Innlent

Ferðamaður spændi upp mosann í glæfralegum utanvegaakstri

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Skjáskot úr myndbandi af umræddum utanvegaakstri, sem birt var á YouTube.
Skjáskot úr myndbandi af umræddum utanvegaakstri, sem birt var á YouTube. Mynd/Skjáskot
Erlendur ferðamaður á jepplingi sést spæna upp mosa í myndbandi sem hann, eða samferðamaður hans, hlóð upp á Instagram eftir ferð þeirra hér á landi. Mbl greindi fyrst frá málinu í kvöld.

Í ábendingu frá lesanda, sem barst bæði Vísi og Mbl, segir að ferðamaðurinn hafi fyrst birt myndbandið á Instagram-reikningi sínum en síðar eytt því. Með ábendingunni fylgdi svokölluð „skjáupptaka“ af upprunalega myndbandinu áður en því var eytt. Í því sést hvernig ökumaður jepplings með íslenskt bílnúmer ekur glæfralega um mosagróið svæði og spænir mosann upp.

Mbl greinir jafnframt frá því að utanvegaaksturinn sem sést í myndbandinu hafi verið tilkynntur til Umhverfisstofnunar

Ekki er ljóst hvar á landinu myndbandið er tekið en brot úr því var einnig birt í myndbandi á YouTube, sem fjallar um Íslandsferð hóps erlendra ferðamanna. Utanvegaaksturinn má sjá á mínútu 1:43 í spilaranum hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×