Krónan er eins og áfengissjúklingur; en hún er ólæknandi Ole Anton Bieltvedt skrifar 9. nóvember 2018 13:46 Í mörgum fjölskyldum eru einhverjir, sem eiga við áfengissýki að stríða. Það kannast flestir við þann vanda. Þetta er einfaldlega hluti af mannlífinu. Oft er það þannig, að, á meðan allt leikur í lyndi, eru mál fín og sjúkdómseinkenni engin, en, þegar á bjátar og einhverjar sviptingar verða í lífi sjúklinga, óvænt álag, brýst sjúkdómurinn út, oft með slæmum afleiðingum fyrir sjúklinga og aðstandendur. Sem betur fer höfum við Íslendingar staðið framarlega í meðferð áfengissjúklinga, og hefur hér náðst betri árangur við að halda sjúkdómnum niðri og vinna á honum, en víðast hvar annars staðar, þökk sé SÁÁ og Vogi. En, því miður höfum við ekkert SÁÁ og engan Vog í krónumálum. Sjúkdómseinkenni krónunnar eru svipuð. Hún virðist fín í bili, meðan allt er gott og leikur í lyndi, en, svo, þegar eitthvað kemur upp á og einhver vandi steðjar að, er styrkurinn og stöðugleikinn enginn; allt lætur undan og mál fara úr böndum. Eitt af því, sem einkennir veikleika krónunnar er, að þeir, sem á hana þurfa að treysta – hafa ekkert annað – vita aldrei, hvar þeir standa, eða, hvað morgundagurinn ber í skauti sér fyrir þá og þeirra fjármál; tekjur og útgjöld, eignir og skuldir. Í fyrra fór 1 Bandaríkjadalur í 98,00 krónur. Þegar þetta er ritað, er hann 121,00 króna. Hvert framhaldið verður, veit enginn. Ekki öfunda ég þá, sem álpuðust til að taka verðtryggð lán síðustu misserin, því það er reiknað með, að alla vega helmingur falls krónunnar fari beint út í verðlag, en verðtrygging hækkar þá skuldir að sama skapi. Hvernig má það eiginlega vera, að bönkum sé heimilað að veita verðtryggð lán, og, að þeir skuli gera það? Hvar er ábyrgðartilfinningin!? Hafa þessir menn ekkert lært? Varla getur þeim verið hundsama um hagsmuni og afkomu viðskiptavina sinna! Erlendis hafa bankamenn hlotið dóma fyrir óábyrga ráðgjöf. Auðvitað hefðu lántakendur líka átt að hafa lært nógu mikið af sögu krónunnar og hruninu til að forðast verðtryggðar skuldbindingar. En hér gildir það sama og um ólæknaðan áfengissjúklinginn; þegar hann er búinn að vera edrú í ákveðinn tíma, í meðbyr og góðæri, er farið að treysta honum; „hann er kominn yfir þetta og verður örugglega fínn í framtíðinni“. Sú veiking krónunnar, sem varð bara núna síðustu vikur, 10%, kynni að hækka verðtryggðar skuldir um 5%. Sá, sem skuldar 40 milljónir, kynni allt í einu að skulda 2 milljónum meir. Guði sé lof eru góð teikn á lofti. Nýleg skoðanakönnun Gallup bendir til, að skýr meirihluti landsmanna vilji nú leggja niður sjúkan gjaldmiðilinn og taka upp heilbrigðan alvörugjaldmiðil – reynadar þann öflugasta og traustasta í heimi – Evruna, en hún gildir í 25 Evrópulöndum. 46% aðspurðra voru með Evru, 18% höfðu ekki skoðun, og 36% voru gegn Evru. Ef afstaða þeirra einna, sem tóku afstöðu, er reiknuð, eru 56% með Evru og 44% á móti. Loksins eru menn farnir að skilja, hvað klukkan slær með krónuna og hversu ólæknandi hennar sjúkdómur er. Þetta er burðalaus örgjaldmiðill, sem sveiflast fram og til baka, eins og korktappi í ölduróti, og enginn veit, hvert fer eða hvar endar. 10% verðfall krónunnar síðustu vikur leiðir auðvitað til þess, að verðlag á innfluttum vörum hækkar að sama skapi. Þeir innflytjendur, sem hafa greitt vöru á gömlu gengi, geta haldið óbreyttu verði svo lengi, sem sú vara er til. Aftur koma því nú auglýsingar um vörur og tæki á „gömlu gengi“. Sumum finnst þetta vont, en það rifjar upp gamlar og slæmar minningar um endalausar verð- og gengissviptingar, sem oftast ullu vandræðum, vanlíðan og þjáningu.Það vonda við þetta mál er þó ekki það, að menn skuli auglýsa vöru á gömlu gengi, það vonda er, að til þess skuli vera tilefni og það hægt. Með Evru verður ekkert „gamalt gengi“. Með Evru verður stöðugt og traust verðlag, tekjur og laun verða örugg, menn munu vita upp á hár, hvar þeir standa með sín útgjöld, eignir og skuldir. Það er kominn tími á Evruna, án eða með ESB aðild. Án fullrar aðildar gæti gengið miklu fyrr, og með góðum samningum kynni að vera að hægt á fá Evruna á sama grundvelli og fullgildir ESB-meðlimir, þar sem Ísland er nú þegar 80-90% í ESB í gengnum EFTA/EES samninginn.Ole Anton Bieltvedt alþjóðlegur kaupsýslumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Skoðun Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Sjá meira
Í mörgum fjölskyldum eru einhverjir, sem eiga við áfengissýki að stríða. Það kannast flestir við þann vanda. Þetta er einfaldlega hluti af mannlífinu. Oft er það þannig, að, á meðan allt leikur í lyndi, eru mál fín og sjúkdómseinkenni engin, en, þegar á bjátar og einhverjar sviptingar verða í lífi sjúklinga, óvænt álag, brýst sjúkdómurinn út, oft með slæmum afleiðingum fyrir sjúklinga og aðstandendur. Sem betur fer höfum við Íslendingar staðið framarlega í meðferð áfengissjúklinga, og hefur hér náðst betri árangur við að halda sjúkdómnum niðri og vinna á honum, en víðast hvar annars staðar, þökk sé SÁÁ og Vogi. En, því miður höfum við ekkert SÁÁ og engan Vog í krónumálum. Sjúkdómseinkenni krónunnar eru svipuð. Hún virðist fín í bili, meðan allt er gott og leikur í lyndi, en, svo, þegar eitthvað kemur upp á og einhver vandi steðjar að, er styrkurinn og stöðugleikinn enginn; allt lætur undan og mál fara úr böndum. Eitt af því, sem einkennir veikleika krónunnar er, að þeir, sem á hana þurfa að treysta – hafa ekkert annað – vita aldrei, hvar þeir standa, eða, hvað morgundagurinn ber í skauti sér fyrir þá og þeirra fjármál; tekjur og útgjöld, eignir og skuldir. Í fyrra fór 1 Bandaríkjadalur í 98,00 krónur. Þegar þetta er ritað, er hann 121,00 króna. Hvert framhaldið verður, veit enginn. Ekki öfunda ég þá, sem álpuðust til að taka verðtryggð lán síðustu misserin, því það er reiknað með, að alla vega helmingur falls krónunnar fari beint út í verðlag, en verðtrygging hækkar þá skuldir að sama skapi. Hvernig má það eiginlega vera, að bönkum sé heimilað að veita verðtryggð lán, og, að þeir skuli gera það? Hvar er ábyrgðartilfinningin!? Hafa þessir menn ekkert lært? Varla getur þeim verið hundsama um hagsmuni og afkomu viðskiptavina sinna! Erlendis hafa bankamenn hlotið dóma fyrir óábyrga ráðgjöf. Auðvitað hefðu lántakendur líka átt að hafa lært nógu mikið af sögu krónunnar og hruninu til að forðast verðtryggðar skuldbindingar. En hér gildir það sama og um ólæknaðan áfengissjúklinginn; þegar hann er búinn að vera edrú í ákveðinn tíma, í meðbyr og góðæri, er farið að treysta honum; „hann er kominn yfir þetta og verður örugglega fínn í framtíðinni“. Sú veiking krónunnar, sem varð bara núna síðustu vikur, 10%, kynni að hækka verðtryggðar skuldir um 5%. Sá, sem skuldar 40 milljónir, kynni allt í einu að skulda 2 milljónum meir. Guði sé lof eru góð teikn á lofti. Nýleg skoðanakönnun Gallup bendir til, að skýr meirihluti landsmanna vilji nú leggja niður sjúkan gjaldmiðilinn og taka upp heilbrigðan alvörugjaldmiðil – reynadar þann öflugasta og traustasta í heimi – Evruna, en hún gildir í 25 Evrópulöndum. 46% aðspurðra voru með Evru, 18% höfðu ekki skoðun, og 36% voru gegn Evru. Ef afstaða þeirra einna, sem tóku afstöðu, er reiknuð, eru 56% með Evru og 44% á móti. Loksins eru menn farnir að skilja, hvað klukkan slær með krónuna og hversu ólæknandi hennar sjúkdómur er. Þetta er burðalaus örgjaldmiðill, sem sveiflast fram og til baka, eins og korktappi í ölduróti, og enginn veit, hvert fer eða hvar endar. 10% verðfall krónunnar síðustu vikur leiðir auðvitað til þess, að verðlag á innfluttum vörum hækkar að sama skapi. Þeir innflytjendur, sem hafa greitt vöru á gömlu gengi, geta haldið óbreyttu verði svo lengi, sem sú vara er til. Aftur koma því nú auglýsingar um vörur og tæki á „gömlu gengi“. Sumum finnst þetta vont, en það rifjar upp gamlar og slæmar minningar um endalausar verð- og gengissviptingar, sem oftast ullu vandræðum, vanlíðan og þjáningu.Það vonda við þetta mál er þó ekki það, að menn skuli auglýsa vöru á gömlu gengi, það vonda er, að til þess skuli vera tilefni og það hægt. Með Evru verður ekkert „gamalt gengi“. Með Evru verður stöðugt og traust verðlag, tekjur og laun verða örugg, menn munu vita upp á hár, hvar þeir standa með sín útgjöld, eignir og skuldir. Það er kominn tími á Evruna, án eða með ESB aðild. Án fullrar aðildar gæti gengið miklu fyrr, og með góðum samningum kynni að vera að hægt á fá Evruna á sama grundvelli og fullgildir ESB-meðlimir, þar sem Ísland er nú þegar 80-90% í ESB í gengnum EFTA/EES samninginn.Ole Anton Bieltvedt alþjóðlegur kaupsýslumaður.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar