Skýringar smyglara á kókaíni í nærbuxunum „afar fjarstæðukendar“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. nóvember 2018 17:34 Kókaín hefur haft það orð á sér að vera fíkniefni ríka mannsins sökum þess hversu dýrt það er. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Fréttablaðið/anton brink Tveir Litháar hafa verið dæmdir í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa staðið að innfluttningi á um 700 grömmum af kókaíni hingað til lands. Dómara þótti skýringar annars mannsins á því hvernig efnin rötuðu í hendur hans „afar fjarstæðukenndar“. Mennirnir voru handteknir er þeir komu hingað til lands með flugi frá Amsterdam í mars síðastliðnum. Við líkamsleit fundu tollverðir tvær pakkningar sem mennirnir höfðu falið í nærbuxum sínum, hvor með eina pakkningu sem innihélt um 350 grömm af kókaíni. Annar maðurinn játaði að hafa flutt kókaínið hingað til lands en sagðist ekki hafa vitað hversu mikið magn væri í pakkningu sem hann faldi í nærbuxunum. Bar hann því við að efnið væri til eigin neyslu enda hefði hann á þessum tíma neytt á milli þriggja til sex gramma af kókaíni á dag.Sagðist hafa fundið nærbuxurnar á klósetti á flugvellinum í Amsterdam Hinn maðurinn neitaði hins vegar sök og sagði hann að hann hefði fyrir tilviljun rekist á pakka sem búið var að festa neðan í vegghangandi klósett á flugvellinum í Amsterdam. Pakkinn hefði verið vafinn með svörtu límbandi og festur við nærbuxur. Hann hafi tekið þá skyndiákvörðun að taka pakkann með sér.Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjaness.Fréttablaðið/gvaÞví hafi hann farið í nærbuxurnar sem pakkinn var í utan yfir sínar eigin nærbuxur. Sagðist hann hafa verið undir áhrifum áfengis er hann fann pakkann, annars hefði honum aldrei dottið í hug að taka pakkann með. Hann hafi hins vegar ekki vitað hvað væri í pakkanum en hafi farið að gruna að eitthvað ólöglegt væri í pakkanum þegar hann var stöðvaður við komuna hingað til lands.Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir hins vegar að þessar skýringar mannsins verði að teljast „afar fjarstæðukenndar“. Ekkert haldbært hafi komið fram við rannsókn málsins sem styðji frásögn hans af atvikunum sem hann lýsti. Þvert á móti liggi það fyrir að pakkningin var að lögun og gerð sambærileg þeirri pakkningu sem félagi hans flutti til landsins, auk þess sem þær innihéldu nánast sama magn af kókaíni.„Með vísan til alls þessa þykir dómnum mega slá því föstu að pakkningarnar hafi verið útbúnar af sama eða sömu aðilum. Að öllu þessu gættu þykir framburður ákærða vera svo ótrúverðugur að ekki verði á honum byggt að neinu leyti við úrlausn málsins,“ að því er segir í dómi héraðsdóms.Voru mennirnir sem fyrr segir dæmdir í átján mánaða fangelsi. Dómsmál Lögreglumál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Tveir Litháar hafa verið dæmdir í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa staðið að innfluttningi á um 700 grömmum af kókaíni hingað til lands. Dómara þótti skýringar annars mannsins á því hvernig efnin rötuðu í hendur hans „afar fjarstæðukenndar“. Mennirnir voru handteknir er þeir komu hingað til lands með flugi frá Amsterdam í mars síðastliðnum. Við líkamsleit fundu tollverðir tvær pakkningar sem mennirnir höfðu falið í nærbuxum sínum, hvor með eina pakkningu sem innihélt um 350 grömm af kókaíni. Annar maðurinn játaði að hafa flutt kókaínið hingað til lands en sagðist ekki hafa vitað hversu mikið magn væri í pakkningu sem hann faldi í nærbuxunum. Bar hann því við að efnið væri til eigin neyslu enda hefði hann á þessum tíma neytt á milli þriggja til sex gramma af kókaíni á dag.Sagðist hafa fundið nærbuxurnar á klósetti á flugvellinum í Amsterdam Hinn maðurinn neitaði hins vegar sök og sagði hann að hann hefði fyrir tilviljun rekist á pakka sem búið var að festa neðan í vegghangandi klósett á flugvellinum í Amsterdam. Pakkinn hefði verið vafinn með svörtu límbandi og festur við nærbuxur. Hann hafi tekið þá skyndiákvörðun að taka pakkann með sér.Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjaness.Fréttablaðið/gvaÞví hafi hann farið í nærbuxurnar sem pakkinn var í utan yfir sínar eigin nærbuxur. Sagðist hann hafa verið undir áhrifum áfengis er hann fann pakkann, annars hefði honum aldrei dottið í hug að taka pakkann með. Hann hafi hins vegar ekki vitað hvað væri í pakkanum en hafi farið að gruna að eitthvað ólöglegt væri í pakkanum þegar hann var stöðvaður við komuna hingað til lands.Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir hins vegar að þessar skýringar mannsins verði að teljast „afar fjarstæðukenndar“. Ekkert haldbært hafi komið fram við rannsókn málsins sem styðji frásögn hans af atvikunum sem hann lýsti. Þvert á móti liggi það fyrir að pakkningin var að lögun og gerð sambærileg þeirri pakkningu sem félagi hans flutti til landsins, auk þess sem þær innihéldu nánast sama magn af kókaíni.„Með vísan til alls þessa þykir dómnum mega slá því föstu að pakkningarnar hafi verið útbúnar af sama eða sömu aðilum. Að öllu þessu gættu þykir framburður ákærða vera svo ótrúverðugur að ekki verði á honum byggt að neinu leyti við úrlausn málsins,“ að því er segir í dómi héraðsdóms.Voru mennirnir sem fyrr segir dæmdir í átján mánaða fangelsi.
Dómsmál Lögreglumál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira