Stjórn Sjómannafélagsins hefur rekið Heiðveigu Maríu úr félaginu Jakob Bjarnar skrifar 30. október 2018 20:38 Jónas og hans menn hafa nú gert sér lítið fyrir og rekið væntanlegan frambjóðanda til stjórnar. Heiðveig María telst hafa skaðað félagið með gagnrýni sinni á stjórn. „Af þessum sökum og með vísan til 10. greinar laga félagsins tilkynnist þér það hér með að þér er vikið úr Sjómannafélagi Íslands, með öllum þeim réttindum og skyldum sem því fylgir.“ Svo segir í bréfi sem var sent Heiðveigu Maríu Einarsdóttur, viðskiptalögfræðingi og sjómanni, og Vísir hefur undir höndum. Bréfið mun hafa borist Heiðveigu nú seinnipartinn í dag. Það er undirritað af Jónasi Garðarssyni formanni fyrir hönd Sjómannafélagsins. Og er þar vísað til fundar trúnaðarmannaráðs.Talin hafa valdið félaginu tjóni Heiðveig María hefur gagnrýnt stjórn félagsins harðlega og jafnframt hefur hún gefið það út að hún ætli að gefa kost á sér í næsta stjórnarkjöri; að hún myndi leiða lista sem lagður verður fram á aðalfundi sem væntanlega verður haldinn í desember. Í bréfinu kemur fram að með bréfi fjögurra félagsmanna sem barst félaginu var þess krafist að stjórn félagsins eða trúnaðarmannaráð myndi víkja Heiðveigu Maríu úr félaginu. Er þar vísað í lagagreinar félagsins, númer 10. nánar tiltekið þar sem segir í b-lið: „Hver sá maður er brottrækur úr félaginu, í lengri eða skemmri tíma, sem að áliti trúnaðarmannaráðsfundar hefur unnið gegn hagsmunum félagsins, valdið því tjóni eða gert því eitthvað til vansa. Þetta á einnig við um þá sem ekki hlíta lögum þess eftir gefna áminningu.“ Vísir hefur greint frá óánægju stjórnar með gagnrýni Heiðveigar Maríu, sem hún reyndar hefur vísað á bug. Hún hefur jafnframt sagt að stjórnin vilji losna við sig með klækjum og fantaskap. Ljóst er að margir í forystu Sjómannafélagsins vilja kenna Heiðveigu um það að samningaviðræður við önnur félög sjómanna sigldu í strand, en þá var gefið út að þeir þyrftu að taka til heima hjá sér áður en hægt væri að fara lengra með viðræðurnar. Mikill meirihluti í trúnaðarráði vildi reka Heiðveigu Í c-lið kemur svo fram að félagsmanni sem vikið hefur verið úr félaginu, hann eigi ekki afturkvæmt í félagið nema inntökubeiðni sé samþykkt á lögmætum trúnaðarmannaráðsfundi. Á fundi trúnaðarmannaráðs félagsins þar sem þetta var ákveðið og haldinn var 24. október, var tillagan um að vísa Heiðveigu Maríu úr félaginu samþykkt með atkvæðum 18 fundarmanna af 23, 4 fundarmanna voru mjög andvígir tillögunni og einn sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Kjaramál Ólga innan Sjómannafélags Íslands Sjávarútvegur Tengdar fréttir Draga sig úr sameiningarviðræðum vegna alvarlegra ásakana Telja ásakanirnar svo alvarlegar að við þeim verði að bregðast. 17. október 2018 21:18 Segir stjórn Sjómannafélagsins vilja losna við sig með klækjum og fantaskap Heiðveig María segir stjórn SÍ hafa breytt lögum sem komi í veg fyrir framboð hennar. 11. október 2018 18:48 Jónas segir Heiðveigu Maríu bera ábyrgð á því að samningarnir sigldu í strand Jónas Garðarsson íhugar að leita réttar síns vegna ummæla Heiðveigar Maríu Einarsdóttur. 22. október 2018 12:59 Stjórn Sjómannafélagsins sakar Heiðveigu Maríu um ærumeiðingar Stjórn Sjómannafélags Íslands harmar í yfirlýsingu að hafa fengið að sitja undir ýmsum ásökunum af hálfu Heiðveigar Maríu. 17. október 2018 16:09 Segir forystu Sjómannafélagsins samansúrraða Heiðveig María Einarsdóttir ætlar að fara gegn sitjandi forystu í Sjómannafélagi Íslands. 2. október 2018 14:19 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Sjá meira
„Af þessum sökum og með vísan til 10. greinar laga félagsins tilkynnist þér það hér með að þér er vikið úr Sjómannafélagi Íslands, með öllum þeim réttindum og skyldum sem því fylgir.“ Svo segir í bréfi sem var sent Heiðveigu Maríu Einarsdóttur, viðskiptalögfræðingi og sjómanni, og Vísir hefur undir höndum. Bréfið mun hafa borist Heiðveigu nú seinnipartinn í dag. Það er undirritað af Jónasi Garðarssyni formanni fyrir hönd Sjómannafélagsins. Og er þar vísað til fundar trúnaðarmannaráðs.Talin hafa valdið félaginu tjóni Heiðveig María hefur gagnrýnt stjórn félagsins harðlega og jafnframt hefur hún gefið það út að hún ætli að gefa kost á sér í næsta stjórnarkjöri; að hún myndi leiða lista sem lagður verður fram á aðalfundi sem væntanlega verður haldinn í desember. Í bréfinu kemur fram að með bréfi fjögurra félagsmanna sem barst félaginu var þess krafist að stjórn félagsins eða trúnaðarmannaráð myndi víkja Heiðveigu Maríu úr félaginu. Er þar vísað í lagagreinar félagsins, númer 10. nánar tiltekið þar sem segir í b-lið: „Hver sá maður er brottrækur úr félaginu, í lengri eða skemmri tíma, sem að áliti trúnaðarmannaráðsfundar hefur unnið gegn hagsmunum félagsins, valdið því tjóni eða gert því eitthvað til vansa. Þetta á einnig við um þá sem ekki hlíta lögum þess eftir gefna áminningu.“ Vísir hefur greint frá óánægju stjórnar með gagnrýni Heiðveigar Maríu, sem hún reyndar hefur vísað á bug. Hún hefur jafnframt sagt að stjórnin vilji losna við sig með klækjum og fantaskap. Ljóst er að margir í forystu Sjómannafélagsins vilja kenna Heiðveigu um það að samningaviðræður við önnur félög sjómanna sigldu í strand, en þá var gefið út að þeir þyrftu að taka til heima hjá sér áður en hægt væri að fara lengra með viðræðurnar. Mikill meirihluti í trúnaðarráði vildi reka Heiðveigu Í c-lið kemur svo fram að félagsmanni sem vikið hefur verið úr félaginu, hann eigi ekki afturkvæmt í félagið nema inntökubeiðni sé samþykkt á lögmætum trúnaðarmannaráðsfundi. Á fundi trúnaðarmannaráðs félagsins þar sem þetta var ákveðið og haldinn var 24. október, var tillagan um að vísa Heiðveigu Maríu úr félaginu samþykkt með atkvæðum 18 fundarmanna af 23, 4 fundarmanna voru mjög andvígir tillögunni og einn sat hjá við atkvæðagreiðsluna.
Kjaramál Ólga innan Sjómannafélags Íslands Sjávarútvegur Tengdar fréttir Draga sig úr sameiningarviðræðum vegna alvarlegra ásakana Telja ásakanirnar svo alvarlegar að við þeim verði að bregðast. 17. október 2018 21:18 Segir stjórn Sjómannafélagsins vilja losna við sig með klækjum og fantaskap Heiðveig María segir stjórn SÍ hafa breytt lögum sem komi í veg fyrir framboð hennar. 11. október 2018 18:48 Jónas segir Heiðveigu Maríu bera ábyrgð á því að samningarnir sigldu í strand Jónas Garðarsson íhugar að leita réttar síns vegna ummæla Heiðveigar Maríu Einarsdóttur. 22. október 2018 12:59 Stjórn Sjómannafélagsins sakar Heiðveigu Maríu um ærumeiðingar Stjórn Sjómannafélags Íslands harmar í yfirlýsingu að hafa fengið að sitja undir ýmsum ásökunum af hálfu Heiðveigar Maríu. 17. október 2018 16:09 Segir forystu Sjómannafélagsins samansúrraða Heiðveig María Einarsdóttir ætlar að fara gegn sitjandi forystu í Sjómannafélagi Íslands. 2. október 2018 14:19 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Sjá meira
Draga sig úr sameiningarviðræðum vegna alvarlegra ásakana Telja ásakanirnar svo alvarlegar að við þeim verði að bregðast. 17. október 2018 21:18
Segir stjórn Sjómannafélagsins vilja losna við sig með klækjum og fantaskap Heiðveig María segir stjórn SÍ hafa breytt lögum sem komi í veg fyrir framboð hennar. 11. október 2018 18:48
Jónas segir Heiðveigu Maríu bera ábyrgð á því að samningarnir sigldu í strand Jónas Garðarsson íhugar að leita réttar síns vegna ummæla Heiðveigar Maríu Einarsdóttur. 22. október 2018 12:59
Stjórn Sjómannafélagsins sakar Heiðveigu Maríu um ærumeiðingar Stjórn Sjómannafélags Íslands harmar í yfirlýsingu að hafa fengið að sitja undir ýmsum ásökunum af hálfu Heiðveigar Maríu. 17. október 2018 16:09
Segir forystu Sjómannafélagsins samansúrraða Heiðveig María Einarsdóttir ætlar að fara gegn sitjandi forystu í Sjómannafélagi Íslands. 2. október 2018 14:19