Gröf fyrsta forsætisráðherra Íslands ómerkt Jóhann K. Jóhannsson skrifar 7. nóvember 2018 19:00 Umsjónarmaður kirkjugarðsins við Suðurgötu segir kirkjugarðana nánast grafa fólk í sjálfboðavinnu. Ekki gangi lengur að skera niður í rekstri þeirra því ástandið sé farið að bitna á umhirðu leiða og legsteinum. Umhirða minningarmarka er ekki eitt af lögbundnum hlutverkum Kirkjugarða Reykjavíkur en að einhverju leiti hefur því þá verið sinnt. Hins vegar þegar fjármagnið er búið er hætta á að minningarmörkin skemmist.Morgunblaðið greindi frá því í morgun að legsteinn Jóns Magnússonar, fyrrverandi forsætisráðherra, stæði laskaður í kirkjugarðinum við Suðurgötu eftir að marmaraplata framan á steinum brotnaði. Platan var sett í geymslu og er gröfin því ómerkt. Ástæðan fyrir því að þetta minningarmark veki athygli er að Jón var fyrsti forsætisráðherra landsins eftir að Ísland fékk fullveldi árið 1918 og var hann einn af þeim sem kom sambandslögunum á það ár. Það vekur því furðu að á hundrað ára afmæli lýðveldisins stendur gröf fyrsta forsætisráðherrans ómerkt.Heimir Janusarson, umsjónarmaður HólavallakirkjugarðsVisir/Stöð 2„Þetta er eitt reisulegasta minningarmark á landinu og mikið og fallegt handverk. Nafnaplatan er því miður brotin og það þarf að gera við hana. Í eðlilegu árferði þá hefðum við gerð það. Látið það fylgja með, rekið pening úr rekstrinum, eins og er gert í önnur verkefni og haldið við en því miður þá kostar þetta svipað og þriggja vikna vinna hjá sumarstarfsmanni og það var bara ofar á forgangslista að hafa fólk í vinnu heldur en að fara út í svona viðgerðir, sagði Heimir Janusarson, umsjónarmaður Hólavallakirkjugarðs. Heimir segir hlutverk kirkjugarðanna er að halda þeim í heild sinni sem bestum og sem snyrtilegustum. „Í gegnum tíðina höfum við sinnt, eins og má sjá í þessum garði sérstaklega, þessum pottjárnsgirðingum. Við höfum gerð þær upp. Við höfum gert við stóra steina, en nú er það bara búið, það er liðin tíð, segir Heimir. Frá hruni hefur fjárveiting til Kirkjugarða Reykjavíkur dregist verulega saman eða um allt að fjörutíu prósent sem hefur mikil áhrif á rekstur garðanna. „Þetta gengur ekki lengur þessi niðurskurður í þessum fyrirtækjum. Hver ætlar annar að sjá um þetta en hið opinbera? Það eru kirkjugarðar út um allt land sem nánast eru að grafa fólk í sjálfboðavinnu, þetta gengur ekki lengur,“ segir Heimir. Skipulag Stjórnsýsla Þjóðkirkjan Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Umsjónarmaður kirkjugarðsins við Suðurgötu segir kirkjugarðana nánast grafa fólk í sjálfboðavinnu. Ekki gangi lengur að skera niður í rekstri þeirra því ástandið sé farið að bitna á umhirðu leiða og legsteinum. Umhirða minningarmarka er ekki eitt af lögbundnum hlutverkum Kirkjugarða Reykjavíkur en að einhverju leiti hefur því þá verið sinnt. Hins vegar þegar fjármagnið er búið er hætta á að minningarmörkin skemmist.Morgunblaðið greindi frá því í morgun að legsteinn Jóns Magnússonar, fyrrverandi forsætisráðherra, stæði laskaður í kirkjugarðinum við Suðurgötu eftir að marmaraplata framan á steinum brotnaði. Platan var sett í geymslu og er gröfin því ómerkt. Ástæðan fyrir því að þetta minningarmark veki athygli er að Jón var fyrsti forsætisráðherra landsins eftir að Ísland fékk fullveldi árið 1918 og var hann einn af þeim sem kom sambandslögunum á það ár. Það vekur því furðu að á hundrað ára afmæli lýðveldisins stendur gröf fyrsta forsætisráðherrans ómerkt.Heimir Janusarson, umsjónarmaður HólavallakirkjugarðsVisir/Stöð 2„Þetta er eitt reisulegasta minningarmark á landinu og mikið og fallegt handverk. Nafnaplatan er því miður brotin og það þarf að gera við hana. Í eðlilegu árferði þá hefðum við gerð það. Látið það fylgja með, rekið pening úr rekstrinum, eins og er gert í önnur verkefni og haldið við en því miður þá kostar þetta svipað og þriggja vikna vinna hjá sumarstarfsmanni og það var bara ofar á forgangslista að hafa fólk í vinnu heldur en að fara út í svona viðgerðir, sagði Heimir Janusarson, umsjónarmaður Hólavallakirkjugarðs. Heimir segir hlutverk kirkjugarðanna er að halda þeim í heild sinni sem bestum og sem snyrtilegustum. „Í gegnum tíðina höfum við sinnt, eins og má sjá í þessum garði sérstaklega, þessum pottjárnsgirðingum. Við höfum gerð þær upp. Við höfum gert við stóra steina, en nú er það bara búið, það er liðin tíð, segir Heimir. Frá hruni hefur fjárveiting til Kirkjugarða Reykjavíkur dregist verulega saman eða um allt að fjörutíu prósent sem hefur mikil áhrif á rekstur garðanna. „Þetta gengur ekki lengur þessi niðurskurður í þessum fyrirtækjum. Hver ætlar annar að sjá um þetta en hið opinbera? Það eru kirkjugarðar út um allt land sem nánast eru að grafa fólk í sjálfboðavinnu, þetta gengur ekki lengur,“ segir Heimir.
Skipulag Stjórnsýsla Þjóðkirkjan Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira