði í svona björgunarlykkju, og í lokin fórum sem sagt ég og skipstjórinn, við fórum seinastir frá borði.“En hvernig náðirðu að athafna þig rifbeinsbrotinn um borð? „Ég varð bara að bíta á jaxlinn, það var ekkert öðruvísi.“ Fjordvik liggur enn við Helguvíkurhöfn þar sem reynt hefur verið að dæla úr því mengandi efnum, olíu og sementi. Einnig verður reynt að tryggja skipið áður en veður fer versnandi á landinu á morgun.Viðtalið við Guðmund Ragnar í Reykjavík síðdegis má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan.
Strand í Helguvík Tengdar fréttir Áætlað að dælingu ljúki í dag Byrjað er að dæla olíu á ný úr sementsflutningaskipinu Fjordvik sem strandaði í Helguvík í fyrrinótt. 5. nóvember 2018 09:52 Dælurnar réðu ekki við hæðarmuninn Vonast er til þess að það takist að tæma olíu úr sementsflutningaskipinu Fjordvik í dag. 5. nóvember 2018 06:45 Tryggja skipið áður en lægð gengur inn á land á morgun Búist við að búið verði að ná allri þeirri olíu sem hægt er að ná úr skipinu, í kvöld 5. nóvember 2018 18:45 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Sjá meira
Áætlað að dælingu ljúki í dag Byrjað er að dæla olíu á ný úr sementsflutningaskipinu Fjordvik sem strandaði í Helguvík í fyrrinótt. 5. nóvember 2018 09:52
Dælurnar réðu ekki við hæðarmuninn Vonast er til þess að það takist að tæma olíu úr sementsflutningaskipinu Fjordvik í dag. 5. nóvember 2018 06:45
Tryggja skipið áður en lægð gengur inn á land á morgun Búist við að búið verði að ná allri þeirri olíu sem hægt er að ná úr skipinu, í kvöld 5. nóvember 2018 18:45