Rannsókn á akstursgreiðslum í ferli hjá forsætisnefnd þingsins Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 9. nóvember 2018 08:00 Forsætisnefnd Alþingis mun ræða beiðni um rannsókn á akstursgreiðslum á næsta fundi sínum. Fréttablaðið/Stefán Nýtt erindi Björns Leví Gunnarssonar til forsætisnefndar Alþingis um rannsókn á endurgreiðslum á aksturskostnaði þingmanna er komið í ferli innan forsætisnefndar þingsins og verður til umræðu á fundi nefndarinnar næsta mánudag. Þetta staðfestir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. Í erindi til forsætisnefndar endurtekur Björn fyrri ósk sína um rannsókn á akstursgreiðslum þingmanna, en greiðslurnar komust í hámæli snemma á árinu í kjölfar svars forseta þingsins við fyrirspurn Björns þar að lútandi. Svörin sýndu gríðarlega háar fjárhæðir sem þingmenn hafa fengið vegna aksturs. Þar sem fyrri beiðni þingmannsins um rannsókn strandaði á því að ekki hafi verið óskað eftir rannsókn á meintum brotum tiltekinna þingmanna, óskar hann nú eftir rannsókn á endurgreiðslum til allra þingmanna sem þegið hafa endurgreiðslur á aksturskostnaði en til vara á endurgreiðslum til Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. „Hann er með langhæsta aksturskostnaðinn og það sem er mikilvægara, fólk sem hann hefur „fundað með“ hefur haft samband við mig og vefengt að þeir fundir eigi að geta talist sem endurgreiðanlegur starfskostnaður,“ segir Björn á Facebook-síðu sinni um ástæðu þess að Ásmundur er einn þingmanna sérstaklega tilgreindur í erindinu til forsætisnefndar. „Ég hef aldrei brotið neitt af mér, mér vitandi,“ segir Ásmundur Friðriksson aðspurður um beiðni Björns. Ásmundur kveðst orðinn mjög þreyttur á málinu; allir sem komið hafi að athugun þess hafi lýst því yfir að ekkert væri athugavert við hans endurgreiðslur. „Forseti þingsins hefur gefið út að það sé ekkert að, skrifstofa þingsins sömuleiðis að ekkert hafi verið að,“ segir hann. Í erindi Björns er óskað eftir því að rannsakað verði hvort siðareglur, hátternisreglur eða lög hafi verið brotin og hvort vísa þurfi málinu til þar til bærra yfirvalda. Óskar Björn eftir því að fram fari rannsókn á því hvort samræmi sé milli reikninga og endurgreiðslna sem inntar hafa verið af hendi og hvort skýringar í akstursdagbók um fundarboð teljist nægilegar samkvæmt reglum um endurgreiðslu ferðakostnaðar. Óskar Björn eftir því að rannsóknin nái nægilega langt aftur í tímann til að ná til mögulegra hegningarlagabrota sem ekki eru þegar fyrnd. Jón Þór Ólason, sérfræðingur í refsirétti, sagði í viðtali við Fréttablaðið í vor að röng skráning í akstursdagbók geti falið í sér fjársvik og er í erindi þingmannsins til forsætisnefndar vísað til þessarar fréttar blaðsins. Aðspurður um ástæður þess að hann vísi málinu ekki beint til lögreglu telji hann þingmenn hafa brotið hegningarlög segir Björn það vera hlutverk forsætisnefndar að vísa málinu til þar til bærra yfirvalda vakni grunur um refsivert athæfi við skoðun málsins. Þess vegna beini hann erindi sínu til forsætisnefndar. Fréttablaðið spurðist fyrir hjá embættum lögreglu og héraðssaksóknara um feril mála af þessum toga og fékk þau svör að lögregla geti hafið rannsókn á málum að eigin frumkvæði telji hún ástæðu til, hins vegar sé eðlilegt að stofnanir nýti eigin eftirlitsferla fyrst og vísi málum svo áfram til lögreglu sé talin ástæða til. Vísir/ernir Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Nýtt erindi Björns Leví Gunnarssonar til forsætisnefndar Alþingis um rannsókn á endurgreiðslum á aksturskostnaði þingmanna er komið í ferli innan forsætisnefndar þingsins og verður til umræðu á fundi nefndarinnar næsta mánudag. Þetta staðfestir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. Í erindi til forsætisnefndar endurtekur Björn fyrri ósk sína um rannsókn á akstursgreiðslum þingmanna, en greiðslurnar komust í hámæli snemma á árinu í kjölfar svars forseta þingsins við fyrirspurn Björns þar að lútandi. Svörin sýndu gríðarlega háar fjárhæðir sem þingmenn hafa fengið vegna aksturs. Þar sem fyrri beiðni þingmannsins um rannsókn strandaði á því að ekki hafi verið óskað eftir rannsókn á meintum brotum tiltekinna þingmanna, óskar hann nú eftir rannsókn á endurgreiðslum til allra þingmanna sem þegið hafa endurgreiðslur á aksturskostnaði en til vara á endurgreiðslum til Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. „Hann er með langhæsta aksturskostnaðinn og það sem er mikilvægara, fólk sem hann hefur „fundað með“ hefur haft samband við mig og vefengt að þeir fundir eigi að geta talist sem endurgreiðanlegur starfskostnaður,“ segir Björn á Facebook-síðu sinni um ástæðu þess að Ásmundur er einn þingmanna sérstaklega tilgreindur í erindinu til forsætisnefndar. „Ég hef aldrei brotið neitt af mér, mér vitandi,“ segir Ásmundur Friðriksson aðspurður um beiðni Björns. Ásmundur kveðst orðinn mjög þreyttur á málinu; allir sem komið hafi að athugun þess hafi lýst því yfir að ekkert væri athugavert við hans endurgreiðslur. „Forseti þingsins hefur gefið út að það sé ekkert að, skrifstofa þingsins sömuleiðis að ekkert hafi verið að,“ segir hann. Í erindi Björns er óskað eftir því að rannsakað verði hvort siðareglur, hátternisreglur eða lög hafi verið brotin og hvort vísa þurfi málinu til þar til bærra yfirvalda. Óskar Björn eftir því að fram fari rannsókn á því hvort samræmi sé milli reikninga og endurgreiðslna sem inntar hafa verið af hendi og hvort skýringar í akstursdagbók um fundarboð teljist nægilegar samkvæmt reglum um endurgreiðslu ferðakostnaðar. Óskar Björn eftir því að rannsóknin nái nægilega langt aftur í tímann til að ná til mögulegra hegningarlagabrota sem ekki eru þegar fyrnd. Jón Þór Ólason, sérfræðingur í refsirétti, sagði í viðtali við Fréttablaðið í vor að röng skráning í akstursdagbók geti falið í sér fjársvik og er í erindi þingmannsins til forsætisnefndar vísað til þessarar fréttar blaðsins. Aðspurður um ástæður þess að hann vísi málinu ekki beint til lögreglu telji hann þingmenn hafa brotið hegningarlög segir Björn það vera hlutverk forsætisnefndar að vísa málinu til þar til bærra yfirvalda vakni grunur um refsivert athæfi við skoðun málsins. Þess vegna beini hann erindi sínu til forsætisnefndar. Fréttablaðið spurðist fyrir hjá embættum lögreglu og héraðssaksóknara um feril mála af þessum toga og fékk þau svör að lögregla geti hafið rannsókn á málum að eigin frumkvæði telji hún ástæðu til, hins vegar sé eðlilegt að stofnanir nýti eigin eftirlitsferla fyrst og vísi málum svo áfram til lögreglu sé talin ástæða til. Vísir/ernir
Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira