70 tillögur í atvinnustefnu fyrir Ísland til ársins 2050 Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. nóvember 2018 20:30 Ýmsar skattaívilnanir og sameining ríkisstofnanna er meðal þess sem Samtök iðnaðarins leggja til í nýrri atvinnustefnu fyrir Ísland. Fjármálaráðherra segir skattaívilnanir til nýsköpunar- og hugverkastarfsemi vera góða fjárfesting til framtíðar. Á málþingi í Hörpu í dag kynntu Samtök iðnaðarins skýrslu um atvinnustefnu sem inniheldur hátt í 70 tillögur að úrbótum til ársins 2050. Tillögurnar miða að úrbótum á sviði menntamála, innviða, nýsköpunar og starfsumhverfis. „Við erum náttúrlega að leggja til aukningu á ríkisútgjöldum hvað varðar innviðauppbyggingu samgönguinnviða og svo framvegis en við erum ekki að öðru leyti að leggja til aukin ríkisútgjöld, þetta eru fullkomlega raunhæf markmið og sem við getum ráðist í innan tveggja ára,“ segir Sigríður Mogensen, sviðstjóri á hugverkasviði hjá SI.Draga verði úr yfirbyggingu ríkisstofnanna Samkvæmt þeirri framtíðarsýn sem lagt er upp með í skýrslunni verður Ísland meðal annars komið í fremstu röð hvað varðar samkeppnishæfni og hagkerfið tvöfalt stærra árið 2050 en það er í dag. Til að þessi framtíðarsýn geti orðið að veruleika þarf að hefjast handa nú þegar við að efla nýsköpun að sögn Sigríðar. „Huga að mögulega sameiningu ríkisstofnanna til að stuðla að aukinni skilvirkni í þessum málaflokki. Í dag fara um 13 milljarðar króna úr ríkissjóði á ári hverju til stuðnings nýsköpunar á Íslandi og þá má mögulega endurskoða hvert þessir fjármunir eru að fara og frekar að beina þeim í átt að styrkjum til fyrirtækja í stað þess að það mögulega fari of mikil sóun í yfirbyggingu ríkisstofnanna,“ segir Sigríður. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir ábendingar í skýrslunni vera gagnlegar. „Ég held að það séu góðar ábendingar um að við getum einfaldað stofnanakerfið okkar, mögulega með sameiningum, að boðleiðir séu styttar,“ segir Bjarni. „Með ívilnunum og endurgreiðslum að festa fleiri störf í sessi í landinu, þá mun það skila sér í aukinni verðmætasköpun fyrir þjóðarbúið allt þannig að það er góð fjárfesting í framtíðinni. Nýsköpun Stjórnsýsla Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Ýmsar skattaívilnanir og sameining ríkisstofnanna er meðal þess sem Samtök iðnaðarins leggja til í nýrri atvinnustefnu fyrir Ísland. Fjármálaráðherra segir skattaívilnanir til nýsköpunar- og hugverkastarfsemi vera góða fjárfesting til framtíðar. Á málþingi í Hörpu í dag kynntu Samtök iðnaðarins skýrslu um atvinnustefnu sem inniheldur hátt í 70 tillögur að úrbótum til ársins 2050. Tillögurnar miða að úrbótum á sviði menntamála, innviða, nýsköpunar og starfsumhverfis. „Við erum náttúrlega að leggja til aukningu á ríkisútgjöldum hvað varðar innviðauppbyggingu samgönguinnviða og svo framvegis en við erum ekki að öðru leyti að leggja til aukin ríkisútgjöld, þetta eru fullkomlega raunhæf markmið og sem við getum ráðist í innan tveggja ára,“ segir Sigríður Mogensen, sviðstjóri á hugverkasviði hjá SI.Draga verði úr yfirbyggingu ríkisstofnanna Samkvæmt þeirri framtíðarsýn sem lagt er upp með í skýrslunni verður Ísland meðal annars komið í fremstu röð hvað varðar samkeppnishæfni og hagkerfið tvöfalt stærra árið 2050 en það er í dag. Til að þessi framtíðarsýn geti orðið að veruleika þarf að hefjast handa nú þegar við að efla nýsköpun að sögn Sigríðar. „Huga að mögulega sameiningu ríkisstofnanna til að stuðla að aukinni skilvirkni í þessum málaflokki. Í dag fara um 13 milljarðar króna úr ríkissjóði á ári hverju til stuðnings nýsköpunar á Íslandi og þá má mögulega endurskoða hvert þessir fjármunir eru að fara og frekar að beina þeim í átt að styrkjum til fyrirtækja í stað þess að það mögulega fari of mikil sóun í yfirbyggingu ríkisstofnanna,“ segir Sigríður. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir ábendingar í skýrslunni vera gagnlegar. „Ég held að það séu góðar ábendingar um að við getum einfaldað stofnanakerfið okkar, mögulega með sameiningum, að boðleiðir séu styttar,“ segir Bjarni. „Með ívilnunum og endurgreiðslum að festa fleiri störf í sessi í landinu, þá mun það skila sér í aukinni verðmætasköpun fyrir þjóðarbúið allt þannig að það er góð fjárfesting í framtíðinni.
Nýsköpun Stjórnsýsla Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira