Rúmlega 60% segjast fylgjandi stofnun miðhálendisþjóðgarðs Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. nóvember 2018 19:30 Fyrir hverja krónu sem ríkið leggur til friðlýstra svæða skila sér tuttugu og þrjár krónur til baka samkvæmt nýrri rannsókn. Þá er meirihluti landsmanna fylgjandi friðlýsingu miðhálendisins en niðurstöður nýrra rannsókna voru kynntar á umhverfisþingi í dag. Ein rannsóknanna var unnin að beiðni umhverfisráðuneytisins en samkvæmt henni var beinn efnahagslegur ávinningur tólf friðlýstra svæða og nærsamfélaga um 10 milljarðar króna árið 2017. Um 45% af heildareyðslu ferðamanna var innan þeirra svæða sem hefur skapað 18 hundruð störf eða um 15 hundruð stöðugildi á umræddum svæðum. Þá nam heildarávinningur þjóðarbúsins alls um 33,5 milljörðum. „Megin niðurstöðurnar þær eru þær að þetta er að skila umtalsverðum ábata fyrir samfélagið, friðlýsingarnar, og af hverri krónu sem varið er inn á vernduð svæði eða friðlýst svæði er að skila sér margfalt til baka,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. Samkvæmt frumniðurstöðum annarrar könnunar sem unnin var af Félagsmálastofnun Háskóla Íslands sögðust 63% þeirra sem tóku afstöðu vera fylgjandi stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu og 10% á móti. Rannsóknin er hluti af meistaraverkefni Michael Bishop í land- og ferðamálafræði við Háskóla Íslands.Rannsóknin er hluti af meistaraverkefni Michael Bishop í land- og ferðamálafræði við Háskóla Íslands.Vísir/Elín„Það er mikill stuðningur við friðlýst svæði en að baki þessa stuðnings eru miklar væntingar sem þarf að koma til móts við. Einnig er mikilvægt að eiga samráð og samstarf við ýmsa hagsmunaaðila ef á að stjórna þessu með skilvirkum hætti,“ segir Bishop. Spurður hvort friðlýsingar feli ekki í sér aukna miðstýringu og inngrip gagnvart landeigendum og sveitrfélögum segir ráðherra skiptar skoðanir vera uppi. „Við erum að horfa til þess núna í framtíðinni, meðal annars með gerð nýrra laga um nýja stofnun um friðlýst svæði og verndarsvæði, að auka aðkomu heimafólks, félagasamtaka og hagsmunaaðila að því að stýra þessum svæðum,“ segir Guðmundur Ingi. Stjórnsýsla Umhverfismál Tengdar fréttir Bein útsending: Ellefta Umhverfisþingið Ný hugsun - ný nálgun í náttúruvernd er yfirskrift ellefta Umhverfisþings sem fram fer á Grand hóteli í Reykjavík í dag. 9. nóvember 2018 12:15 Mest lesið Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Fleiri fréttir Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Sjá meira
Fyrir hverja krónu sem ríkið leggur til friðlýstra svæða skila sér tuttugu og þrjár krónur til baka samkvæmt nýrri rannsókn. Þá er meirihluti landsmanna fylgjandi friðlýsingu miðhálendisins en niðurstöður nýrra rannsókna voru kynntar á umhverfisþingi í dag. Ein rannsóknanna var unnin að beiðni umhverfisráðuneytisins en samkvæmt henni var beinn efnahagslegur ávinningur tólf friðlýstra svæða og nærsamfélaga um 10 milljarðar króna árið 2017. Um 45% af heildareyðslu ferðamanna var innan þeirra svæða sem hefur skapað 18 hundruð störf eða um 15 hundruð stöðugildi á umræddum svæðum. Þá nam heildarávinningur þjóðarbúsins alls um 33,5 milljörðum. „Megin niðurstöðurnar þær eru þær að þetta er að skila umtalsverðum ábata fyrir samfélagið, friðlýsingarnar, og af hverri krónu sem varið er inn á vernduð svæði eða friðlýst svæði er að skila sér margfalt til baka,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. Samkvæmt frumniðurstöðum annarrar könnunar sem unnin var af Félagsmálastofnun Háskóla Íslands sögðust 63% þeirra sem tóku afstöðu vera fylgjandi stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu og 10% á móti. Rannsóknin er hluti af meistaraverkefni Michael Bishop í land- og ferðamálafræði við Háskóla Íslands.Rannsóknin er hluti af meistaraverkefni Michael Bishop í land- og ferðamálafræði við Háskóla Íslands.Vísir/Elín„Það er mikill stuðningur við friðlýst svæði en að baki þessa stuðnings eru miklar væntingar sem þarf að koma til móts við. Einnig er mikilvægt að eiga samráð og samstarf við ýmsa hagsmunaaðila ef á að stjórna þessu með skilvirkum hætti,“ segir Bishop. Spurður hvort friðlýsingar feli ekki í sér aukna miðstýringu og inngrip gagnvart landeigendum og sveitrfélögum segir ráðherra skiptar skoðanir vera uppi. „Við erum að horfa til þess núna í framtíðinni, meðal annars með gerð nýrra laga um nýja stofnun um friðlýst svæði og verndarsvæði, að auka aðkomu heimafólks, félagasamtaka og hagsmunaaðila að því að stýra þessum svæðum,“ segir Guðmundur Ingi.
Stjórnsýsla Umhverfismál Tengdar fréttir Bein útsending: Ellefta Umhverfisþingið Ný hugsun - ný nálgun í náttúruvernd er yfirskrift ellefta Umhverfisþings sem fram fer á Grand hóteli í Reykjavík í dag. 9. nóvember 2018 12:15 Mest lesið Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Fleiri fréttir Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Sjá meira
Bein útsending: Ellefta Umhverfisþingið Ný hugsun - ný nálgun í náttúruvernd er yfirskrift ellefta Umhverfisþings sem fram fer á Grand hóteli í Reykjavík í dag. 9. nóvember 2018 12:15