Nokkrir tugir fjölskyldna hafa sagt upp viðskiptum við tryggingafélagið VÍS eftir að útibúum þess á landsbyggðinni fækkaði í haust. Þar af hafa flestar uppsagnir verið á Akranesi. Þetta kemur fram í skriflegu svari VÍS við fyrirspurn fréttastofu.
Þar segir að ekki sé unnt að veita ítarlegri upplýsingar um áhrif skipulagsbreytinganna að svo stöddu, VÍS sé skráð á hlutabréfamarkað og því bundið af reglum um upplýsingagjöf. Þá muni taka nokkra mánuði fyrir nettó áhrif breytinganna að koma í ljós auk þess sem alltaf sé mikil hreyfing viðskiptavina á milli tryggingafélaga.
Fréttastofa spurði einnig hvort breytingarnar hafi haft í för með sér aukið álag á þjónustuver. Í svari fyrirtækisins segir að samskipti fari í síauknum mæli fram í gegnum síma, tölvupóst og heimasíðu. Slíkum snertingum hafi fjölgað og sér VÍS fram á að þeim muni halda áfram að fjölga.
„Það er vert að benda á að skipulagsbreytingarnar í september höfðu engin áhrif á tjónaþjónustuna okkar. Viðskiptavinir eru áfram þjónustaðir með tjón sín með nákvæmlega sama hættar óháð búsetu,“ segir ennfremur í svarinu.
Nokkrir tugir farið frá VÍS eftir lokun útibúa
Tengdar fréttir

Segir lokanir VÍS svar við kalli viðskiptavina
Vátryggingafélag Íslands hefur ekki í hyggju að endurskoða ákvörðun sína um að loka og sameina útbú félagsins á landsbyggðinni.

Uppsagnir og lokanir hjá VÍS
Tryggingafélagið VÍS mun loka rúmlega helmingi skrifstofa sinna og segja upp starfsfólki .

Langanesbyggð ósátt við VÍS
Sveitarstjórn Langanesbyggðar segist harma ákvörðun VÍS um að loka starfsstöðvum á landsbyggðinni.

Harma ákvörðun VÍS um lokun skrifstofa á landsbyggðinni
Landssamband íslenskra verzlunarmanna segist harma þá ákvörðun VÍS að loka átta þjónustuskrifstofum tryggingafélagsins á landsbyggðinni.