Sagður sigra vegna spillingar vinstrisins Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 30. október 2018 07:30 Bolsonaro er væntanlega sáttur. Nordicphotos/AFP Brasilía Hinn umdeildi íhaldsmaður Jair Bolsonaro vann stórsigur í forsetakosningum Brasilíu sem fram fóru á sunnudaginn. Þessi þingmaður og fyrrverandi kafteinn í brasilíska hernum fékk 55,2 prósent atkvæða á meðan vinstrimaðurinn Fernando Haddad úr Verkamannaflokknum fékk 44,8 prósent. Bolsonaro hefur lofað að berjast gegn glæpum, meðal annars með því að gera almennum borgurum auðveldara að kaupa sér skotvopn, og koma í veg fyrir að sósíalistar nái völdum í Brasilíu. Hann er hins vegar afar umdeildur og hafa misvinsæl ummæli hans orðið til þess að Brasilíumaðurinn hefur verið kallaður „Trump hitabeltisins“. Fjölmiðlar heims, stórir sem smáir, hafa fjallað um kjör Bolsonaros og bent í því samhengi á ýmis ummæli hins nýkjörna forseta. BBC sagði til að mynda frá því að Bolsonaro hafi áður sagt við konu á þingi að hún væri „of ljót til að nauðga“ og að hann hafi sagst „hlynntur einræðisstjórn“ sem var sett í samhengi við lofræður hans um herforingjastjórnir fortíðarinnar. Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessorFréttablaðið/ValgarðurHannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, hefur búið í Rio de Janeiro undanfarið hálft ár, talar portúgölsku og hefur fylgst vel með kosningabaráttunni. Á bloggi sínu hefur hann sagt íslenska fjölmiðla fjalla um kosningarnar af mikilli vanþekkingu. Stjórnmálafræðingurinn Hannes segir í samtali við Fréttablaðið að Bolsonaro hafi umfram allt sigrað vegna þess að Brasilíumenn voru að kjósa á móti „sextán ára samfelldri spillingarstjórn Verkamannaflokksins“. Hannes bendir á að annar forseti flokksins, Lula da Silva, sitji í fangelsi og að Haddad hafi reglulega heimsótt hann þangað og þegið ráð. „Þetta ofbauð mörgum.“ Dilma Rousseff, hinn forseti flokksins, var síðan sett úr embætti forseta vegna rangra upplýsinga um fjármál flokksins. „Sumt, sem Bolsonaro segir sjálfur, er líka vinsælt, sérstaklega loforð hans um að efla og herða löggæslu. Mörgum Brasilíumönnum finnst öryggi innanlands ábótavant,“ segir Hannes. Þá segir Hannes að Bolsonaro hafi frekar varið en lofað herforingjastjórnina sem var í Brasilíu frá 1964 til 1985. „Hann hefur þó tekið fram, að hann virði stjórnarskrá landsins og lýðræði. Aðaláhyggjuefni kjósenda í Brasilíu er hins vegar, að Brasilía megi ekki fara sömu leið og Venesúela undir stjórn þeirra Chavezar og Maduros. Með ákveðinni einföldun má segja, að þeir sjái valið milli Bolsonaros og Haddads sem val milli leiðarinnar, sem Fujimori fór í Perú, og leiðarinnar, sem Chavez og Maduro fóru í Venesúela,“ segir Hannes og bætir við að perúska leiðin hafi tekist, hin mistekist og að Brasilíumenn eigi nú í vandræðum með straum flóttamanna frá Venesúela. Aukinheldur segir Hannes að Bolsonaro sé einfaldlega hreinskilnari en margir aðrir stjórnmálamenn um fordóma sína. „Það var hins vegar ekki kosið um þá, heldur um stefnu hans og flokks hans. Mörgum líst vel á efnahagsstefnu hans, sem hagfræðingurinn Paulo Guedes hefur markað, en hún felst í því að minnka umsvif ríkisins og auka svigrúm einstaklinga til verðmætasköpunar, en á því þarf Brasilía sérlega að halda,“ segir Hannes sem hefur ekki áhyggjur af fyrri ummælum Bolsonaros. Fremur því að hann hverfi frá stefnu fyrrnefnds Guedes af ótta við tímabundnar óvinsældir. Birtist í Fréttablaðinu Brasilía Suður-Ameríka Tengdar fréttir Jair Bolsonaro verður næsti forseti Brasilíu Útgönguspár benda til að hægrimaðurinn Jair Bolonaro verði næsti forseti Brasilíu. 28. október 2018 22:13 Bolsonaro: „Við munum breyta örlögum Brasilíu“ Jair Bolsonaro, næsti forseti Brasilíu, segir að Brasilíumenn geti ekki haldið áfram að daðra við sósíalisma, kommúnisma, popúlisma og öfgavinstristefnu. 28. október 2018 23:36 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Brasilía Hinn umdeildi íhaldsmaður Jair Bolsonaro vann stórsigur í forsetakosningum Brasilíu sem fram fóru á sunnudaginn. Þessi þingmaður og fyrrverandi kafteinn í brasilíska hernum fékk 55,2 prósent atkvæða á meðan vinstrimaðurinn Fernando Haddad úr Verkamannaflokknum fékk 44,8 prósent. Bolsonaro hefur lofað að berjast gegn glæpum, meðal annars með því að gera almennum borgurum auðveldara að kaupa sér skotvopn, og koma í veg fyrir að sósíalistar nái völdum í Brasilíu. Hann er hins vegar afar umdeildur og hafa misvinsæl ummæli hans orðið til þess að Brasilíumaðurinn hefur verið kallaður „Trump hitabeltisins“. Fjölmiðlar heims, stórir sem smáir, hafa fjallað um kjör Bolsonaros og bent í því samhengi á ýmis ummæli hins nýkjörna forseta. BBC sagði til að mynda frá því að Bolsonaro hafi áður sagt við konu á þingi að hún væri „of ljót til að nauðga“ og að hann hafi sagst „hlynntur einræðisstjórn“ sem var sett í samhengi við lofræður hans um herforingjastjórnir fortíðarinnar. Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessorFréttablaðið/ValgarðurHannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, hefur búið í Rio de Janeiro undanfarið hálft ár, talar portúgölsku og hefur fylgst vel með kosningabaráttunni. Á bloggi sínu hefur hann sagt íslenska fjölmiðla fjalla um kosningarnar af mikilli vanþekkingu. Stjórnmálafræðingurinn Hannes segir í samtali við Fréttablaðið að Bolsonaro hafi umfram allt sigrað vegna þess að Brasilíumenn voru að kjósa á móti „sextán ára samfelldri spillingarstjórn Verkamannaflokksins“. Hannes bendir á að annar forseti flokksins, Lula da Silva, sitji í fangelsi og að Haddad hafi reglulega heimsótt hann þangað og þegið ráð. „Þetta ofbauð mörgum.“ Dilma Rousseff, hinn forseti flokksins, var síðan sett úr embætti forseta vegna rangra upplýsinga um fjármál flokksins. „Sumt, sem Bolsonaro segir sjálfur, er líka vinsælt, sérstaklega loforð hans um að efla og herða löggæslu. Mörgum Brasilíumönnum finnst öryggi innanlands ábótavant,“ segir Hannes. Þá segir Hannes að Bolsonaro hafi frekar varið en lofað herforingjastjórnina sem var í Brasilíu frá 1964 til 1985. „Hann hefur þó tekið fram, að hann virði stjórnarskrá landsins og lýðræði. Aðaláhyggjuefni kjósenda í Brasilíu er hins vegar, að Brasilía megi ekki fara sömu leið og Venesúela undir stjórn þeirra Chavezar og Maduros. Með ákveðinni einföldun má segja, að þeir sjái valið milli Bolsonaros og Haddads sem val milli leiðarinnar, sem Fujimori fór í Perú, og leiðarinnar, sem Chavez og Maduro fóru í Venesúela,“ segir Hannes og bætir við að perúska leiðin hafi tekist, hin mistekist og að Brasilíumenn eigi nú í vandræðum með straum flóttamanna frá Venesúela. Aukinheldur segir Hannes að Bolsonaro sé einfaldlega hreinskilnari en margir aðrir stjórnmálamenn um fordóma sína. „Það var hins vegar ekki kosið um þá, heldur um stefnu hans og flokks hans. Mörgum líst vel á efnahagsstefnu hans, sem hagfræðingurinn Paulo Guedes hefur markað, en hún felst í því að minnka umsvif ríkisins og auka svigrúm einstaklinga til verðmætasköpunar, en á því þarf Brasilía sérlega að halda,“ segir Hannes sem hefur ekki áhyggjur af fyrri ummælum Bolsonaros. Fremur því að hann hverfi frá stefnu fyrrnefnds Guedes af ótta við tímabundnar óvinsældir.
Birtist í Fréttablaðinu Brasilía Suður-Ameríka Tengdar fréttir Jair Bolsonaro verður næsti forseti Brasilíu Útgönguspár benda til að hægrimaðurinn Jair Bolonaro verði næsti forseti Brasilíu. 28. október 2018 22:13 Bolsonaro: „Við munum breyta örlögum Brasilíu“ Jair Bolsonaro, næsti forseti Brasilíu, segir að Brasilíumenn geti ekki haldið áfram að daðra við sósíalisma, kommúnisma, popúlisma og öfgavinstristefnu. 28. október 2018 23:36 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Jair Bolsonaro verður næsti forseti Brasilíu Útgönguspár benda til að hægrimaðurinn Jair Bolonaro verði næsti forseti Brasilíu. 28. október 2018 22:13
Bolsonaro: „Við munum breyta örlögum Brasilíu“ Jair Bolsonaro, næsti forseti Brasilíu, segir að Brasilíumenn geti ekki haldið áfram að daðra við sósíalisma, kommúnisma, popúlisma og öfgavinstristefnu. 28. október 2018 23:36