Telur mikinn vafa leika á sekt Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 30. október 2018 07:00 Thomas Møller Olsen hefur hulið andlit sitt við þinghöld hingað til og ýmislegt var gert til að forða honum frá myndatöku í gær. Fréttablaðið/Anton Brink Verjandi Thomasar Møller Olsen lagði höfuðáherslu á að draga fram vafaatriði um sekt ákærða og byggja undir framburð hans um að skipsfélagi hans hafi verið einn í bílnum með Birnu Brjánsdóttir nóttina sem hún lést, við aðalmeðferð málsins í Landsrétti í gær. Møller Olsen var dæmdur í 19 ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í fyrra fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur og fyrir fíkniefnasmygl. „Það er í besta falli mjög ólíklegt að atvik hafi verið með þeim hætti sem ákæruvaldið heldur fram,“ sagði Björgvin Jónsson við upphaf ræðu sinnar. Hann rökstuddi þá fullyrðingu meðal annars með því að ekkert blóð hefði fundist á stýri og gírstöng bílaleigubílsins sem ákærði hafði á leigu en mikið blóð hefði fundist í aftursæti hans. Hélt verjandinn því fram að ákærði gæti ekki hafa ráðist fyrst á brotaþola í aftursætinu og ekið bílnum svo strax í kjölfarið. Verjandi dvaldi við þrívíddarmyndband sem unnið var upp úr myndskeiði öryggismyndavélar við golfvöll Kópavogs. Markmið myndbandsins var að sýna fram á að sá ökumaður sem var undir stýri rauðu Kio Rio bifreiðarinnar á þeim tíma væri mun lágvaxnari en ákærði og að sama skapi hefði farþegasæti bifreiðarinnar verið autt í umrætt sinn. Sjálfur hélt ákærði því fram við skýrslutöku að á þessum stað hefði Nikolaj Olsen, sem var með ákærða í för, tekið við akstri bílsins en sjálfur hefði hann farið úr bifreiðinni til að pissa og verið skilinn þar eftir þar til Nikolaj hafi sótt sig síðar á sama stað. Verjandinn benti á að á þessum sama tímapunkti hefði slokknað á síma brotaþola. Á umræddu myndskeiði er ekki að sjá að neinn sitji í framsæti bílsins. Skýring ákæruvaldsins á því er að sætinu hafi verið hallað aftur og Nikolaj gæti hafa legið alveg út af. Var töluvert um þetta deilt í réttinum í gær. Verjandinn dvaldi einnig við ósamræmi í framburði Nikolajs og áverka á hnúum vinstri handar. Þá var sýnt frá mátun úlpu sem á hafði fundist blóð úr Birnu. Markmið mátunarinnar var að sýna fram á að úlpan væri of lítil á ákærða en við skýrslutöku neitaði ákærði því að úlpan væri hans. Úlpan hans væri grá og í stærðinni XL en hin mátaða úlpa var í miðstærð. Á myndbandinu mátti sá ákærða klæða sig í úlpuna og renna henni upp. Ermarnar voru mjög í styttri kantinum og úlpan ekki sérlega klæðileg. Að lokum vék verjandi að óútskýrðum kílómetrafjölda sem bílaleigubílnum var ekið. Við málsmeðferð í héraði var miðað við að óútskýrður kílómetrafjöldi sem ákærði hafði ekið væri nálægt 130. Vildi verjandi sýna fram á að það væri of knappt til að hann hefði getað keyrt alla leið að Óseyrarbrú og til baka til Hafnarfjarðar en samkvæmt dómkvöddum matsmanni er líklegast að líkami Birnu hafi verið settur í Ölfusá við Óseyrarbrú. Lögreglumaður sem var vitni í gær gerði grein fyrir nýrri athugun í þessu efni sem sýndi að kílómetrafjöldinn væri nær 190 kílómetrum og því nægt svigrúm til að aka að Óseyrarbrú. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari flutti málið af hálfu ákæruvaldsins. Í málflutningi sínum leitaðist hún við að hrekja þann framburð Thomasar að Nikolaj hefði ekið burt á bílaleigubílnum með Birnu. Og hvernig Nikolaj hefði átt að takast að veitast þannig að henni í bílnum að mikið af blóði væri að finna í bílnum án þess þó að neitt blóð fyndist á fötum hans. Enn fremur taldi saksóknari það ótrúverðuga frásögn að Nikolaj hefði farið inn í káetu Thomasar og komið fingrafari hins síðarnefnda á ökuskírteini Birnu áður en hann fleygði því í ruslafötu á þilfari skipsins. Hún lýsti alþrifum Thomasar á bílnum en á myndskeiði sem sýnt var í réttinum voru þrifin sýnd. Þetta taldi hún ekki trúverðug viðbrögð við litlum ælubletti en Thomas hélt því fram að hann hefði verið að þrífa ælublett í aftursæti bílsins. Saksóknari lét þess getið að sakborningur hafi gengið mjög langt við að hylja slóð sína eftir verknaðinn og meta bæri framferði hans eftir verknaðinn honum til refsiþyngingar, ekki síst þá háttsemi hans að bera sakir á saklausan skipsfélaga sinn. Birna Brjánsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Gardínur dregnar fyrir og þingverðir fyrir gluggum í Landsrétti Skrifstofustjóri Landsréttar segir ástæðuna tvíþætta. Annars vegar af öryggissjónarmiðum og hins vegar að þeir sem eru skyldugir til að bera vitni í dómsal eigi að geta gert það án þess að þurfa að hylja höfuð sitt. 29. október 2018 16:04 Tilraunir til að koma sök á félagann mættu þyngja refsinguna Ríkissaksóknari telur að Landsréttur mætti líta til tilrauna Thomasar Møller Olsen til að koma sök á aðra menn honum til refsiþyngingar. 29. október 2018 20:54 Alskýjað þegar Thomas segist hafa verið við stjörnuskoðun Thomas Møller Olsen segist hafa pissað og horft á stjörnurnar á meðan hann beið eftir að félagi hans Nikolaj Olsen sneri aftur eftir að hafa ekið á brott með Birnu Brjánsdóttur í janúar í fyrra. 29. október 2018 15:00 Thomas Møller Olsen reynir að sýna fram á sakleysi í Landsrétti Aðalmeðferð í máli Thomas Møller Olsen, þrítugs Grænlendings sem dæmdur var í 19 ára fangelsi fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur og smygl á fíkniefnum, fer fram í Landsrétti í dag. 29. október 2018 08:52 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Verjandi Thomasar Møller Olsen lagði höfuðáherslu á að draga fram vafaatriði um sekt ákærða og byggja undir framburð hans um að skipsfélagi hans hafi verið einn í bílnum með Birnu Brjánsdóttir nóttina sem hún lést, við aðalmeðferð málsins í Landsrétti í gær. Møller Olsen var dæmdur í 19 ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í fyrra fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur og fyrir fíkniefnasmygl. „Það er í besta falli mjög ólíklegt að atvik hafi verið með þeim hætti sem ákæruvaldið heldur fram,“ sagði Björgvin Jónsson við upphaf ræðu sinnar. Hann rökstuddi þá fullyrðingu meðal annars með því að ekkert blóð hefði fundist á stýri og gírstöng bílaleigubílsins sem ákærði hafði á leigu en mikið blóð hefði fundist í aftursæti hans. Hélt verjandinn því fram að ákærði gæti ekki hafa ráðist fyrst á brotaþola í aftursætinu og ekið bílnum svo strax í kjölfarið. Verjandi dvaldi við þrívíddarmyndband sem unnið var upp úr myndskeiði öryggismyndavélar við golfvöll Kópavogs. Markmið myndbandsins var að sýna fram á að sá ökumaður sem var undir stýri rauðu Kio Rio bifreiðarinnar á þeim tíma væri mun lágvaxnari en ákærði og að sama skapi hefði farþegasæti bifreiðarinnar verið autt í umrætt sinn. Sjálfur hélt ákærði því fram við skýrslutöku að á þessum stað hefði Nikolaj Olsen, sem var með ákærða í för, tekið við akstri bílsins en sjálfur hefði hann farið úr bifreiðinni til að pissa og verið skilinn þar eftir þar til Nikolaj hafi sótt sig síðar á sama stað. Verjandinn benti á að á þessum sama tímapunkti hefði slokknað á síma brotaþola. Á umræddu myndskeiði er ekki að sjá að neinn sitji í framsæti bílsins. Skýring ákæruvaldsins á því er að sætinu hafi verið hallað aftur og Nikolaj gæti hafa legið alveg út af. Var töluvert um þetta deilt í réttinum í gær. Verjandinn dvaldi einnig við ósamræmi í framburði Nikolajs og áverka á hnúum vinstri handar. Þá var sýnt frá mátun úlpu sem á hafði fundist blóð úr Birnu. Markmið mátunarinnar var að sýna fram á að úlpan væri of lítil á ákærða en við skýrslutöku neitaði ákærði því að úlpan væri hans. Úlpan hans væri grá og í stærðinni XL en hin mátaða úlpa var í miðstærð. Á myndbandinu mátti sá ákærða klæða sig í úlpuna og renna henni upp. Ermarnar voru mjög í styttri kantinum og úlpan ekki sérlega klæðileg. Að lokum vék verjandi að óútskýrðum kílómetrafjölda sem bílaleigubílnum var ekið. Við málsmeðferð í héraði var miðað við að óútskýrður kílómetrafjöldi sem ákærði hafði ekið væri nálægt 130. Vildi verjandi sýna fram á að það væri of knappt til að hann hefði getað keyrt alla leið að Óseyrarbrú og til baka til Hafnarfjarðar en samkvæmt dómkvöddum matsmanni er líklegast að líkami Birnu hafi verið settur í Ölfusá við Óseyrarbrú. Lögreglumaður sem var vitni í gær gerði grein fyrir nýrri athugun í þessu efni sem sýndi að kílómetrafjöldinn væri nær 190 kílómetrum og því nægt svigrúm til að aka að Óseyrarbrú. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari flutti málið af hálfu ákæruvaldsins. Í málflutningi sínum leitaðist hún við að hrekja þann framburð Thomasar að Nikolaj hefði ekið burt á bílaleigubílnum með Birnu. Og hvernig Nikolaj hefði átt að takast að veitast þannig að henni í bílnum að mikið af blóði væri að finna í bílnum án þess þó að neitt blóð fyndist á fötum hans. Enn fremur taldi saksóknari það ótrúverðuga frásögn að Nikolaj hefði farið inn í káetu Thomasar og komið fingrafari hins síðarnefnda á ökuskírteini Birnu áður en hann fleygði því í ruslafötu á þilfari skipsins. Hún lýsti alþrifum Thomasar á bílnum en á myndskeiði sem sýnt var í réttinum voru þrifin sýnd. Þetta taldi hún ekki trúverðug viðbrögð við litlum ælubletti en Thomas hélt því fram að hann hefði verið að þrífa ælublett í aftursæti bílsins. Saksóknari lét þess getið að sakborningur hafi gengið mjög langt við að hylja slóð sína eftir verknaðinn og meta bæri framferði hans eftir verknaðinn honum til refsiþyngingar, ekki síst þá háttsemi hans að bera sakir á saklausan skipsfélaga sinn.
Birna Brjánsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Gardínur dregnar fyrir og þingverðir fyrir gluggum í Landsrétti Skrifstofustjóri Landsréttar segir ástæðuna tvíþætta. Annars vegar af öryggissjónarmiðum og hins vegar að þeir sem eru skyldugir til að bera vitni í dómsal eigi að geta gert það án þess að þurfa að hylja höfuð sitt. 29. október 2018 16:04 Tilraunir til að koma sök á félagann mættu þyngja refsinguna Ríkissaksóknari telur að Landsréttur mætti líta til tilrauna Thomasar Møller Olsen til að koma sök á aðra menn honum til refsiþyngingar. 29. október 2018 20:54 Alskýjað þegar Thomas segist hafa verið við stjörnuskoðun Thomas Møller Olsen segist hafa pissað og horft á stjörnurnar á meðan hann beið eftir að félagi hans Nikolaj Olsen sneri aftur eftir að hafa ekið á brott með Birnu Brjánsdóttur í janúar í fyrra. 29. október 2018 15:00 Thomas Møller Olsen reynir að sýna fram á sakleysi í Landsrétti Aðalmeðferð í máli Thomas Møller Olsen, þrítugs Grænlendings sem dæmdur var í 19 ára fangelsi fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur og smygl á fíkniefnum, fer fram í Landsrétti í dag. 29. október 2018 08:52 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Gardínur dregnar fyrir og þingverðir fyrir gluggum í Landsrétti Skrifstofustjóri Landsréttar segir ástæðuna tvíþætta. Annars vegar af öryggissjónarmiðum og hins vegar að þeir sem eru skyldugir til að bera vitni í dómsal eigi að geta gert það án þess að þurfa að hylja höfuð sitt. 29. október 2018 16:04
Tilraunir til að koma sök á félagann mættu þyngja refsinguna Ríkissaksóknari telur að Landsréttur mætti líta til tilrauna Thomasar Møller Olsen til að koma sök á aðra menn honum til refsiþyngingar. 29. október 2018 20:54
Alskýjað þegar Thomas segist hafa verið við stjörnuskoðun Thomas Møller Olsen segist hafa pissað og horft á stjörnurnar á meðan hann beið eftir að félagi hans Nikolaj Olsen sneri aftur eftir að hafa ekið á brott með Birnu Brjánsdóttur í janúar í fyrra. 29. október 2018 15:00
Thomas Møller Olsen reynir að sýna fram á sakleysi í Landsrétti Aðalmeðferð í máli Thomas Møller Olsen, þrítugs Grænlendings sem dæmdur var í 19 ára fangelsi fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur og smygl á fíkniefnum, fer fram í Landsrétti í dag. 29. október 2018 08:52